Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1954, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.04.1954, Blaðsíða 5
Sjóð'sfélagðar skulu hafa forgangsrétt til lán- töku úr sjóðniun að öðru jöfnu. 8. grein. Stjórn sjóðsins skal hið fimmta hvert ár láta tryggingarfræðing rannsaka fjárhag sjóðsins. Þyki honum rannsókn sín leiða í ljós, að fjár- hagsgrundvöllur sjóðsins sé ótryggur, skal hann gera tillögu til stjórnar sjóðsins um aðgerðir til að efla hann. 9. grein. Sjóðurinn endurgreiðist samkvæmt þeim regl- um, sem hér fara á eftir: Hver sjóðsfélagi, sem greitt hefur iðgjöld til sjóðsins í 10 ár, skal að þeim tíma loknum hafa rétt til þess að fá greitt ákveð'inn hluta af því fé, sem liann þá á í sjóðnum, og svo áfram á vissu árabili samkvæmt nánari reglum hér á eftir. Venjulegir bankavextir spaiisjóðsdeildar Landsbanka Islands greiðast á þann hlut, sem sjóðsfélagi hefur greitt í sjóðinn sjálfur, Starfstími: Endurgreiðslur: 10 ár 30% 15 — 40% 20 — 50% 25 — 60% Síðan ekki meir til 65 ára aldurs, samanber 11. og 12. grein. 10. grein. Ilætti sjóðsfélagi verzlunarstörfum, áður en 10 ár eru liðin, skal hann fá endurgreitt fé það, sem hann á í sjóðnum, er hann hættir, vaxta- laust. 11. grein. Nú andast sjóðsfélagi og lætur hann eftir sig maka á lífi og á þá hinn eftirlifandi maki rétt á að fá endurgreitt það fé, sem sjóðsfélagi átti í sjóðnum, er hann lézt, með þeim kjörum, sem segir í 10. grein. Nú andast sjóðsfélagi, er hefir greitt til sjóðs- ins í skemmri tíma en 10 ár, og skal þá endur- greiða eftirlifandi maka hans vaxtalaus iðgjöld þau, sem hann á í sjóðnum. 12. grein. Sjóðsfélagi, sem orðinn er fullra 65 ára, skal fá endurgreitt 10% á ári af fé því, sem hann átti inni þá eða síðar, ef hann heldur lengur áfram starfi, þar til inneign hans er gengin til þurðar. 13. grein. Rísi ágreiningur út af sjóðnum skal skjóta málinu til úrskurðar gerðardóms, sem í skulu vera; einn maður skipaður af samtökum kau'p- sýslumanna, einn maður skipaður af stjórn sjóðs- ins og borgarfógetinn í Reykjavíkur, sem skal vera oddamaður. Eins og ég gat um í upphafi, má ekki skoða þetta sem neinar lokatillögur, enda geri ég mér fulla grein fyrir því að taka verður tillit til ýmsra og ólíkra atriða, sem vafalaust eiga eftir að koma fram, áður en þessu verki verður lokið að fullu. Þá er og einnig sjálfsagt og nauðsynlegt að hafa náin samráð við tryggingarfræðing, þegar málið er komið á raunhæft stig. Að sjálfsögðu er meginkjarni þessara tillagna sá, hvaða prósentutala yrði greidd sem iðgjald í sjóðinn, bæði frá hendi launagreiðanda og laun- þega. Er þar um að ræða samkomulagsatriði, sem síðar yrði að fjalla um, en á meðan það liggur eklci fyrir og sömuleiðis meðan ekki er vitað hvaða upphæð er greidd í laun til verzl- unarfólks á mánuði hverjum, er ekki hægt að gera sér grein fyrir því, hverjar tekjur sjóðsins yrðu, en vegna þess hve stéttin er fjölmenn, má gera ráð fyrir því, að þær mundu skipta miljón- um á ári. Sem dæmi má nefna, að ef reiknað væri með því, að aðilar að sjóðnum væru 2000 manns, sem hefðu kr. 2.000.00 á mánuði að meðaltali í laun og lagt væri til grundvallar aðeins 5% iðgjald í heild, þá mundu tekjur sjóðs- ins vera 2.4 miljónir á ári. I rauninni má segja að markmið þessa sjóðs sé margþætt, í fyrsta lagi yrði um raunveru- legar kjarabætur að ræða fyrir launþegana, í öðru lagi leggur launþeginn sjálfur til hliðar ákveðna upphæð á mánuði, sem vafalaust má telja að yrði annars að eyðslueyri, a. m. k. í mörgum tilfellum, í þriðja lagi mundi myndast verulegur lánasjóður, sem gæti komið verzlun- arfólki vel í viðleitni þess til að eignast eigin hús eða íbúðir, og í fjórða lagi yrð'i um mikið atvinnuöryggi að ræða og tryggingu, þegar til efri áranna kemur. Eg held að það þurfi ekki að orka tvímælis, hvílíkt gildi slíkur sjóður sem þessi mundi liafa í för með sér fyrir verzlunar- stéttina, og ég vænti þess, að menn kynni sér þetta mál gaumgæfilega, útbreiði það' meðal stéttarinnar og leggi því allt það lið sem þeir mega. Loks er mér ljúft að geta þess hér, að í nýaf- stöðnum viðræðum um launakjarasamning V. R. Frh. á bls. 51. FRJÁLS VERZLUN 33

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.