Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1952, Page 2

Frjáls verslun - 01.02.1952, Page 2
Skipan útflutningsmálanna ISluðið ráðgerir að flytja nokkrar greinar um þær stofnanir, sem með viðskiptamálin fara og á annan hátt eru í nánum tengslum við atvinnulíf þjóðarinnar. — Hefur Pétur Thor- steinsson, deildarstjóri viðskiptadeildar utanríkisráðuneytisins, orðið við þeirri beiðni blaðsins að skrifa grein, er lýsi núver- andi skipulagi útflutningsmálanna og starfsemi viðskiptadeild- a-r utanríkisráðuneytisins. — Fer hún hér á eftir. Frá því í byrjun síðus'tu heimsstyrjaldar hefur eng- ar vörur mátt flytja úr landi, nema leyfi íslenzkra stjórnvalda kæmi til. í september 1939 var skipuð sér- stök útflutningsnefnd til að hafa „á hendi eftirlit með sölu og útflutningi á öllum íslenzkum afurðum,“ en eftirlit með útflutningi erlendra vara hefur verið í stjórnarráðinu. Eftirlitið með útflutningi íslenzkra af- urða var síðar í höndum Viðskiplanefndarinnar, og frá því í maí 1943 í höndum Samninganefndar utanríkis- viðskipta. I þeirri nefnd áltu sæti 5 menn, og auk þess sat skrifstofustjóri utanríkisráðuneytisins fundi nefnd- arinnar. Sérstakur skrifstofustjóri annaðist dagleg störf hennar. En í september 1948 var Samninganefnd utanríkis- viðskipta lögð niður, og ofannefnt eftirlit með útflutn- ingi íslenzkra afurða falið viðskiptadeild utanríkis- ráðuneytisins. Æðsta vald að því er snertir útflutning- inn er að sjálfsögðu hjá þeim ráðherrum, sem fara með útflutningsmál samkvæmt forsetaúrskurði um starfa- skiptingu ráðherra. Atvinnumálaráðherra fer með mál, er varða útflutning íslenzkra afurða og annast við- skiptadeildin útflutningseftirlitið í umboði og undir yfirstjórn hans. Má nú engar íslenzkar afurðir bjóða til sölu á erlendum markaði, selja þær né flytja úr landi, nema viðskiptadeildin hafi veitt til þess leyfi. Hinsvegar veitir viðski]3tamálaráðuneytið leyfi til end- urútflutnings á erlendum vörum, og auk þess til út- flutnings á þeim íslenzkum vörum, öðrum en sýnis- hornum, sem ekkert endurgjald á að koma fvrir. Af- greiðslu leyfa vegna gjafasendinga úr landi hefur við- skiptamálaráðuneytið nú falið innflutnings- og gjald- eyrisdeild Fjárhagsráðs. Leyfi til útflutnings skipa veitir atvinnu og samgöngumálaráðuneytið. Núverandi skipulag úlflutningsmálanna byggist eink- um á lögum frá 12. febrúar 1940. Samkvæmt þeim er ríkisstjórninni „heimilt að ákveða, að engar vörur megi bjóða til sölu, selja til útlanda eða flytja úr landi, nema að fengnu leyfi hennar og með þeim skil- yrðum, er hún setur.“ Samkvæmt 3. gr. sömu laga er ríkisstjórninni „heimilt að ákveða, að engir megi hjóða til sölu, selja til útlanda eða flytja vörur úr landi aðr- ir en þeir, sem til þess hafa fengið sérstaka löggildingu ríkisstjórnarinnar.“ Samkvæml reglugerð frá 6. sept. 1948 á að skipa nefnd til ráðuneytis, „er fjalla skal um meiri háttar ákvarðanir í sambandi við afurðasölu. Nefndarmenn skal velja úr hópi aðila og samtaka, sem hafa með höndum framleiðslu og sölu íslenzkra afurða lil út- flutnings. Ennfremur skulu eiga sæti í nefndinni full- trúar þeirra banka, sem hafa löggildingu til að kaupa og selja erlendan gjaldeyri, og fulltrúar hlutaðeigandi ráðuneyta.“ Nefndin er ólaunuð. I henni eiga nú sæti fulltrúar frá atvinnumálaráðuneytinu, Landsbanka íslands, Sambandi ísl. samvinnufélaga, Síldarverksmiðjum ríkisins, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Sölusambandi ísl. fiskframleiðenda, Verzlunarráði íslands, Otvegsbanka íslands h.f., utanríkisráðuneytinu og viðskiptamálaráðuneytinu. Viðskiptadeild utanríkisráðuneytisins annast undir- húning viðskiptasamninga við önnur lönd ( í samráði 2 FRJÁLS VERZL4JN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.