Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1950, Page 27

Frjáls verslun - 01.04.1950, Page 27
Merkisdagar kaupsýslumanna Carl Olsen stórkaupma'ö- u r átti sjötugsafmæli 22. jan. s. 1. Eins og áskrifendur blaðsins rekur sjálfsagt minni til. birtist á síðasta sumri viðtal við þennari merkismann hér í ritinu í tilefni þess, að hann hafði þá verið búsettur hér á landi fjóra tugi ára. Þar lýsir hann í stuttu máli ýmsu, sem á daga hans hef- ur drifið, og verður það ekki endurtekið hér, aðeins til þess vísað. Carl Olsen er ljúfmenni hið mesta. Hann er vandað- ur kaupsýslumaður, stálábyggilegur og velviljaður, og enn er hann lífið og sálin í allri starfrækslu hins kunna fyrirtækis Nathan & Olsen h.f., þrátt fyrir þennan aldur. Er ástæSa til að ætla að svo verði enn um góða hríð, því hann er hinn ernasti. Hann hefur staðið framarlega í mörgum félagsskap, því hann er félags- lyndur og samvinnuþýður. Þ. á. m. hefur hann oft og einatt gegnt trúnaðarstörfum fyrir stétt sína. Carl Olsen unir vel hag sínum á Islandi, kann vel að meta land og þjóð og telur sig í hópi íslenzkra. „Frjáls verzlun“ óskar honum til hamingju og vonar að hann verði langlífur í landinu. Sextugur varð nýlega Marteinn Einarsson. kaup- maður. Hann er fæddur 25. febrúar 1890 að Grímsla'k í Olfusi. Snemma hneigðist hugur hans að verzlunar- störfum, og byrjaði hann 15 ára gamall hjá afa sín- um, Jóni frá Hjalla, hér í Reykjavík. Hjá honum vann hann þai til hann stofnaði sitt eigið fyrirtæki 16. apr- íl 1912, sem hann hefur rek ið með hinum mesta myndarskap í full 38 ár. Marteinn hefur alla þá kosti, sem hverjum kaup- manni eru nauðsynlegir, og má segja að hann sé fædd- ur kaupmaður. Árciðanleiki og orðheldni hans í við- skiptum er alþekkt, og framsýni, stórhug og dugnað hefur hann í ríkum madi. Árið 1929 byggði hann verzlunarhús sitt við Laugaveg 29, og má segja að með því hafi hann sett sviþ'sinn á bæinn. Með því að Marteinn er eindreginn talsmaður frjálsrar og haftalausrar verzlunar, er það mín af- mælisósk til hans, að hann eigi eftir að lifa það, að við fáum aftur að njóta frjélsrar verzlunar í þessu landi. —- M. Són ÞorvarSarson kaup- maSur í Reykjavík átti sex- tugsafmæli 7. marz s. 1. Jón í Verðanda, eins og hann er jafnaðarlega nefnd- ur, er í hópi þekktustu kaupsýslumanna höfuðstað- arins, enda hefur hann starfrækt verzlun sína, Veiðarfæraverzl. Verðanda. í hartnær aldarf jórðung, ásamt með Stephani Ste])- hensen. Jón var heldur enginn nýgræðingur í verzlunarmálum Reykjavíkur, þegar hann slofnsetti Verðanda. Áður hafði hann um nær tíu ára bil verið verzlunarmaður í Veiðarfæra- verzluninni Liverpool, sem Th. Thorosteinsson rak, og þaðan af fyrr vann hann önnur líu ár sem verkstjóri hjá fyrirtæki T. Frederiksens, Timbur- og kolavcrzlun Reykjavíkur. Má því óliikað segja, að Jón sé gagn- reyndur verzlunar- og kaupsýslumaður. Jón Þorvarðarson er orðlagður sæmdarmaður. Við- skiptavinir hans og aðrir kunningjar hafa á honum miklar ír.a'lur. enda er öll framkoma hans mótuð af prúðmennsku og drengileik. Hann er dugnaðarforkur hinn mesti, gæddur hagsýni og framsýni, traustur til orða og. verka og hefur til að bera ágaita greind og ríkulegan félagsþroska. Því liinu síðasttalda lil stað- festingar rná geta þess, að hann er einn af stofnend- um Verksljórafélags lleykjavíkur og hefur verið þar í broddi farar langa tíð. þ. á. m. félagsformaður. FRJÁLSVERZLUN 71

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.