Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1952, Page 26

Frjáls verslun - 01.02.1952, Page 26
Gunnþórunn I. Hnlldórs- dóttir kaupkona varð áll- ræð 9. janúar s.l. Hún er fædd hér í Reykjavík ár- ið 1872. Flestir landsmenn kannast við hana sem Gunn- þórunni leikkonu, því að gyðju leiklistarinnar hefur hún þjónað í meira en hálfa öld. og framar öðrum hef- ur hún verið ieikkonn Reyk- víkinga öll þessi ár. Gunnþórunn stofnsetti vefnaðarvöruverzlun hér í ba) árið 1906 í félagi við Guðrúnu Jónasson. og hafa þær starfrækl verzlunina saman síðan. Er verzlunin nú til húsa í Eimskipafé- lagshúsinu. Hefur hún ávallt verið rekin með miklum myndarbrag og dugnaði. Blaðið árnar henni allra heilla með þetta merkis- afmæli. Sigurjón Jónsson verzlun- arstjóri átli 75 ára afmadi 19. janúar s.E Hann er Ár- nesingur að ætterni, fæddur að Stóra-Ármóti í Flóa. Ungur að árum réðst hann í þjónustu verzlunar Geirs Zoéga, en hún er ein elzta starfandi verzlun landsins. Hann hefur nú veitt þeirri verzlun forstöðu um 35 ára skeið og rekið fyrirtækið með árvekni og dugnaði. Sigurjón hefur tekið virkan þátt í félagsmálum kaupsýslumanna hér í bæ og verið falin trúnaðarstörf í þágu stéttarinnar. Þvkir hann alls staðar hinn trausti og ábyggilegi félagi. sem allir bera traust til að verð- leikum. „Frjáls verzlun“ árnar honum allra heilla á þessum tímamótum. Guörún Jónasson kaup- lcona átti 75 ára afmæli 8. febrúar s.l. Hún er fa’dd að Felli í Biskupstungum árið 1877. Hún fluttist til Vest- urheims með foreldrum sínum 1888 og dvaldist þar til 1904. Það ár kom hún aftur lieim til íslands. Eftir heimkomuna setti hún á stofn verzlun, árið 1906, í í félagi við Gunnþórunni Halldórsdóttur, og hafa þær stöllur því starfrækt verzlunina saman í nærfellt hálfa öld. Hefur farið saman í þessum atvinnurekstri dugn- aður og áreiðanleiki í starfi og heiðarleiki í (illum við- skiptum. Guðrún hefur einnig tekið virkan þátt, og hann ekki óverulegan, í útgerð og landbúnaði. Guðrún Jónasson er fyrir löngu orðin landskunn fyr- ir afskipti sín af margskonar mannúðarmálum og öðrum félagsmálum. Hún gekkst ásamt fleiri konum fyrir stofnun kvennadeildar Slysavarnarfélags Islands hér í bæ fyrir tæ|)um 23 árum. Hefur hún verið formaður þess félagsskaj)ar frá öndverðu og fram á þennan dag. í bæjarstjórn Reykjavikur hefur hún átt sæti síðan 1928, fyrst sem aðalfulltrúi til 1946, en síðan sem varabæj- arfulltrúi. Væri of langl mál hér að telja upp þau félög og mál- efni, sem hún hefur lagt lið um dagana, en þau eru orðin mörg. Árnar „Frjáls verzlun“ henni allra heilla með af- mælið. 26 FRJÁLSVERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.