Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1951, Blaðsíða 4

Frjáls verslun - 01.10.1951, Blaðsíða 4
til óheilbrigðra verzlunarhátta og óhæfilegrar álagn- ingar. Skulu leidd rök að þessu. í fyrsta lagi ber að hafa hugfast, að skýrsla verð- gæzlustjóra er ekki tæmandi heimild um innflutning til landsins, heldur takmarkað sýnishorn, sem varhuga- vert er að taka sem heildarmynd af verðlagningu inn- fluttra vara, sökum þess að athuganir þessar virðast öðru fremur hafa beinzt að vörum, sem fluttar eru inn fyrir bátagjaldeyri. En sé skýrslan þrátt fyrir þetta lögð til grundvallar kemur í ljós, að hin háa álagning er óalgeng á vörum, sem verið hafa á frílista um lengri tíma, en þeim mun tíðari á liinum svonefndu bátagjald- eyrisvörum. Þetta sannar, að á þeim vörum, sem verið hafa á frílista, birgðir hafa myndazt af í landinu og frjáls samkeppni er um, hefur myndazt frjál-t sam- keppnisverð með hóflegri álagningu. Með öðrum orð- um, frjáls verzlun hefur, þar sem hún hefur fengið að njóta sín, sannað kosti sína og tilverurétt. Öðru máli gegnir um bátagjaldeyrisvörurnar. Eins og 'bent var á í þessu blaði, þegar fyrirkomulag báta- gjaldeyrisins hófst, þá var, auk ýmissa annarra van- kanta á því kerfi, ein megin hættan, að magn þessa gjaldeyris væri of lítið, þannig, að eftirspurn eftir honum yrði meiri en framboð, og að þeir, sem fengju þennan gjaldeyri, myndu því ekki eiga í frjálsri sam- keppni, heldur myndaðist einokunarverð á þeim vör- um. Sú hefur og orðið raunin. Of háa verðið, einokun- arverðið, sem myndazt hefur á sumum vörum, sem fluttar hafa verið inn fyrir bátagjaldevri, er því ekki frjálsri verzlun að kenna, heldur einmitt tilkomið vegna þess, að frjáls verzlun hefur ekki átt kost að njóta sín á þessum vettvangi. Niðurstaðan verður því sú ein, að dæmin um of háu álagninguna sýna og sanna, að frjáls verzlun er æski- legasta verzlunarkerfið, sem tryggir hóflegt vöruverð, en okurhættan fylgir hverju öðru viðskiptakerfi, sem hindrar verkan lögmála hins frjálsa markaðai. Er landsverzlun leiðin? Því hefur verið haldið á lofti, að landsverzlun myndi leysa vandann í verzlunarmálunum og væri líkleg til iþess að tryggja hæfilega álagningu og hóflegt verðlag. Landsverzlunardraugurinn er svo löngu niðurkveðinn, að þarflítið er að eyða stórum kúlum á hann. Þó má til gamans benda á, að álagning ríkiseinkasalanr.a á tó- bak og áfengi mun yfirleitt skáka hæstu álagningar- dæmunum í skýrslu verðgæzlustjóra. F.f þessum eða öðrum land verzlunarspírum yrði falið að verzla með blúndur, niðursoðinn asparagus eða niðursoðna ávexti, er engin ástæða til þess að ætla, að ríkið teldi þær vör- Frá skemmtÍKarðinum Tivoli á verzlunarmannafrídaginn í suniar. Ljósm. Guðjón B. Jónsson. ur ekki jafn heppilegan tekjustofn og legði á þær með svipuðum hætti og aðrar einkasöluvörur. Að minnsta kosti verður þess ekki vart, að til óhæfuverka teljist, að ríkið leggi fjór- eða fimmfaldan söluskatt á ýmsar nauðsynjavörur, sem meiri áhrif hafa á lífsafkomu almennings. — Nei, landsverzlun er ekki leiðin; ef nokkuð er, þá mun hún trúlega enn fráleitari til úr- bóta en almennt verðlagseftirlit, svo ógæfulegt sem iþað hefur reynzt. Hvað má svo af þessu lœra? Þegar öllu er á botninn hvolft verður sá meginn lærdómur dreginn af undanförnum verðlagsumræðum, að frjáls verzlun hefur ekki brugðizt, heldur hafa lög- mál hennar áþreifanlega sannazt. Ólygin reynsla hefur og sannað, að hvorki verðlagseftirlil né landsverzlun munu færa verzlunarhætti í heilbrigt horf. Hinu má þó heldur ekki gleyma, að nokkrir kaup- sýclumenn virðast enn ekki hafa skilið, að tilvera verzl- unarstéttarinnar byggist á frjálsri verzlun og að frjáls verzlun kemst ekki á, nema verzlunarstéttin sjálf sanni ágæti hennar með hóflegu vöruverði og góðum varn- ingi; almenningur mun aldrei til lengdar líða annað verzlunarskipulag en það, sem tryggir þetta tvennt. Þeir, sem nú hafa gerzt brotlegir og misnotað einokun- araðstöðuna, æltu að láta sér þessar umræður að kenn- ingu verða, því ella verða þeir settir utangarðs í jijóð- félaginu, og verzlunarstéttin sem heild getur ekki stað- ið ábyrg að gerðum þeirra. 128 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.