Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1952, Qupperneq 17

Frjáls verslun - 01.02.1952, Qupperneq 17
Brautryðjendur Stóriðjunnar: Dr. Anton F. Philips Um svipað leyti og Verzlunarmannafélag Reykja- víkur hélt hátíðlegt 60 ára afmæli sitt á s.l. ári var hafinn í borginni Eindhoven í Hollandi mikill undir- búningur í tilefni annars merkis afmælis. Þar hafði verið sett á stofn verksmiðja árið 1891, sem framleiða skyldi glóðarlampa, og nú 60 árum síðar álti að minn- ast þessara tímamóta á tilhlýðilegan liátt. Segja má, að ástæða hafi verið til fagnaðar við þetta tækifæri og líta um öxl og gleðjast yfir unnum sigrum og stór- stígum framförum. Þetta hollenzka fyrirtæki, sem vax- ið hafði svo ört upp úr öllum fötum, að' slík voru fá dæmi, var nú þekkt um allan hinn siðmcnntaða heim. Philips verksmiðjurnar áttu óvenju glæsilegan starfs- feril að baki sér á þessum tímamótum. Ungur verzlunarmaður. Rafmagn til lýsingar var lítið þekkt fyrirbrigöi á síðasta tugi 19. aldarinnar og af flestum álitið hið mesta undur. Það hefur því þurft djarfhuga menn til að byggja upp iðnað, sem svo nátengdur var rafmagn- inu. Gerard Philips var verkfræðingur að menntun. Árið 1891 hafði hann byrjað framleiðslu glóðarlampa í Einhoven með nokkru lánsfé frá föður sínum. Enda þótt framleiðslan gengi sæmilega til að byrja með, þá var það eitt út af fyrir sig ekki nóg. Eampana varð að selja til að halda fyrirtækinu gangandi, en stofnféð var á þrotum. Þá var það sem Anton Frede- rik, bróðir Gerards kom inn í spilið. Hann var aðeins tvítugur að aldri, hafði gengið á verzlunarskóla í Hollandi og þegar fengið orð á sig fyrir að vera slung- inn fjármálamaður. Þótt ungur væri, hafði hann unnið við verðbréfaverzlun, bæði í Amsterdam og London. Nú ákvað faðir þeirra bræðranna, að Anton skyldi koma heim frá Englandi og snúa sér að verzlunarhlið glóðarlampaverksmiðjunnar í Eindhoven. Ekki líkaði Antoni þessi ráðagerð. Ákvað hann, að starfa aöeins til bráðabirgða við verksmiðjuna og snúa við svo búiö aftur til London og lialda áfram við það starf, sem hann skildi við. Samkeppni í fullu bróðemi. I ársbyrjun 1894 tók Anton Philips við hinu nýja starfi í Eindhoven. Þrátt fyrir mikla byrjunarörðug- leika virtist fyrirtækið taka skjótum stakkarskiptum til hins betra eftir að starfskraftar hans fóru að njóta sín. Þrautseigja, dugnaður, ástundun og miklir söluhæfi- leikar ollu því, að framleiðslan seldist ótrúlega ört. Anton sannfærði viðskiptavinina um það, að notagildi það, er gasið hafði haft til lýsingar, færi minnkandi og rafmagnið myndi ryðja sér til rúms sem staðgengill þess og auka þægindi almennings. Gerard gat nú líka helgað starfskrafta sína því, sem honum var kærast: tilraunum til endurbóta og nýjungar á sviði framleiðsl- unnar. Þetta jók á samkeppni milli bræðranna, sem átti eftir að skapa þann grundvöll, sem Philips verk- smiðjurnar eru byggðar á í dag. Gerard reyndi að fram- leiða meira en Anlon bróðir hans gat selt; Anton reyndi á hinn bóginn að selja meira en Gerard gat mögulega framleitt. iFramleiðslan jókst stöðugt og salan fylgdi á eftir. í árslok 1895, eða fimm árum eftir að verksmiðjan tók til starfa, sýndi hún í fyrsta skipli ofurlítinn ágóða. Þegar faðir Jteirra bræðra lézt árið 1899, var hann búinn að fá endurgreiddan hvern einasta eyri, sem hann hafði lánað fyrirtækinu í byrjun. Þá hafði framleiðslan á glóðarlömpum numið um 50 þúsund stykkjum árið 1894, en þremur árum seinna var hún komin upp í 630 þúsund. Sölumaður leggur Iand undir fót. Heimamarkaðurinn fyrir sölu á framleiðslu Philips verksmiðjunnar var nú brátt of Jrröngur. Holland er FRJÁLSVERZLUN 17

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.