Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1951, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.10.1951, Blaðsíða 24
Guido Bernhöjt stórkaup- maSur átti fimmtugsafmæli þann 16. júlí síðastliðinn. Hann hóf mjög ungur verzl- unarstörf, fyrst á skrifstofu Carls Proppé hér í bænum, en var síðan mörg ár hjá firmanu 0. Johnson 8/ Kaa- ber. í janúar 1929 stofnsetti hann ásamt frænda sínum, Ólafi H. Ólafssyni, firm- að H. Ólafsson & Bern- höft. Guido Bernhöft hefur gegnt trúnaðarstörfum fyr- ir stétt sína bæði hér heima og erlendis og ávallt notið fyllsta stiausts allra, er í hlut áttu, enda fyllilega verð- skuldað það. — Hann er mikill starfsmaður, léttur í lund, vinsæll og traustur vinur vina sinna. „Frjáls verzlun“ árnar Guido allra heilla. Jón Magnússon kaup- maður á Stokkseyri varð sextugur 9. sept. s.l. Hann er fæddur og uppalinn á Brú í Stokkseyrarhreppi, sonur Áftríðar Eiríksdótt- ur og Magnúsar Gunnars- sonar. Jón hóf verzlunar- rekstur á Stokksevri árið 1913 í félagi við föður sinn. Samfara verzlunar- rekstrinum, sem um skeið var allumfangsmikill og blómgvaðist vel, hefur Jón fengizt við búskap og út- gerð með miklum dugnaði og liinni beztu forsjá. Jón er maður orðheldinn og áreiðanlegur, greiðvikinn og drengur góður. Árnar blaðið honum allra heilla á þessum tíma- mótum. Óli J. Ólason stórkaup- maSur varð fimmtugur hinn 16. sept. s.l. Enginn skyldi trúa því, að Óli væri þetta gamall, því að hann er enn ungur í anda sem tvítugur væri. Óli er Snæfellingur að ætt, fæddur að Stakkhamri í Miklaholtshreppi. Hann er af góðu fólki kominn; faðir hans var mikill verk- maður og búhöldur góður, en móðirin þrautseig og hvers manns hugljúfi. Má því segja, að Óli hafi erft mannkosti foreldra sinna í rík- um mæli. Snemma fór þessi ungi Snæfellingur að heiman, því átthagarnir voru of þröngur rammi fyrir djarfhuga og atorkusaman ungling. Óli var um stund við nám í Flensborgarskóla, en settist síðan í Verzlunarskólann. Árið 1921 stofnretti hann ásamt bræðrum sínum fyrir- tækið Skóbúð Reykjavíkur, sem hann hefur rekið síð- an og á nú einn. I stríðsbyrjun gerðist Óli meðeigandi heildverzlunarinnar Th. Benjamínsson & Co., og árið 1944 varð hann einkaeigandi hennar. Óli er félagslyndur maður með afbrigðum, enda hefur honum verið trúað fyrir margvíslegum störfum, bæði innan verzlunarstéttarinnar og eins hjá þeim fé- lögum öðrum, sem hann hefur haft einhver afskipti Framh. á bls. 150. 148 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.