Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1950, Side 28

Frjáls verslun - 01.06.1950, Side 28
^ÚÁÍHUt Jvaupmaðurinn: Er gott að auglýsa í blaði yðar ? Ritstjórinn: Það megið þér reiða yður á. Þorleifur kaupmaður auglýsti I því fyrir skömmu eftir létta- dreng, og daginn eftir eignaðist konan hans tvo drengi. « Allir rnenn verSa að eiga sér hvíldurstundir. Ilið þenkjandi höfuð og hin þjónandi hönd verða uð hafa tíma til að hlaða lífsgeyminn nýrri orku. — GILPIN. • Skrifarinn: jNú er ég orðinn gamall og gráliærður í yðar þjónustu, og nú hafið þér sagt mér upp. Fæ ég ekki einhver ellilaun hjá yður, forstjóri góður? Forstjórinn: Jú, Sveinn minn. Þér megið taka með yður hárlitunarflöskuna mína. Þá sjást ekki lengur á yður nein ellimerki. • Vinnuþjarkar eru venjulega heiðvirðir menn. Vinnu- semin lyftir þcim ofar öllum freistingum. -— BOVEE. Maður nokkur kom inn í búð og bað um að fá að skoða veggfóður. — Hér er mjög falleg tegund, sagði afgreiðslu- maðurinn. Það er Ijóst og gerir herbergin björt og viðkunnanleg. — Konan mín segir að svona veggfóður sé afleitt. Börnin skíta það undir eins út. — Hér er annað nokkuð dökkleitt. — Konan mín getur ekki liðið svona veggfóður. Hún segir að það geri stofurnar svo dimmar. — Hér er ein gerðin enn, sem hvorki er of ljós eð’a dökk. — En það er svo kuldalegt. Konan mín er svo kulvís. — Hér er ennþá eitt, mjög stílhreint og fallegt. — Nefnið þér það ekki, maður! Það er ekkert, sem fer eins í taugarnar á konunni minni, eins og þessi stílföstu munstur. — Hérna er J)á eitt, með hvítum og rauðum rós um, óreglulegum. — Konunni minni líkar þetta áreiðanlega ekki. Hún segir að rósirnar upj)litist svo fljólt. — Á ég að segja yður nokkuð, maður minn, sagði afgreiðslumðurinn, sem nú var að missa þolinmæð- ina. Þér biðjið um veggfóður, en í staðinn ætla ég að ráðleggja yður að biðja um skilnað. • Stundum er mikill ávinningur að hafnu peningum. TERENCE. „Frjáls Verzlun“ Otgefandi: Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Formaður: Guðjón Einarsson. Ritnefnd: Einar Ásmundsson, form., Birgir Kjaran, Gísli Ólafsson, Njáll Símonarson og Gunnar Magnússon. Skrifstofa: Vonarstræti 1. 1. hæð, Reykjavík. Sími 5293. BORGARPRENT Fyrirtækið hafði fyrir sendil gamlan karl, sem þótti æði gott í staujnnu. Einu sinni kom skrifstofu- stjórinn að máli við hann: - Ef þér væruð ekki svona drvkkleldur, Jónatan minn, mundi ég trúlegast gera þig að bókara hjá okkur. — Uss, þegar ég er fullur. finnst mér ég vera for- stjóri. svaraði Jónatan. • Efastu um jafnrétti mannanna? Heldurðu að sólur- geislinn hiti mér fyrr en skóhurstaranum, sem krýp- ur við fœtur mér? — THACKERAY. • Hinn æruverðugi skril'stofustjóri var nýlátinn og greftraður. Einn morguninn kom bókarinn inn til for- stjórans og sagði: — Ja, nú er Steingrimur dáinn, og ég vildi gjarna koma í staðinn fyrir hann. Forstjórinn leit óblíðum augum á unga manninn og mælti: — Þér megið það mín vegna, en það er mál, sem ekki heyrir undir mig, heldur kirkjugarðsvörðinn. • Þegar við hverfum héðan úr heimi og erum lögð í moldu, fetar prinsinn sama einstigið sem verkunmður- 'inn. — CERVANTES. • Ungur maður kom inn í blómabúð og vildi kauj>a rauðar rósir. Allt í einu féll hann í þungar hugsanir. — Þér ætlið auðvitað að segja Jrað með rósum, sagði kaujtmaðurinn brosandi. Þá duga ekki minna en þrjá- tíu stykki. — Nei, nei, sagði ungi maðurinn. Það er nóg að þær séu sex. Ég vil ekki segja of mikið. Hafirðu eitt sinn unnið til heiðurs, bíður þín meiri sæmd. — LA ROCHEFOUCAULD. 104 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.