Frjáls verslun - 01.02.1952, Síða 11
Carl Olsen
Fritz Natlian
John Feiiffer
eignir. Til merkis um hvernig tíðarandinn var þá má
geta þess, að firmað leitaði alls ekki fyrir sér um
bankalán, heldur varð að byggja á eigin dugnaði og
hagsýni. Menn byrjuðu í þá daga ekki á að fara í bank-
ann, þótt hafizt væri handa um einhverja starfsemi.
Viðskiptaveltan með innfluttar vörur varð tvöfallt
meiri 1912 heldur en árið áður, og firmað byrjaði þá
— í smáum stíl — að flytja út íslenzkar afurðir, en
sú starfsemi firmans átli síðar eftir að aukast til
stórra muna.
Mi'kið var um ferðalög fynstu árin, ýmist til útlanda
til þess að útvega ný sambönd, eða kringum landið til
þess að ná í nýja viðskiptamenn.
Verzlunin jókst jafnt og þétt og brátt varð húsnæðið
í Hafnarstræti of lítið. Firmað lók þá á leigu tvær
efri hæðir húseignarinnar Auslurstræti 9, hús Egils
Jocobsen, og þangað var flutt í aprílmánuði 1914.
Fyrsta dag júnímánaðar 1914 gekk nýr félagi inn í
firmað. Var það John Fenger. Hugmyndin var þá að
leggja meiri áherzlu á útflutningsstarfsemi firmans en
áður hafði verið. Kvíarnar voru færðar út jafnt og
þétt, og þegar hér var komið sögunni, var búið að sigr-
ast á byrjunarörðugleikunum, og fyrirtækið hafði
sannað tilverurétt sinn.
Lagt inn á nýjar brautir.
Mikið umrót komst á alla verzlun og viðskipti í
fyrri heimsstyrjöldinni, og neyddi firmað inn á nýjar
brautir. Otflutningurinn jókst til muna, en æ erfiðara
var að útvega innfluttar nauðsynjavörur. Varð því að
kau])a þær livenær sem tök voru á að ná í þær, en af
því leiddi að óhjákvæmilega varð að hafa fyrirliggj-
andi birgðir af velflestum innflutningsvörum. Þessar
ástæður réðu nokkru um, að firmað tók gufœkip á
leigu vorið 1915 og notaði það til flutninga í þágu
firmans, m.a. til þess að flytja nauðsynjavörur til
hafna úti á landi.
Árið eftir eignaðist firmað sitt eigið skip, .,mótor-
kútterinn“ Harry, og var það í millilandasiglingum,
svo og strandferðum, því natr eingöngu fyrir firmað
sjálft. Einnig keypti firmað annan bát, sem það gerði
út til síldveiða í tvö ár, en seldi síðan. Ríkti mikitl
stórhugur í þessum skipakaupum fyrirtækisins, og er
dæmi um það, hversu umfangsmikil starfsemi þess var.
Blika á Iofti, en stórhugur sigrar.
I eldsvoðanum mikla hér í Reykjavík, 25. apríl 1915,
brann húsið við Austurstræti 9 til kaldra kola og ger-
eyðilagðist þá hvert tangur og tetur í skrifstofum
firmáns. Eftir brunann fékk firmað inni í Veltusundi
1, eða þar til 14, maí 1916, að það keypti húseignina
,,Godthaab“ og flutti isig þangað í gömlu skrifstofu-
bygginguna. Árin 1916—17 lét firmað reisa stór-
hýsi það við Austurstræti 16, þar sem Reykjavíkur
A])ótek og bæjarskrifstofurnar eru nú til húsa. Firm-
að flutti í þetta nýja húsnæði 15. september 1917 og
þar voru heimkynni þess fram til ársins 1928, að það
flutti í núverandi húsnæði við Vesturgötu 2. Það hús
var hið svokallaða bryggjuhús Brydesverzlunar, en
A árunnm 1916—17 lét Natlian & Olsen reisa stórhýsið við
Austurstræti 16.
FRJÁLS VERZLUN
11