Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1952, Qupperneq 12

Frjáls verslun - 01.02.1952, Qupperneq 12
Útibú firmans á lsafirði. vörum til verzlunarinnar var jafnan áður skipað upp í fjöruna fyrir neðan það og síðan beint inn í húsið, því að þá voru engin hafnarmannvirki komin í Reykja- vík. Þurfti að breyta húsinu töluvert, áður en það varð nothæft fyrir skrifstofur og vörugeymslur. Stórhýsið við Austurstræti sýndi stórhug þeirra fé- laga, og voru skrifstofur allar með nýtízku sniði og Iangt á undan því sem þá gerðist hér almennt. Komu þeir m.a. upp rafstöð, þeirri fyrstu í Reykjavík, sem framleiddi rafmagn fyrir byggingar fyrirtækisins, auk þess sem hún lýsti upp mikinn hluta af miðbænum, eða þar til rafstöðin við Elliðaár tók til starfa. Skipast veður í lofti. En erfiðleikar eftirstríðsáranna fóru í hönd. Árið 1924 varð firmað að selja húseignina við Austurstræti til að grynna á skuldum. Árin 1920—23 voru miklir- erfiðleikar fyrir alla verzlun og raunar alla atvinnu- starfsemi. Fyrst kom gengisbreytingin, og síðar reið gengisfallið yfir. Voru þetta dökkir dagar fyrir inarga, ekki sízt kaupsýslumenn, og urðu margir gjaídbrota á þeim árum. Verðsveiflur voru miklar á heimsmark- aðinum árin eftir fyrri styrjöldina, og má sem dæmi nefna eftirfarandi. 1 desember 1920 keypli firmað 50 sekki af hrísgrjónum og kostaði sekkuririn kr. 180,00 Með fyrsta ökipi í janúar komu svo hrísgrjón aftur og kostaði sékkurinn þá helmingi minna, eða kr. 90.00. Varð firmað því að lækka verðið á þeim sekkjum, sem þá voru óseldir, en þeir voru tuttugu að tölu. Græddi firmað kr. 900.00 á fyrstu 30 sekkjunum, serr það seldi, en tapaði kr. 1.800,00 á næstu 20 sekkjum. Togarafélögin urðu mörg gjaldþrota á þessum ár- um. Stofnun nýrra útibúa. Fyrirtækið hefur, allt frá því er það tók til starfa, haft mikil viðskipti við hina ýmsu kaupstaði og hafn- ir kringum land. Þau viðskipti urðu til þess, að nauð- synlegt var að setja upp útibú á nokkrum stöðum úti á landi. Vorið 1913 var útibúið á Akureyri stofnað, og haustið 1915 var sett á stofn útibú á Seyðisfirði. Á ísafirði var komið á fót stóru útibúi 1918, en firm- að hafði keypt miklar eignir þar á staðnum. Tangs- verzlun, en svo voru eignir þessar kallaðar manna á meðal, var seld bænum 1924, en firmað hafði aðset- ur þar fram til 1934, og rak mikla fiskverkun öll árin, samfara verzluninni. Lét firmað skip sín sigla beint á þessa staði meðan hægt var fyrir innflutningshömlum. Vorið 1916 var komið á fót skrifstofu í Kaupmarna- höfn og stóð fyrir henni einn af eigendum firmans, Fritz Nathan. Áherzla lögð d útflutningsstarfsemina. Eins og áður er getið, lagði firmað strax mikla á- herzlu á útflutningsstarfsemina (1912), og varð sú starfsemi ekki minni en innflutningsverzlunin. Stór fiskútflytjandi var firmað í mörg ár, eða meðan engar hömlur voru á þeim viðskiptum. Þeir keyptu einnig ull, gærur og aðrar framleiðsluvörur landsmanna og seldu úr landi, allt fram að síðari heimsstyrjöldinni. Frá öndverðu hefur það verið mjög stór aðili í inn- flutningi alls konar nauðsynjavarnings. svo sem korn- vöru og matvæli, svo að eitthvað sé nefnt, og haft víð- tæk verzlunarsambönd um land allt. Firmað hefur viðskiptasambönd um svo að segja allan heim í vel- flestum vörutegundum, og hefur það ekki sízt komið sér vel í öllu því umróti, sem verzlun landsmanna hef- ur lent í síðan hún fluttist inn í landið. Nauðsynlegt að menn séu frjdlsir til athafna. í styrjöldunum báðum varð að beina viðskiptum Vörngeymslnhús Nathnn & Olsen er stúö á 16B heirri, har sem Hótel Borg: er nú. 12 FRJÁLSVERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.