Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1950, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.04.1950, Blaðsíða 29
Smásaga eftir Erskine Caldwell. Enginn gat sagt með vissu, hvernig á því stóð, að stelpurnar, sem heima áttu annarsstaðar í Grænu- mýrarsýslu, voru öðruvísi en stelpurnar í Skógar- gerði, þorpinu mínu. Aliar stelpur í Skógargerði voru hvimpnar og ujipstökkar. Þær börðu frá sér og jafn- vel bitu líka, eins og frökkustu strákar. En stelpurn- ar í Muruhvammi og Bláskógum — og bó sérstaklega í Birkihlíð — voru alll öðruvísi. Við strákarnir skröfuðum ofl um þelta okkar í milli. en enginn kunni á þessu neina skýringu. „Hvernig eru Birkihlíðar-stelpurnar frábrugðnar?“ s|)urði ég Bensa einn dag, þegar þessa ráðgálu bar á góma. „Því gcl ég bara ekki svarað. Ekki þótt mig ætti lifandi að drepa", anzaði liann. Ég var. aldrei á ferðaflakki um nágrennið, eins og Bensi og liinir strákarnir, því að ég var í góðum kunningsskap vio unga stúlku beima í Skógargerði, og liana heimsótti ég hvert sinn, er ég fékk að fara út á kvöldin fyrir foreldrum mínum, en það var tvisvar eða þrisvar í viku. Gömlu hiónin voru ekkert hrifin af því. að ég væri úti um allar trissur í stelpnaslússi. Svo að ég fór aldrei neitt. nema hvað ég skrapp þetla iiðru hverju til hennar Millu. En stelpunum í hinum héraðsbæjunum svipaði lítið til kvnsyslra sinna í heimabæ mínum. Hinir strákarn- ir fóru vanalega á hverju kviildi að bitta stelpur í Bláskógum, Muruhvammi og Birkihlíð, einkum Birki- blíð. Ég vissi nú ekki heldur, hversvegna það var. Það var bara eitthvað t’íð þessar stelpur yfir í Birkihlíð, að sögn eitthvað, sem gerði mann svo skolli undar- legan, bæði innan um sig og utan. Bensi fór þrisvar og fjórum sinnum í viku hverri ylir í Birkihlíð, til þess að hitta stelpur. Hið einkenni- lega var, að liann fór sjaldnast nema einu sinni til móts við þá sömu. Hann varð sér úti um nýja og nýja í hverri ferð, eða svo gott sem. Sama var að segja um hina strákana. Þeir kynnlust nýrri stelpu hverju sinni. Mikill déskoti. Ég varð að búka heima og gat enga stelpu heimsótt, nema Millu. Ég spurði Bensa í trúnaði. bvað það eiginlega væri. sem gerði stelpurnar yfir í Birkihllíð öðruvísi en þær hér heima. Bensi var frændi minn, og ég var ekkert feiminn við að spyrja hann að einu og öðru. Hvað er þetta, maður!“ sagði hann. „Hefurðu aldr- ei skroppið vfir um, til þess að líta á Birkihlíðar-kven- fólkið?“ Ég skýrði honum frá, hvernig ástatt væri fyrir mér gagnvart Millu, og að mig langaði ekki til að heim- sækja hana eina sí og æ, en ég sæi mér aldrei færi á að bregða mér til annarra bæja, eins og hann og hinir strákarnir gerðu. „Uss1, ‘, sagði hann, „þú ert asni að vera að heim- sækja hana svona oft. Hún er alveg eins og aðrar stelpur hér heima. Þú skalt fara yfir í Birkihlíð, kar! minn. Þar sérðu sannkallaðar stelpur. Þær eru nú ekki alveg eins og þessar hér í Skógargerði.“ „Hvernig líta þær út, Bensi?“ spurði ég aftur. All- ir sögðu, að þær vœru öðruvísi, en aldrei talaði neinn um, á hvaða hátt þær væru það. „Hvað gera þær, sem er svona frábrugðið?“ „Því er ómögulegt að lýsa. Þær eru að sjá alveg eins og aðrar stelpur, en þær eru saml ekki eins“. „Segðu mér frá þeim, Bensi“. „Ég skal segja þér eitt“, svaraði hann. „Þú verður að fara varlega þar yfirfrá. Allar stelpur í Birkihlíð. sem eiga föður eða bróður, eru í skrambi miklu að- lialdi, skaltu vita. Ég hugsa að það sé þessvegna, að þa’r eru svona dálítið villlar“. „Hvernig villtar? Hvað gera þær?“ spurði ég. ..Það er nú meinið, að þar um skortir mig lýsing- arorðin, eins og fyrri daginn. Þær eru bara allt öðru- vísi. Þú verður að fara þangað sjálfur að sjá og reyna“. „En hvernig get ég komizl í kvnni við einhverja þeirra?“ ..Það er sko enginn vandi. Þú ierð bara yfir um eitthvert sunnudagskvöldið og bíður fyrir utan ein- bverja kirkjuna, þar til messu er lokið. Þegar þær koma út, hnippir þú í þá, sem þér sýnist, og spyrð liana, livort þú megir fylgja lienni heim. Það er nú all'ur galdurinn“. FRJÁLSVERZLUN 73

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.