Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1954, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.04.1954, Blaðsíða 13
— Já, þá þekktust peningavið'skipti lítið sem ekkert og hver nóta var handskrifuð. Fyrst, þeg- ar ég kom í verzhin, sat einn maður stöðugt við púlt, sem grindur voru utan um. Allir hinir í búðinni afgreiddu og kölluðu upp hvað hver vildi fá og sá við púltið skrifaði það niður. — Gömlu verzlunarkladdarnir segja sína sögu. Þar ér að meira eða minna leyti gripið inn í daglegt líf þeirra, sem í héraðinu bjuggu. Þar sést ekki aðeins úttekt hvers og eins, stór og smá, heldur var mikið um millifærslur að ræða. Ef Pétur þurfti að borga Páli var farið til kaupmannsins og hann beðinn að' færa upphæðina á milli reikn- inga þeirra í verzluninni, því peningar voru ekki til. Ef borga þurfti lækni, var komið til kaup- mannsins og með millifærslu hjá honum var sjúkrahjálpin greidd. — Eg man eftir því, sagði Þorsteinn, að oft voru þessar upphæðir ekki há- ar, kannske ekki meira en króna og fimmtíu. (Það má skjóta því hér inn í til gamans, að verzlunarbækur frá Olafsvík, skrifaðar með hinni áferðarfallegu rithönd Þorsteins, voru á Reykja- víkursýningunni 1949). — Einu sinni á ári fengu viðskiptamennirnir reikninga sína senda heim, hélt Þorsteinn áfram. Var þá setið við' skriftir frá áramótum og fram í marz. Oft var unnið að þessu langt fram á kvöld. Vélabókhald var þá óþekkt með öllu, eng- ar ritvélar né aðrar skrifstofuvélar. Þeir voru oft langir dálkarnir, sern leggja þurfti saman. En til voru sérstakar bækur, copíu-bækur, sem notaðar voru , þegar afrit voru tekin af bréfum. — Seinna fóru svo að koma nótubækur, sagði Þorsteinn, þannig að hver fékk sína nótu jafn- óðum og var þó betur hægt fyrir hvern einstak- an að fylgjast með viðskiptum sínum. -----o----- — Hvernig var með' félagslífið á þessum árum? — Einar Markússon og fjölskylda hans hélt uppi miklu sönglífi. Benedikt Þ. Gröndal, skáld og söngmaður mikill, kom þar einnig við sögu. Kirkjusöngur í Olafsvík var t. d. rómaður mjög á þessum árum. Leiklist var og með miklum blóma. Reinholdt Richter var þar aðaldriffjöðrin. Voru sýnd mörg skemmtileg leikrit, innlend og þýdd. I.Tpp úr aldamótunum var samkomuhús reist í Ólafsvík, og var það Einar Markússon, sem harðast barðist fyrir því. — Þá voru og útreiðatúrar ein af mestu skemmtunum manna. Algengast var að farið væri undir Jökul, eða inn í Stykkishólm. Einn eftirminnilegasti atburð'urinn var samt, þegar Gulifoss kom 1915. Þá gekk mikið' á í Ólafsvík. Hver einasta fleyta fór á flot, því að allir vildu komast út að skipinu, hvað sem það kostaði. -----o----- — Sem gamall Ólafsvíkingur gleðst ég yfir uppgangi staðarins nú, sagði Þorsteinn. Þar hefir verið gerður hafnargarður, hraðfrystihús starf- rækt, virkjun Fossár er skammt undan og um- bætur orð'ið miklar á öðrum sviðum. Og það sem mestu skiptir, atvinna hefir verið góð og oft þurft að fá þangað aðkomumenn til vinnu á síðari árum. Þótt oft. væri erfitt og lífsbaráttan hörð missti fólkið aldrei kjarkinn. -----o----- Þorsteinn vildi sem minnst um sjálfan sig og sína eigin hagi tala. — Það hefir að vísu ýmis- legt á dagana drifið, sagði hann. Stundum hefir á móti blásið, en þróunin hefir alltaf verið' upp á við. Eg hefi verið sérstaklega heppinn með hús- bændur, Einar Markússon, Jón Proppé og Garð- ar Gíslason. Þessir menn hafa verið hver öðrum betri. -----o----- En það hefir sennilega ekki verið minna happ þessara manna að njóta traustra starfskrafta Þorsteins Jónssonar, og enginn þeirra farið dult með það. Einar Markússon gaf honum t. d. skrif- leg meðmæli svo að önnur munu ekki betri vera né af heilli hug gefin — og 40 ára starf hjá sama fyrirtæki segir þetta enn skýrar, enda hefir Garð- ar Gíslason sýnt í verki, að hann kann að meta það. — Þbj. Stjórnmálaviciður ætti aldrei að láta kven- mann koma nálægt skrifstofu sinni. NAPÓLEON. ★ Sumum þyJcir minnkun að vinna, þeir þykj- ast of miklir menn til þess. En iðjuleysið er meiri minnkun fyrir þá. Sé það satt, að þeir hafi mikia yfirburði fram yfir þá, sem vinna, þá ættu þeir að sýna þá i verkinu. TRYGGVI GIJNNARSSON. FRJÁI.S VF.RZLTJN 41

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.