Frjáls verslun - 01.10.1951, Blaðsíða 5
EINAR ÁSMUNDSSON:
SMÁVEGIS UM HOLLAND OG HOLLENDINGA
I fyrri daga áttu Hollendingar og íslendingar ýms
samskipti. Hollendingar voru miklir sjófarendur en
verzlun fylgdi þá jafnan á eftir, enda ráku Hollend-
ingar um eitt skeið talsverða verzlun við Island.
Stundum var þessi verzlun algerlega ólögleg með því
að Danakonungur hafði bannað öllum nema Dönum
verzlun við landið, en allt um það mun verzlun þó
hafa verið talsvert mikil við Hollendinga víða við
strendur landsins. íslendingar fóru einnig s.tundum til
náms í Hollandi, og var einn af mestu framfararmönn-
um á 17. öld, Vísi-Gísli, lærður í hollenzkum háskóla.
En síðar lögðust öll skipti við Hollendinga niður.
Þeir sneru sér að nýlendum sínum í Kyrrahafi og hættu
að miklu leyti siglingum og verzlun norður á hóginn.
Það er svo ekki fyrr en á árunum eftir síðustu heiins-
styrjöld, að Hollendingar beina aftur verzlun sinni
til landa eins og íslands, en þá höfðu þeir glatað miklu
af sinni góðu aðstöðu í nýlendunum og j>ar voru nú
„uppreisnarmenn“, seztir að í þeim valdastólum, sem
hollenzkir landstjórar höfðu forðum setið. Kynni
Hollendinga og Islendinga hafa aukizt á ný og tals-
vert mikil verzlun átt sér stað milli landanna.
★
Mér gafst tækifæri til þess á síðastliðnu sumri að
dvelja nokkra daga í Hollandi og var það á margan
hátt fróðlegt. Vitaskuld getur stutt dvöl í landi aldrei
gefið nema tiltölulega yfirborðskennda hugmvnd um
landið, landsfólkið og búskap þess. Þó er það ætíð
svo, að sjón er sögu ríkari og gestsaugað er nokkuð
glöggt. Það er því unt að segja frá hinu og þessu, sem
fyrir augu og eyru hefur borið, til fróðleiks fyrii þá,
sem ekki hafa sjálfir lil landsins komið.
★
Þegar ég stóð inni í eiíiu stærsta verzlunarhúsinu
í Amsterdam, „Búnenkorf“ (Býflugnabú), íannst
mér það vera eins og smækkuð mynd af búskap
fólksins. — Holland er mjög lítið land, eða aðeins
13 þúsund enskar ferh. mílur, en íbúarnir um og yfir
10 milljónir. Þrengsli eru því óskapleg í landinu og
árlega sjá tugir þúsunda af landsins hörnum enga
aðra leið, en að kveðja fósturjörðina og leggja á sig
örðugt landnemalíf í fjarlægum heimsálfum. Eftir að
Iiollendingar misstu tök sín í Indónesíu hefur grund-
völlurinn undir búskap þeirra tekið miklum breyting-
um. Otflutningur fólks þangað er ekki með sama
hætti og áður, en mestu munar þó um j>au tök á verzl-
unar- og atvinnumálum Jæssara auðugu landa, sem
Hollendingar glötuðu skyndilega og á mjög tilfinnan-
legan hátt. Það er algengt að heyra Hollending segja
sem svo í dag: „Við vorum ríkir, en nú erum við orðn-
ir fátækir“. Helzt vilja J>eir sem minnst tala um at-
burðina í Indónesíu, og sérstaklega var ég var við, að
það var mjög viðkvæmt mál ef minnst var á hernað-
araðgerðir Hollendinga á hendur nýlenduhúum í þann
mund, sem þær voru að slíta tengdin við hina gömlu
yfirráðaþjóð. Þó er ekki svo að skilja sem nokkuð von-
leysi hafa gripið um sig. Hollendingar virðast vera
með afbrigðum starfsöm J>jóð og þeir, sem ekki fá stað
til að standa á, flytjast burtu til Suður-Ameríku eða
eitthvað annað, J>ar sem nýir möguleikar eru fyrir
hendi. En það er auðvitað fæstum skiljanlegt til hlýt-
Friðarhöllin í Haag.
FRJÁLS VERZLUN
129