Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1950, Qupperneq 22

Frjáls verslun - 01.04.1950, Qupperneq 22
ísland. Verðmæti innfluttrar vöru í jan- úarmánuði nam 19,9 millj. kr., en útfluttrar vöru 17,4 millj. kr. Varð vöruskiptajöfnuðurinn í mánuðinum Jiví óhagstæður um 2,5 millj. króna. I febrúar urðu vöruskiptin okkur hagstæð um 1,6 millj. kr. Nam verðmæti útflutlra afurða 25,5 millj. kr., en inn fluttum við vörur fyrir 23,9 millj. kr. Eftir tvo fyrstu mánuði ársins er vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæður um 0,9 millj. kr. Innflutningurinn nemur 43,8 millj. kr., en útflutn- ingurinn 42,9 millj. kr. Á sama tímabili í fyrra var vöruskiptajöfn- uðurinn óhagstæður um 18 millj. kr. Vöruskiptajöfnuðurinn í marz- mánuði varð óhagstæður um 2 millj. kr. Alls nam innflutningurinn 31 millj. kr., en útflutningurinn 29 millj. kr. Er vöruskiptajöfnuðurinn fyrstu 3 mánupði ársins óhagstæður um 2,9 millj. kr. Viðskintasamningur var UTidirrit- aður milli íslands og Vestur-Þýzka- lands 15. marz s.l. Samkvæmt samn- ingi bessum er gert ráð fyrir, að íslenóingar selii Þióðverium fisk og síld fyrir 2,5 millj. dollara. Enn- fremur síldarmjöl, síldarlýsi. gær- ur o. fl. vörur. Frá Vestur-Þvzka- landi kaupa íslendingar vörur fvrir 2,5 millj. dollara, svo sem útgerðar- vörur, vefnaðarvörui, járn og stál, raflagningarefni, rafmagnsvörur, vélar, járnvörur, kemiskar vörur linoleum, áburð, sement. gler, leir- vörur, o. f 1. vörur. Samkvæmt viðskiptasamningi þeim, er gerður var milli íslendinga og Spánverja s.l. haust og undir- ritaður skömmu fyrir jólin, er gert ráð' fyrir allmiklum viðskiplum. Gert er ráð fyrir, að íslendingar selji Spánverjum saltfisk, hesta, Jjorskalýsi og aðrar fiskafurðir. Munu Spánverjar ráðgera að borga Jietla með vefnaðarvörum, fiskinet- um og netagarni, skófatnaði, leðri, nýjum og þurrkuðum ávöxtum, á- vaxtamauki og safa, víni og vín- anda, superfosfati, kali, salti og hyggingarefni. Aðalfundur Félags matvörukaup- manna í Reykjavík var haldinn 16. marz s.l. Formaður var endurkos- inn, Guðmundur Guðjónsson, með- stjórr.endur voru einnig endurkosn- ir þeir Sigurliði Kristjánsson og Lúvík Þorgeirsson. Auk þessara eiga sæti í stjórninni Axel Sigurgeirsson og Björgvin Jónsson. Varastjórn var öll endurkosin, þeir Kristján Jóns- son, Gústaf Kristjánsson og Sigur- jón Jónsson. Rætt var um úthlutun gjaldeyr- is- og innflutningsleyfa, skömmtun- armál, verðlagsmál, og hina miklu vöruvöntun, þar sem kaupmenn standa með hálftómar húðir, en fólkinu vantar hinn nauðsynlegasta varning. i Noregur. Stærsta iðnfyrirtæki landsins, Norsk-Hydro, hefur nú að mestu lokið við endurbyggingu og aukn- ingu fyrirtækisins samkvæmt þeirri áætlun, er stjórnendur fyrirtækisins gerðu strax eftir styrjöldina. Hefur nýjasta verksmiðja fyrirtækisins við Glomfjörð í Norður-Noregi nýverið tekið til starfa. Er framleiðsla Norsk-Hydro af köfnunarefni þá komin upp í 150 })ús. tonn á ári, en það gerir 1 millj. tonn af salt- pétursáhurði, sem er aðalfram- leiðsluvara verksmiðjanna. Verðmæti árlegrar framleiðslu verksmiðjanna er um 11 millj. £. þar af eru 9 millj. £ fyrir útfluttan áburð. Verksmiðjur Norsk-Hydro fram- leiða til eigin nota 400 þús. kilo- wött af raforku árlega. Hjá fyrir- tækinu vinna nú um 6 þús. manns. Á síðustu 4—5 árum hefur fyrir- tækið varið 12 millj. £ í nýjar verk- smiðjur og raforkuver. Hefur næst- um allt þetjta fjármagn verið úr eigin sjóðum fyrirtækisins. Verk- smiðjur Norsk-Hydros eru nú virtar að verðmæti á samtals 50 millj. £. Norðmenn vinna nú að byggingu 14 raforkuvera, þar sem aflstöðv- arnar verða neðanjarðar, og unnið er að undirbúningi fimm í viðbót. Munu raforkuver þessi geta fram- leitt milli 1—1,5 millj. kilowött ár- lega. Bygging þessara raforkuvera mun kosta milli 50—75 millj. £. Eins og er þá geta raforkuver lands- ins framleitt 3 millj. kilowött ár- lega. Bandaríska ritvélafirmað Rem- ington Rand Company hefur í hyggju að stofnsetja ritvélasamsetn- ingarverksmiðju í Osló. Er í byrj- un áætlað að framleiða 5 þús. ritvél- ar á ári í verksmiðju Jtessari, og 66 FRJÁLSVERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.