Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1951, Blaðsíða 1

Frjáls verslun - 01.10.1951, Blaðsíða 1
13. ARG. 9.—10. HEFTI — 1951. Það er óheillavœnlegt að mismuna starfsstéttum þjóðfélagsins, hvort heldur er í orði eða athöfn, og þó enn verra verk að sá öfund og sundrung meðal þeirra. Því miður eru til heilir stjómmálaflokkar, sem reka þossa iðju. Um þau vinnbrögð skal þó ekki rœtt hér, heldur aðeins farið fáum orðum um það', hvernig með nafngiftum er verið að gera gœlur við ákveðna félagshópa á kostnað annarra. Heitin „vinnandi stéttir" og „framleiðslustéttir" er oft að sjá i dólkum blaðanna, og þau hljóma tíðum á mannafundum. Þeim er sérstaklega œtlað að kitla eyru ákveðinna fé- lagshópa, t. d. fyrir kosningar. En þá eru svo sem kunnugt er oft hágengistímar þeirra, sem endranœr eru gleymdir. Heiti þessi eru notuð í mismunandi víðtœkri merkingu, eftir því sem hentar, og eru raunar mjög teygjanleg. En eitt er þó víst, að þau eru aldrei lótin ná til verzlunarstéttarinnar. Með því er gefið í skyn, að sú stétt VINNI EKKl eða FRAMLEIÐI EKKI, eða að vinni a. m. k. ónauðsynlegri störf en aðrir. — Vinni blátt áfram auðvirðileg störf og eigi því að skipa óœðra sess en aðrar stéttir. — Þetta mun þó sem betur fer ekki enn vera almannatrú, en með svona nafngiftum er verið að lauma litilsvirðingu á verzlunarstéttinni inn í hugskot almennings og gera hana að hornreku í þjóðfélaginu. Verzlunarstéttin verður að vera á verði gagnvart þessu hugtakabrengli og vanmati á hlutverki hennar. Verzlunarstéttin vinnur þjóðnýt störf, jafnt og aðrar stéttir. Hún þarf ekki að biðjast afsökunar á tilveru sinni. Hún vinnur fyrir sínu brauði með sama rétti og aðrir þegnar þjóðfélagsins. Það er vinna, vissulega jafnœrleg vinna, að vigta grœnsápu og draga þorsk úr sjó eða slá engjar. Þjóðfélaginu er jafnnauðsyn- legt að fœrðar séu verzlunarbœkur, og að haldnir séu búreikningar eða gerður upp oflahluti í vertíðarlok. Og ekki myndu lifskjörin þykja góð, ef engir vœru til þess að afla erlends varnings. — Verzlunarstéttin er og framleiðslustétt, því að framleiðslan einskorðast ekki við að afla hráefnanna úr jörðinni eða haíinu, heldur er tilgangur hennar að fullnœgja þörfum þegnanna, koma vörunum til neytandans, og í því er hlut- ur verzlunarstéttarinnar ekki rýrari en annarra starfstétta. Starfsstéttir þjóðfélagsins eru mismunandi fjölmennar, en þœr eru engin annarri merkari. Þœr hafa skipt með sér verkum, og hver hefur sitt nauðsynjaverk að vinna. Verzlunarstéttin vill frið við aðra stéttir, en hún mun standa á rétti sínum og ekki sœtta sig við hprnrekuhlutskiptið.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.