Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1952, Side 6

Frjáls verslun - 01.02.1952, Side 6
Dr. EINAR ARNÓRSSON: PYNDINGAR ANDSTÆÐAR ÍSLENZKUM LÖGUM Fyrir jólin sfðustu kom út bókin ,,Sjö dauðasyndir“ e!tir Guðbrand Jónsson prófessor.---Dr. Einar Arn- órsson fyrrv. hæstaréttardómari hefur skrifað eftirfarandi íírein um bókina og mál þau, sem hún fjallar um. Meðal íslendinga hafa vafalaust verið nokkrir menn og nokkrar konur, sem beinlínis mætti kalla „heilaga“. Og á ég ekki þar með við þá tvo katólsku biskupa, sem kirkjan og almenningur setti þennan stimpil á um 1200, né við þriðja biskupinrt, sem kirkjan að vísu hefur ekki stimplað, en almenningur hefur lengi talið helgan mann, heldur við menn og konur, sem lítið hef- ur borið á, en vandað hafa svo allt dagfar sitt, að þeir hafa aldrei öfugt orð mælt til nokkurs manns, hafa líknað og hjál|)að, hvar sem þörf var og þeir máttu, hafa hvarvetna sýnt trúnað og hreinleik hug- arins í öllum skiptum sínum við aðra menn. Einn slíkan mann þekkti ég í uppvexti mínum og nokkrar konur, sem að minnsta kosti nálguðust mjög slíkan heilagleik. Frá hugsun um beztu mennina verður huganum skjótt reikað til andstæðna þeirra. Eg hef líka kvnnzt mönnum og konum, sem aldrei virtust hugsa um ann- að en sjálfa sig, menn, sem ekki mundu hafa látið sér fyrir brjósti brenna að leita yfir lík annarra manna að marki i-ínu, ef þeir hefðu ekki óttast, að athafnir þeirra kæmust upp, og réttvísi þessa lífs festi greij)ar á þeim. Slíkir menn verða víst sjaldan oj)inberir glæpamenn, því að veraldarhyggja þeirra ver þá að því leyti. Þeir ganga „ekki glæj)aveg, en götuna með fram honum“. En svo koma fáráðlingarnir, sem haldn- ir eru sömu göllunum sem hinir, en þar skilur, að fáráðlingarnir gera sér annað hvort ckki grein fyrir líklegum afleiðingum af missligum sínum eða sið- ferðilegir hemlar þeirra eru svo slakir. að þeir verka alls ekki gegn ástríðum þeirra. Þessir menn gerast glæj)amenn og ala margir mikinn hluta ævi sinnar í fangelsum, þar sem þeir eru þá ekki blátt áfram sviptir lífi í refsiskyni og öðrum lil viðvörunar. Vitan- lega má bollaleggja margt um þessa brjóstumkenn- anlegu menn. Það má afsaka breytni þeirra með því að glæpahneigð þeirra stafi af erfðum, illu uppeldi, fátækt, sem þjóðfélaginu er þá kemvt um, að nokkru með röngu, en að nokkru með réttu. En eitt er víst, að meiri hlutur manna gerist aldrei sekur við refsilög, þrátt fyrir fátækt og aðrar erfiðar aðstæður. Og hvern- ig sem þessu er varið, þá verður hvert þjóðfélag að umgirða sig refsilögum og halda ujvjvi framkvæmd þeirra eftir föngum. Hitt er annað mál, að refsilög kunna að setja girðinguna of þriinga eða of víða, og framkvæmd refsilaga, löggæzlan og refsingarnar, kann að vera óhæfileg. Guðbrandur prófessor Jónsson hefur tekið 'til með- ferðar í riti sínu sakamál sjö, sem nokkrir vesalingar þeirra, sem síðast var getið, voru riðnir við. í hinum miklu þjóðlöndum Englandi, Frakklandi og Þýzka- landi liafa hinir færustu menn fyrr og síðar gert slík- um málum mikil og góð skil. Ilekur höfundur J>að mál í fróðlegum formála, enda minnist hann þeirra grein- argerða, sem hér á Iandi hafa gerðar verið um nokkur slík mál, en þar rakna ég þó ritgerðar Klemenz Jóns- sonar um morðtilraun Gríms Ólafssonar á Páli Brekk- mann og konu hans, sem birtist í I. bindi Blöndu, og greinargerðar Guðna Jónssonar í „Skírni“ um Árbæj- armorðið, snemnia á 18. öld. Rit sitt nefnir höfundur „Sjö dauðasyndir", af því að sakir þær, sem bornar voru á sökunauta, voru allar svo vaxnar, að dauða- refsing lá við, ef þeir reyndust sannir að sök. Fyrsta ritgeÆn er málif) eftir Appolloníu Schwarts- kopf, um atburð, sem talinn var hafa gerzt á Bessastöð- um laust eftir 1720. Lék sterkur grunur á })ví, að stúlku þessari liefði verið komið fyrir með eitri, og grunur beindist gegn mæðgum tveimur, ráðskonu Fuhrmanns amtmanns og dóttur hennar, og jafnvel gegn amtmanni sjálfum um vitorð, með því að amfc- maður, sem dæmt hafði verið að eiga stúlkuna eða greiða henni að öðrum kosti fjárfúlgu mikla árlega, mátti hafa eigi lítinn hag af láti hennar. Rekur höf. samkvæmt þeim heimildum, sem til eru, greinilega tildrög að málinu og gang þess. Kernst höfundur að þeirri „áreiðanlegri hugsunarvissu,“ að stúlkan hafi verið drepin á eitri af ráðskonu amtmanns, enda þótt hann játi, að lögfull sönnun hafi ekki fengizt um það. Er í rauninni naumast hægt að efa ])að, að stúlkan hafi verið drepin á eitri, þó að ekki hafi fengizt næg 6 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.