Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1951, Blaðsíða 2

Frjáls verslun - 01.10.1951, Blaðsíða 2
Um verðlagsmál í upphafi máis. Að undanförnu hafa verðlagsmálin verið ofarlega á baugi. Tiiefni þeirra umræðna var athugun, sem 'verð- gæzlustjóri framkvæmdi og leiddi í ljós óeðlihga háa álagningu á nokkrum vörusendingum til landsins að undanförnu. Var mál þetta notað til áróðurs gegn rík- isstjórninni, og hefur annar stjórnarandstiiðuflokkur- inn borið fram frumvarp um að taka upp að nýju verðlagseftirlit. Einnig hefur sami flokkur lýst yfir, að frjáls verzlun hafi beðið fullkomið skipsbrot, og að landsverzlun sé eina lausnin úr vandanum. Því miður hafa þær opinberu umræður, sem urðu um mál þetta, a. m. k. af hendi annars aðiljans. meira snúizt um menn en málefni, þ. e. a. s. tekið á sig form al- mennra árása á verzlunarstéttina sem heild, en ekki fjallað um verzlunarkerfin, kosti þeirra og bresti. — Hér verður annar háttur hafður á. Tilgangur þessara lína er ekki að halda uppi vörnum fyrir þá einstakl- inga, sem notað hafa afstöðu sína til þess að taka ein- okunarverð fyrir þær vörur, sem þeir hafa flutt inn, heldur munu verðlagsmálin rædd hér almennt og þeir lærdómar, sem draga má af áðurnefndri rannrókn. Hvað er álagning? Áður en lengra er haldið er ómaksins vert að gera sér ljóst, hvað álagning er. Þetta ætti að vera óþarfi í blaði, sem fjallar um verzlunarmál, en í þeirri von, að það komi einnig fyrir sjónir þeirra, sem ekki eru verzlunarmenn og því e. t. v. ekki gagnkunnugir al- mennum verzlunarhugtökum, er rétt að fara fáum orð- um um þetta atriði. Það er nefnilega allt of almenn skoðun, að álagningin sé sama og gróði eða jafnvel bara eyðslufé kaupmannsins. En því fer víðsfjarri. Álagningin er mismunur á kostnaðarverði vörunnar og útsöluverði. Þetta má auðvitað orða á ým°a vegu, eftir því hvort um heildsöluálagningu, smásöluálagn- ingu eða álagningu á innlenda iðnaðarvöru er að ræða. Af þessum mismun, álagningunni, þarf fyrirtækið að greiða ýmsan almennan rekstrarkostnað, svo cem kaup starfsmanna, hita, ljós, umbúðir, húsaleigu, pakkhús- leigu, vexti, skatta og önnur opinber gjöld o.fl., og að lokum kaup eigandans, ef uin einkafyrirtæki er að ræða. Stundum verður einhver afgangur. þegar búið er að greiða allan kostnað af allri álagningu ársins, €n stundum hrekkur álagningin ekki fyrir tilkostnað- inum, og þá verður tap, og þannig hefur þetta því mið- ur verið oft á undanförnum árum, bæði hjá heildsölu- fyrirtækjum og smásölum. Var það að verulegu leyti afleiðing þess verðlagseftirlits, sem nú er verið að óska eftir, að tekið verði upp að nýju. Fimm menn verðleggjá hattfjöður. Það er kostur að vera fljótur að fyrirgefa, en það getur verið hættulegt að vera of fljótur að gleyma. Við erurn stundum alll of gleymin. Það kom t. d. ber- lega fram í umræðunum um verðlagsmálin, að margir voru búnir að gleyma þeim verzlunarháttum, sem ríktu, þegar verðlag'eftirlitið var á. Við skulum því rifia það mál dálítið upp. Verðlagseftirlitið var neyðarráðstöfun, sem gripið var til á ófriðarárunum, til þess að halda dýrtíðinnj í skefjum. En þá var ekki aðeins kaup verzlunarstétb arinnar þvingað niður með ve.rðlagseftirliti, heldur var jafnframt kaup annarra stétta bundið. Sá galli varð þó fljótlega á þeim verðlagshömlum, að verðlags- eftirlitið var sett undir tvær stofnanir, aðra, sem átti að halda niðri verði á erlendum vörum, en hina, sem átti að tryggja framleiðendum fast verð fyrir afurð- irnar. Svo kom að því, að kaupgjaldið var leyst úr böndunum, og að lokum voru það einungis verzlunar- stéttin og iðnaðurinn, sem sátu eftir með verðlagseftir- irlit á þjónustu sinni, þ. e. a. s. bundið kaupgjald. Og þannig hélt það áfram að vera, þótt vísitalan hækkaði, dýrtíð yxi, og meira að segja þótt gengi krónunnar væri tvífellt. Það gefur aúgaleið, að verzlun og iðnaður bjuggu þá við annan og verri kost en aðrar stéttir á 126 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.