Frjáls verslun - 01.06.1950, Page 24
Hinrik AuSunsson verzl-
unarstjóri í Reykjavík and-
aðist 14. júní s.l. eftir nokk-
urra vikna veikindi, aðeins
44 ára að aldri.
Hann var fæddur og upp-
alinn í Hafnarfirði, f. 17.
sept. 1905, sonur hjónanna
Auðuns Níelssonar og Guð-
rúnar Hinriksdóttur, og
var hann elztur inargra
systkina. Það varð því hlut-
skipti lians þegar á ungum
aldri, að taka hendi til hverra þeirra verka, er til féllu,
og ljá þannig foreldrum sínum lið í lífsbaráttunni.
Gengdi hann ýmsum störfum á ungdómsárum sínum
og fram á fullorðinsaldur, var m. a. hifreiðars.tjóri
og sá um fólksfluninga milli Revkjavíkur og Hafnar-
fjarðar.
Fyrir u. þ. b. 15 árum flutti Hinrik til Reykjuvíkur
og átti þar síðan heima. Gerðist hann þá verzlnnar-
maður og vann nokkur ár hjá Jóhannesi Jóhannssyni
kaupm. á Grundarstíg 2, en síðan gerðist hann verzl-
unarstjóri, fyrst Verzlunarinnar Freyju og síðar í
matvöruverzluninni Blöndu, Bergstaðastræti 15. og
hafði gegnt verzlunarstjórn um 10—12 ára skeið, nú er
hann lézt.
Hinrik Auðunsson var maður vel virtur af þeim,
sem honum kynntust, enda bauð hann af sér góðan
þokka og var traustur til orðs og æðis. Verk sín vann
hann af alúð og kostgæfni, og ekki var ræktarsemi
hans síðri innan heimilis. Gestrisinn var hann í bezta
máta, og félagslyndur var hann vel. Má það m. a.
marka af því, að hann var einn af fundasæknustu
mönnum í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur. Er
hryggilegt til þess að vita, þegar manndómsmenn
falla frá svo ungir.
Hann var kvæntur Kornelíu Kristinsdóttur, og eign-
uðust þau hjónin tvö hörn, sem enn eru í bernsku.
Kristinn Jónsson kaup-
ma'Sur í Húsavík, andaðist
á heimili sínu 1. jú!í s.l.,
eftir stutta legu.
Hann var fæddur 26.
júní í Húsavík, sonur
]irest-hjónanna sr. Jóns
Arasonar og Guðríðar Ól-
afsdóttur. Á unglingsárum
gekk Kristinn í Gagnfræða-
skólann á Akureyri og lauk
jiaðan prófi. Síðan tók liann
brátt við bústjórn hjá föður
sínum, og áður en hann varð hálfþrítugur, hafði hann
einnig stofnað verzlun í Húsavík, en hana hefur liann
starfrækt æ síðan, nú um meira en 30 ára skeið. og
einnig bátaútgerð um tíma.
Ekki komst Kristinn hjá trúnaðarstörfum fyrir sam-
borgarana, enda var hann einkar vel tiI íorustu fall-
inn. Sat hann l. d. lengi í sparisjóðsstjórn, rafveitu-
nefnd, sóknarnefnd og hreppsnefnd, auk margs annars,
sem of langt yrði að rekja.
Kristinn var mikilhæfur maður og kaupmaður ágæt-
ur. Fór verzlun hans sídafnandi, þrált fyrir harð-
snúna samkeppni frá elzta kaupfélagi landsins. Var
lipurð hans, fyrirhyggju og framsýni við brugðið.
Einbeittur var hann, dugmikiU og úrræðagóður. IJin-
ar alkunnu Ijóðlínur Gríms: „þéttur á velli og þé.ttur
í lund, þrautgóður á raunastund", þannig færðar til
eintölu, eru sem kveðnar um Kristin Jónsson. Hann
var hinn höfðinglegasti í allri reynd og afar vörpu-
legur að vallarsýn. Hann var glaður og reifur við gest
og gangandi. en þó alvörumaður undir niðri. Hann
las mikið og var því margfróður orðinn. Húsvíkingar
og aðrir vinir Kristins mega harma fráfall hans, og
þeir gera það líka áreiðanlega.
Kona hans, Guðbjörg Óladóttir úr Kelduhverfi,
lifir mann sinn. Þau hjónin eignuðust sex börn, sem
nú eru öll komin til fullorðinsára.
100
FRJÁI.S VERZLUN