Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1952, Qupperneq 15

Frjáls verslun - 01.02.1952, Qupperneq 15
rifjast allt upp fyrir mér, er Sigurður Þorsteinsson varð sjötugur nú í ársbyrjun. Fyrir 70 árum voru íbúar Reykjavíkur um 3000 talsins. Árið 1882 fæddust 109 börn hér í bæ, en mörg þeirra dóu í hinni skæðu mislingasótt, sem þá lagði svo margt fólk að velli. Fyrsta barn ársins 1882 hér í bæ fæddist 7. janúar og var skírt 5. febrúar. Hlaut barn þetta nafnið Gestur Sigurður. Kom brátt í Ijós, að sveinn þessi var hraust- menni mikið, sem lifði og lifir enn. Er auðséð á Sig- urði, að hann er af sterkum stofni. Ég hef þekkt þennan elskulega vin minn og frænda um áratugi, verið honum vel kunnugur um 60 ára skeið. Erum við fermingarbræður, vorum fermdir hér í Dóm- kirkjunni 17. maí 1896, sunnudaginn næstan fyrir hvítasunnu. Ég isé hópinn fyrir mér, mörg barnanna eru farin héðan, en nokkur eru á lífi. Man ég vel þennan sunnudag og sé í huga mínum, hvar Olafur Þorsteinsson, læknir, situr efstur, næst kórþrepunum. Fermdir voru 19 drengir og 21 stúlka, 40 börn. Þetta var einasta ferming ársins. Berum þetta saman við árið 1952. Það hlaut að vekja eftirtekt, að meðal þessara ungl- inga var einn þegar orðinn svo frægur, að hann til- heyrði verzlunarstétt bæjarins, og hafði byrjað starf við Thomsens verzlun 1894. Snemma ævinnar hlýddi Iiann kallinu, er honum var starfið falið og fvrir hon- um brýnt að láta hendur standa fram úr ermum og lelja það sjálfsagt, að vinnudagurinn væri langur, og jafnsjálfsagt að vinna skyldi störfin með kapþi, lífs- fjöri og gleði. Margir eru þeir, sem muna eftir Sigurði hjá Thom- sen, en þar var hann í 16 ár; var þar í hollum skóla hlýðninnar, trúmennsku og skyldurækni, og varð kunn- ur að dugnaði, lipurð og ismekkvísi. Þó að Sigurður á langri leið hafi skipt um verustaði, og hafi bæði verið Sigurður hjá Thomsen og um fjöldamörg ár Sigurður hjá Zimsen, þá hefur hann alltaf verið liinn sami Sig- urður, tryggðatröll. ötull, skyldurækinn, hispurslaus og viðmót hans allt Ijúfmannlegt, eins og góðum dreng sæmir. Um tveggja ára bil var liann við verzlun I.P.T. Bryde, eitt ár var hann hjá Pétri J. Thorsteins- son en frá 1913 til þessa dags hefur hann starfað við verzlun Jes Ziem|=ens og stjórnar nú skrifstofunni þar með stakri elju og prýði. Er litið er á þá staði, þar sem starf Sigurðar hefur verið af hendi leyst, má með sanni segja, að hann hljóti að kannast vel við Ilafnar- stræti. Eins og samboðið er þeim, sem verzlunarstörf hafa á hendi, hefur Sigurður kevpt hinn hentuga tíma og hefur notað hann vel. Með lífi og sál, brennandi áhuga og starfsgleði, hef- ur hann unnið fagurt dagsverk. Starfið hefur ávallt sameinast lífsþrótti og hressandi gleði. Málefni stéttarinnar hafa ávallt verið honum hug- leikin áhugamál. Þessvegna hefur hann um meir en hálfrar aldar skeið verið í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur og í Styrktar- og sjúkrasjóði verzlunar- manna frá 1899. í öllu starfi sínu hefur Sigurður sýnt, að honum er annt um heiður stéttarinnar, og að hann ávallt hefur viljað heill og velgengni þeirra, sem hann hefur starf- að hjá. Trúr köllun sinni hefur hann einnig reynzt tryggur og sannur vinur, glaðst yfir vináttu annarra og vakið sól og sumardag öðrum lii heilla. Það hefur ávallt verið öruggl og óhætt að fela Sig- urði starfið, því að það var í höndum þess manns, sem vakti yfir því, sem honum var trúað fyrir. Mörgum starfsdögum hefur hann fagnað og gengið föstum skrefum til starfsstaðarins. En hvaðan kom hann þangað? Að heiman kom hann. Þar átti hann sólskinsblett, fagurt og indællt heimili. Ég man sameiginlega hátíð, er við vorum 14 ára. En 10 árum síðar var fögur hátíð haldin, er maí-sólin varpaði geislum sínum á lífsbraut elskandi hjóna. Sigurði var góð gjöf gefin, þar sem var hin ágæta kona hans, frú Amalía, dóttir Sigurðar Jónssonar fangavarðar. Brúðhjón frá rausnarheimilum gengu inn á eigið heimili 19. maí 1906. Elskuleg, þrekmikil kona hans stjórnaði heimilinu um leið og hún starfaði að velferðarmálum í Good- lemplarareglunni og í K.F.U.K.; en þar var hún í stjórn og beitti kröftum sínum til blessunar uppvax- andi kynslóð. Konu sína missti Sigurður i desember 1948. Höfðu þau í 42 ár glaðst á heimili, vakað yfir ástkærum börn- um og þannig lagt traustan grundvöll að gæfuríkri framtíð þeirra. Minning konu hans fyrnist ekki, og þegar gengið er að leiði göfugra konu, búa í hjartanu þakklátar minn- ingar um starf og fórn. Þessar minningar geymast hjá manni hennar og börnum, en þau eru: Frú Kristín, hér í bæ, Sverrir lyfjafræðingur í Reykjavík og frú Þuríður Ragna. sem búsett er í Danmörku. Það er eðlilegt að minnast Sigurðar á þessum tíma- mótum ævi hans hér í þessu rili, því að það ber öll- um saman um, sem til þekkja, að hann er prýði stétt- ar sinnar, og þar sem Sigurður er, má líta þann mann, sem um langt skeið hefur sett svi]> á verzlunarstarf bæjarins. FRJÁLSVERZLUN 15

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.