Frjáls verslun - 01.10.1951, Blaðsíða 7
legu, sem gjört er af mannahöndum. Bæir á borð við
Delft og fleiri gamla smábæi með miðaldasvip eiga
trúlega fáa jafningja. Listaverk og listiðnaður Niður-
lendinga er svo þekkt, að ekki þarf að fiölyrða um, og
er það eitt fyrir sig nægilegt tilefni þess að sækja
landið heim. 011 umgengni Hollendinga, utan húss og
innan, ber vott um einstaka natni og snyrtimennsku
og fólkið sjálft er myndarlegt og býður af sér góðan
þokka.
★
Það vakti athygli mína að víðast hvar, sem ég fór,
voru útsölur í flestum búðunum, sem voru auglýstar
á mjög áberandi hátt. Ég s])urði hverju þetta sætti,
og fékk þá skýringu, að lengi undanfarið hefði verið
„verðstríð“ milli neytenda og verzlana. Almenningi
þótti verðlag of hátt og gekk út úr búðunum ún þess
að kaupa. Vörurnar söfnuðust saman, en loks brengdu
bankarnir um lánveitingar til verzlunarrekstursins og
kröfðust greiðslu á eldri skuldum, þannig að verzlan-
irnar neyddust til að „selja út“. Verðlag var því mjög
lágt á ýmsum varningi, miðað við það, sem við eigum
að venjast hér heima, og streymdi fólk í búðirnar til
að kaupa. Annars er kaupgeta sögð lítil meðal al-
mennings og Hollendingar liafa orð fyrir sparsemi.
Hollendingar búa við mikil ríki afskipti af flest öll-
um hlutum og þykir þeim, sem nokkurn rekstur hafa,
slíkt keyra úr hófi fram. „Ég trúi ekki að það sé verra
í Rússlandi“, sagði þekktur kaupsýslumaður við mig.
Gjaldeyrislöggjöf Hollands mun vera sú strangasta,
sem þekkist í Vestur-Evró])u og er þá langt gengið,
þegar jafnvel í'lendingum blöskrar allt ófrelsið. En
það er ekki ókunnugra manna að dæma slíkt, en það
leynir sér ekki, að mikil óánægja gerir vart við sig
út af þessum gagngerðu ríkisafskiptum, sem alls stað-
ar eru nálæg. Þessi haftastefna á vafalaust rót sína
að rekja til styrjaldarinnar og nýlendubyltingarinnar,
og er augljóst, að Hollendingar eiga á margan hátt
örðuga daga framundan.
★
Á þeim árum, sem Hollendingar stunduðu fiskveið-
ar við Island og duggur þeirra voru hér tíðir gestir,
orkti preslur einn í Borgarfirði þessa vísu:
Ef menn vildu Island,
eins með fara og Holland,
lield ég varla Holland
hálfu betra en ísland;
auðugt nóg er Island
af ýmsu er vantar Holland.
eða hví mun Holland
hjálpa sér við ísland?
LIr myndasafríL V.R.
XXXIV.
j ............... i
ÓLI J. ÓLASON
,,Þeir spara skóna, sem Iljúga''.
Hafi Holland ekki verið hálfu betra en ísland á
þeim tíma, sem Holland var í mestum blóma en Is-
land í mestri niðurlægingu, má geta nærri að bilið
hefur minnnkað og sízt er ástæða fyrir okkur að öf-
unda Hollendinga nú, ef ekki var efni til slíks í þá
daga. Það mun líka vera svo, að okkur mundi ekki
þykja breytt til batnaðar, þó við fengjum að búa
við kjör Hollendinga, enda hafa þeir nú gripið til
þess ráðs, að „hjálpa sér við ísland“, þegar aðrar stoð-
ir brugðust og leita annarra svipaðra bjargráða, sem
þeir litu ekki við á velmagtardögunum. Það verður
aldrei eins ljó-t fyrir íslendingum, eins og þegar þeir
ferðast meðal framandi þjóða, hve land þeirra sjálfra
er auðugt og að mörgu golt, en það væri efni i langt
mál og skal hér staðar numið.
FRJÁLS VERZLUN
131