Frjáls verslun - 01.02.1952, Side 4
samningsbundið magn einstakra vörutegunda til hlut-
aðeigandi lands. í sambandi við milliríkjasamninga
hefur ríkisstjórnin stundum orðið að skuldbinda sig
til að sjá um, að visst lágmarksmagn af ákveðnum
vörutegundum færi til hins samningslandsins og hef-
ur komið fyrir, að þurft hafi að takmarka veitingu úl-
flutningsleyfa fyrir þeirri vörutegund lil annarra landa
af þeim sökum. Að því er varðar jafnvirðiskaupasamn-
inga má segja, að þeir séu venjulega ekki framkvæman-
legir nema útflutningurinn til hutaðeigandi samningsr
landa sé háður leyfisveitingum á einhvern hátt.
Enda þótt ekki sé um viðskiptasamninga að ræða,
hefur stundum þurft að heita útflutningsleyfunum til
að beina viðskiptum til ákveðins lands eða frá ákveðn
um löndum af gjaldeyrisástæðum, annaðhvort vegna
mikillar þarfar á gjaldeyri viðkomandi lands eða til
að forðast að safna of miklum inneignum í ákveðnum
gjaldeyristegundum. En við stofnun Creiðslubandalags
Evrópu (EPU) hefur ástandið breytzt mjög í þessu
efni, þar eð nú er miklu auðveldara en áður að yfir-
færa gjaldeyri milli þátttökuríkjanna átján, en í hópi
þeirra og á dollarasvæðinu eru langflest af viðskipta-
löndum okkar. (I Greiðslubandalagi Evrópu eru Bret-
land, Vestur-Þýzkaland, Frakkland, Island, Danmörk,
Noregur, Svíþjóð, Sviss, írland, Portúgal, Ítalía, Hol-
land, Belgía Luxemburg, Trieste, Austurríki, Grikk-
land og Tyrkland). Sé fullnægt ákvæðum útflutnings-
yfirvaldanna um lágmarksverð, er nú nær aldrei neit-
að um útflutningsleyfi, Jjegar um er að ræða sölur
gegn gjaldeyri þeirra landa, sem eru í greiðslubanda-
laginu eða gegn greiðslu í dollurum. Hinsvegar kemur
fyrir, að útflutningsleyfi séu ekki veitt, þegar um er
að ræða einka-vöruskipti eða sölur gegn óyfirfæran-
legum gjaldeyri.
Má því segja, að meginreglan sé sú, að útflutningur
gegn EPU-gjaldeyri og dollaragreiðslu sé lrjáls að
öðru Ieyti en því, að ekki má selja undir })ví lágmarks-
verði, sem ákveðið er á hverjum tíma. Frá þessari
reglu er þó sú undantekning, að ríkisvaldið hefur um
alllangt skeið löggilt sérstakar stofnanir sem einkaút-
flytjendur að því er varðar tvær vörutegundir. Er hér
átt við saltfisk og saltsíld. Sölu saltfisksins annast sem
kunnugt er Sölusamband íslenzkra fiskframleiðenda,
og sölu saltsíldar annast síldarútvegsnefnd. Hafa lög-
gildingar þessar stuðzt við vilja yfirgnæfandi meiri-
hluta framleiðenda, enda mun reynslan af sölufyrir-
komulagi þessarra vara ekki hafa verið góð seinustu
árin, áður en núverandi skipulag var tekið upp. Auk
þess hafa nú saltfiskkaupmenn í sumum helztu mark-
aðslöndum gert með sér samtök, þannig að þar er
nú einungis um einn kaupanda að ræða.
Hvað snertir hraðfrystan fisk hefur ríkisvaldið einn-
ig nokkuð stuðlað að því, að útflutningur hans sé á
sem fæstum höndum. Er Jjetta einnig samkvæmt ósk-
um yfirgnæfandi meirihluta framleiðenda, en flest
hraðfrystihúsin hafa sem kunnugt er með sér samtök,
er nefnast Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Þau hrað-
frystihús, sem ekki eru í Sölumiðstöðinni, láta flest
Samband íslenzkra samvinnufélaga selja fisk sinn.
Á stríðsárunum og fyrstu árin eftir styrjöldina var
síldarlýsi og síldarmjöl yfirleitt selt með milliríkja-
samningum. Á því hefur ekki þurft að halda síðustu
árin, a. m. k. tvö síðustu árin. Hinsvegar hafa síldar-
verksmiðjurnar á Norðurlandi bæði árin gert sam-
komulag með sér um að selja vörur þessar í samein-
ingu og verðjafna þær.
Að frátöldum saltfiski, saltsíld og frystum fiski er
því útflutningur í raun og veru frjáls gegn greiðslu í
EPU-gjaldeyri eða dollurum. Að vísu verður að sækja
um útflutningsleyfi hverju sinni, en þau eru lang oft-
ast veitt viðstöðulaust, þegar selt er á lágmarksverði
eða yfir því. Þetta gildir t. d. um hrogn, söltuð, ísuð
og fryst, niðursuðuvörur, harðfisk, fiskimjöl (þorsk-,
karfa-, ufsa- o.s.frv.), síldarmjöl, síldarlýsi, karfa-
lýsi, þorskalýsi, hákarlslýsi, fiskroð, hvalafurðir, sölt-
uð þunnildi, gærur, önnur skinn og húðir, ull, garnir
og flestar aðrar útflutningsvörur landsins.
Hér að framan hefur verið lýst í stórum dráttum fyr-
irkomulagi útflutningseftirlitsins. Það gerir útflytj-
endum að sjálfsögðu nokkur óþægindi að þurfa að
sækja um leyfi í livert sinn, er þeir ætla að selja vörur
úr landi, en á hinn bóginn er þess að gæta, að þetta
kemur að verulegu leyti í veg fyrir hættuna á því, að
útflytjendur bjóði niður verðið hver fyrir öðrum. Auk
J)ess má telja þægindaauka, að geta hvenær sem er
hringt til stjórnarráðsins og fengið Jrar uj)])lýsingar
um markaðsverð. Kostnaður við útflutningseftirlitið
getur ekki talizt mikill. Það hafa undanfarið annazt
tveir embættismenn, sem jafnframt gegna öðrum störf-
um í utanríkisráðuneytinu. Annar kostnaður er aðal-
lega símskeytakostnaður og greiðslur til löggilts end-
urskoðanda. Til greiðslu á kostnaðinum við útflutn-
ingseftirlitið er innheimt 1%0 af upphæð hvers útflutn-
ingsleyfis. Þá innheimtu annast tollstjórinn í Reykja-
vík og lögreglustjórar ú'ti á landi, jafnframt innheimtu
annarra úlflutningsgjalda. Fé ]>að, sem inn kemur á
þennan hátt, fer nú talsvert fram úr raunverulegum
kostnaði við eftirlitið.
Auk útflutningseftirlitsins annast ulanríkisþjónust-
an, eins og að framan er getið, ýmsar fyrirgreiðslur
Framhald á bls. 24.
4
FRJÁLS VERZLtJN