Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1952, Side 6

Frjáls verslun - 01.06.1952, Side 6
Hvert skal halda ! Sumarleyfin eru nú að komast í algleyming. Þús- undum saman hópast fólk í ferðalög um allan heim, fólk úr öllum stéttum, og á öllum aldri, sem stefnir venjulega að eina og sama marki: að losa sig úr viðj- um hversdagsleikans. Menn eru yfirleitt búnir þeim eiginleikum að hafa ánægju af því að ferðast; kynnast nýju umhverfi og forvitnast um hagi þeirra er fjær búa. Við íslendingar ferðumst mikið; sennilega eig- um við heimsmet í því eins og svo mörgu öðru — miðað við íbúafjölda. Gamla Frón fullnægir ekki leng- ur ferðaþrá okkar, því að eftir að við komumst inn á alþjóðabraut þykir jafn sjálfsagt að skreppa til Hafn- ar eða Parísar nú og það þótti fyrir nokkrum árum að heimsækja Akureyri. Við höfum eignast glæsilega far- kosti, sem á skömmum tíma geta flutt okkur til fjar- lægra landa, þannig að okkur er nú kleift að eyða sumarleyfinu meðal annarra þjóða, ef efni og ástæð- ur leyfa. Straumurinn til Evrópu. Allar líkur benda lil þess, að fleiri ferðamenn leggi land undir fót á þessu sumri en nokkru sinni fyrr. Sér- slaklega á þetta þó við um Bandaríkjamenn, en búist er við að tala þeirra, er heimsækja Evrópu á þessu ári, verði allt að 400,000. Upphæðin, sem þessir ferðamenn flytja til gamla heimsins í dollurum, er áætluð $450 milljónir. Aldrei fyrr hafa ]>antanir á fari með skipum og flugvélum austur yfir Atlantshaf verið svo margar sem nú. Veldur þessu einkum þrennt. I fyrsta lagi hefur styrjaldaróttinn, sem gagntók fólk svo mjög s.l. ár. horf- ið að mestu leyti. I öðru lagi hafa fargjöld með flug- vélum lækkað til mikilla muna, þannig að nú kostar hringferðin New York — London $486, ef farið er á svonefndum „ferðamannaklassa.“ Hins vegar er venju- legt fargjald á þessari leið $711, svo munurinn er ekki svo lítill. Getur nú millistéttafólk leyft sér að ferðast til Evrópu í sumarleyfi sínu, sem áður var einungis 58 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.