Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1952, Qupperneq 9

Frjáls verslun - 01.06.1952, Qupperneq 9
Af sjónarhóli vefnaðarvörukaupmanns : jráísrædi í oidskiptum Þeim, sem fengizt hafa við verzlun undangengin fimmtán ár, er í fersku minni hið ömurlega ástand, sem höft og kvótar sköpuðu hér. Margur dugandi verzl- unarmaður var hnepptur í viðjar þessa reginvalds, sem hafði það mark og mið, að því er virtist, að sporna móti allri eðlilegri þróun í verzlun og viðskipt- um, dæma þá til lífs, sem varla sýndust hafa áhuga fyrir lífinu, en hina óalandi, sem framsæknastir voru. Það má segja, að langlundargeð kaupmanna hafi verið mikið, en það er lítil dyggð, þegar á það er litið hve háskaleg stefna þetta var fyrir allan landslýðinn. Nú er vissulega allt annar tími upp runninn fyrir verzlun í landinu. Mikið af vörum er hægt að flytja til landsins á frílista og má segja að allir hafi þar jafna aðstöðu eftir fjárhagsgetu. Þessari breytingu hafa allir sannir verzlunarmenn fagnað. 011 þjóðin hefur fagnað henni og fundið hina miklu kosti frelsisins í viðskiptamálunum. Einstöku hjáróma skrækir, sem vilja viðhalda verzlunarviðjun- um breyta hér engu um. Til allrar hamingju íyrir almenning og verzlunar- stéttina báru ráðamenn þessara mála gæfu til að gefa þessum hreyttu aðstæðum tíma til þess að samræma sig og falla í eðlilegar skorður, og árangurinn er nú kominn í ljós. Það, sem blasir augljósast við öllum þorra manna er þetta: Allar nauðsynlegustu vörur eru til í landinu, og að því leyti erum við samferða siðmenntuðum þjóð- um. Fólkið getur valið og hafnað að vild, gengið milli verzlana, gert samanburð á verði og gæðum og fengið það, sem það telur sér bezt henta. Þetta er ánægjulegt spor í rétta átt, árangur af langri baráttu Sjálfstæðis- manna og sjálfsagður liður í persónufrelsi þegnanna. Samfara þessu, og sem bein afleiðing af því. hefur verðlagið leitað jafnvægis og er nú, að minnsta kosti í sumum greinum verzlunar, svo lágt, sem það frek- ast getur verið. Sá, sem þetta ritar hefur beztan kunn- ugleika á þeirri grein verzlunar, sem telzt til vefnaðar- vöru, og það sem hér er sagt miðast því við clika verzlun fyrst og fremst. Það er rétt að allur almenn- ingur í landinu fái að vita það, að nú er verzlunar- álagning á vefnaðarvörum svo lág hér á landi að sh'ks eru engin dæmi í nálægum löndum. Álagning á vefnaðarvöru var með verðlagsákvæðum lækkuð hvað eftir annað, og var komin svo langt niður, að allir vissu að beint ranglæti hafði verið haft í frammi við kaupmenn. Eftir að verðlagsákvæðunum var aflétt mun því álagning hafa hækkað dálítið sum- staðar, en þó ekki á öllum vörum. Allar nauðsynleg- ustu vefnaðarvörur eru enn seldar með nálega sömu álagningu og var lægst skömmtuð af verðlagsstjóra. Þetta hóf og jafnvægi í álagningunni er afleiðing frjálsrar verzlunar, frjálsrar samkepjmi, og eingöngu því að þakka. Engin verðlagsákvæði eða dómnefndir hefðu getað komið öðru eins til leiðar, svo rétllátlega, sem hinn frjálsi markaður gerði hér. Þetta eru stað- reyndir, sem allur almenningur finnur nú og metur, og neitar ekki nema gegn betri vitund. En ef álagningin hefur lítið hækkað, hvernig fara þá kaupmenn að því að lifa og hrærast nú, þar sem þeir gátu það ekki áður? Við þeirri spurningu er þessu að svara: Álagningin hefur hækkað nokkuð á minna nauðsynlegum varningi svo sem smávörum, tízkuvörum o.fl., og ber þetta að nokkru uppi hina lágu álagningu á öðrum vörum. Þetta mundi þó ekki vera nægilegt, ef verzlanirnar gætu ekki haft óvenju mikla umsetningu. Eins og nú stendur er einkunnar- orð kaupmanna það sama og svifflugmannsins: „Hraðinn er allt líf.“ Ef verzlanir í dag liafa ekki fullan hraða á sínum viðskiptum, mikla umsetningu, þá verður erfitt fyrir þær að fá endana til að mætast. Þeir, sem ekki standast ka]>phlaupið heltast úr lestinni og 'hverfa. Þetta heitir frjáls verzlun og á ekkert sam- merkt með hagsmunasamtökum annarra stéttafylk- inga, sem fyrirgefa sjálfum sér flest, en standa sam- an gegn öðrum stéttum í hagsmunabaráttu sinni. ERJÁLS VERZLUN 61

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.