Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1951, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.10.1951, Blaðsíða 8
SIGURJÓN PÉTURSSON: neclihtsson 40 ára ---------------------------- s Firmaö H. Benediktsson & Co. h.f. verSur 40 ára 29. nóvember n.k. — I tilefni þessa afmælis liefur ,.Frjáls verzlun“ fariS þess á leit viS Sigurjón Pétursson, forstjóra H.f. Rœsis, aS skrifa um þetta þekkta verzlunar- fyrirtœki í blaSiS, og varS liann góSfúslega viS þeirri beiSni. Er þelta glöggt og greinargott yfirlit yfir sögu og starfsemi firmans. Sigurjón er kunnur þcssum málum, þar sem hann er gamall starfsmaSur firmans, og þekkir sögu þess og þróun manna gleggst. — Ritstj. Byrjunarárin. Hallgrímur Benediktsson kemur til Reykjavíkur austan frá Dvergasteini við Seyðisfjörð haustið 1905, þá tvítugur að aldri. Sezt þá í hinn nýstofnaða Verzl- unarskóla íslands, en verður að hætta námi síðari hluta vetrar vegna féleysis. Nokkrum mánuðum síðar ræður hann sig til starfa á Pósthúsið hér og vinnur þar um rúmlega eins árs skeið. Um haustið 1907 hef- ur hann starf hjá Verzluninni Edinborg og starfar þar til þess tíma, að hann stofnar sína eigin heildverzlun, 29. nóvember 1911. Eru skrif tofur hans í Hótel Is- land, með inngangi frá Aðalstræti. Þar er hann til húsa þar til 14. maí 1914, að skrifstofurnar eru flutt- ar í hús Péturs Þ. J. Gunnarssonar, nr. 8B við Suður- Skrifstofur 1911—1914 (2 hæð vesturhlið) í Hótel Island. götu. Nýja húsnæðið er heil hæð með fjórum herbergj- um og var mánaðarleigan kr. 75.00, og þótti hún þá allhá. Þann 30. september 1916 festir svo Hallgrímur kau]> á húseigninni Thorvaldsensstræti 2, (áður gamli Kvennaskólinn, nú Sjálfstæðishúsið) og flylur hann sama daginn úr Suðurgötu 8 B með skrifstofur sínar á neðri hæð Thorvaldsensstrætis 2. Þar eru svo skrifstof- ur fyrirtækisins til húsa í rúmlega 26 ár, eða til 1. febr- úar 1943, að þær eru fluttar í Hamarshúsið. Þann 1. nóv. 1950 eru skrifstofurnar svo fluttar í eigið húsnæði á 2. hæð Hafnarhvols. í júní 1913 ræðst Hallgrímur A. Tulinius til Hall- gríms Benediktssonar og gerist fljótlega fulltrúi hans. Tulinius gerist svo meðeigandi Ilallgríms 1. janúar 1921, en fer úr firmanu þann 3. júní 1939 samkvæmt eigin ófk, þá vegna langvarandi veikinda. Var samstarf þeirra félaga ávallt mjög heilt og byggt á fullkominni vináttu. Þorlákur heitinn Björnsson ræðst til Hall- gríms frænda síns 1. júlí 1919. Gerist hann fulltrúi H. Benediktsson & Co. 1. jan. 1921. Starfaði hann hjá fyrirtækinu allt lil þess tíma, að hann lézt í janúar 1948 eða í 28l/2 ár. Eins og allir vita, sem þekktu Þorlák heitinn, þá var hann afburða gáfu- og starfsmaður. Virtur af öll- um hinum mörgu viðskiptavinum firmans og alveg sérstaklega vel látinn af öllu því marga starfsfólki, sem með honum vann. Það þarf í raun réttri ekki að taka það fram, að starf Þorláks heitins fyrir fvrirtæk- ið var ómetanlegt. 132 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.