Frjáls verslun - 01.10.1951, Blaðsíða 10
Vörugeymsluhús við TrygKvagöiu.
Ljósm.: Ól. K. Magnússon.
Eiríkur S. Bech starfar strax í up])hafi og um margra
ára skeið að framleiðslunni í Nóa, jafnframt því sein
hann er framkvæmdarstjóri fyrirtækisins. Gerist hann
svo einnig framkvæmdarstjóri hinna tveggja félag
anna, þegar verksmiðjur þessar hefja starf í nýbygg-
ingunni og hefur ætíð síðan veitt öllum fyrirtækjunum
forstöðu. Eiríkur átti mjög mikinn og góðan þátt í
stofnun allra þessara verksmiðja.
Síðasta verzlunar- og iðnaðarfyrirtækið, sem H.
Benediktsson & Co. stofnar til og sem firmað er að-
aleigandi í, er H.f. Ræsir. Er firmað stofnað 11. apríl
1942 og tók til starfa 1. marz 1943. Sigurjón Pétursson
hefur veitt fyrirtækinu forstöðu frá bvrjun, en áður
hafði hann starfað hjá H. Benediktssyni & Co í rúm-
lega 22 ár.
Áreiðanleiki og athafnafrelsi í fyrirrúmi.
Eins og sjá má af því, sem að framan er skráð, þá
hefur starfsemi H. Benediktsson & Co. að heita má frá
upphafi verið mjög umfangsmikil. Á styrjaldarárun-
um 1914—1918 varð fyrirtæki Hallgríms þegar eitt
mikilvirkasta heildsölufyrirtæki þessa lands. Þe:sari
forustu hefur firmað haldið óslitið til þessa tíma. —
Traust erlendra og innlendra viðskiptamanna fyrir-
tækisins hefur farið vaxandi ár frá ári. Hversu vel hef-
ur til tekizt, er að mínum dómi fyrst og fremst því að
þakka, að frá þeim fyr:ta degi, að Hallgrímur Bene-
diktsson stofnaði fyrirtæki sitt og allt til þessa tíma,
hafa allir hans mörgu viðskijitamenn skilvrðislaust
getað treyst loforðum hans, algerkga burt séð frá því,
hvort þau voru munnleg eða skrifleg. Annað höfuð-
atriðið tel ég vera, að allir þeir, sem nánast hafa unn-
ið með Hallgrími á liðnum 40 árum, hafa heíllast af
drengskaj) hans og áreiðanleik i öllum athöfnum. bæði
innan fyrirtækisins og utan þess. Einnig af þvi, hversu
fljótur hann hefur ávallt verið að rétta þeim hjálpar-
hönd, sem á hjálp hafa þurft að halda. Eitt er það enn,
sein ég tel að hafi haft mikil áhrif á vöxt fyrirtækis-
ins, en það er, að Hallgrímur Benediktsson hefur á-
vallt gefið sínum nánustu starfsmönnum fullkomið
frelsi til athafna og sýnt hverjum starf.manna sinna
fullkomið traust.
Allt þetta hefur orðið til þess, að starfsfólk Hall-
gríms 'hefur á öllum tímum haft sterka löngun til að
þjóna honum sem allra bezt og dyggilegast, og þar
með að auka hróður og velgengni fyrirtækisiiu, sem
mest það mátti. Sama skoðun starfsfólksins ríkti einnig
ávallt gagnvart Hallgrími A. Tulinius meðan hann
var meðeigandi Hallgríms Benediktssonar í fynrtæk-
inu.
Ýms trúnaðarstörf Hallgríms.
Vegna sívaxandi trausts, sem menn liafa fengið á
starfshæfni, réttsýni og orðheldni Hallgríms Bene-
ditssonar, þá liafa á liðnum árum hlaðist á hann marg-
vísleg trúnaðarstörf í þágu stéttar hans, ýmsra félaga
og Reyjavíkurbæjar. Hann átti sæti í stjórn Verzlunar-
ráðs Islands um 18 ára skeið, þar af var hann formað-
ur ráðsins í 15 ár. Hann hefur átt sæti í stjórn Eim-
skipafélags íslands h.f. frá 1921 og verið varafor-
maður Stjórnarinnar allt frá þeim tíma. Við fráfall
Eggerts heitins Claessen tók hann við stjórnarforust-
unni og var kosinn formaður stjórnarinnar á síðasta
aðalfundi félagsins. 1 stjórn Sjóvátrvggingarfélags
íslands h.f. hefur hann setið í 4 ár og í fram-
kvæmdanefnd Vinnuveitendasambands íslands allt frá
þeim tíma, að það félag var stofnað á árinu 1934.
Einnig var hann æðsti maður Oddfellowreglunnar
hér í 6 ár. í Bæjarstjórn Reykjavíkur átti hann sæti
árin 1926—1930 og svo aftur 1946 til dagsins í dag.
Á Alþingi sat hann árin 1945 til 1949 sem þriðji þing-
maður Reykvíkinga.
MeSalstarfsmannaaldurinn er hár hjá firmanu.
Eitt alriði, meðal margra annarra, er mjög áberandi í
starfsemi H. Benediktsson & Co. allt frá ujijihafi, sem sé
hversu langan tíma flestir starfsmenn, sem þangað hafa
134
FRJÁLS VERZLUN