Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1954, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.04.1954, Blaðsíða 8
Só stulti í flæðarmálmu. son lieitir sú yngri, með yndislega fallegt og sak- leysislegt andlit. Hún er frá Uppsölum og kveðst aldrei hafa leikið áður. Var hún að horfa á kvik- myndatöku í Uppsölum, þegar menn komu auga á hana og völdu hana í hlutverk Sölku Völku á unga aldri. Birgitta er mjög blátt áfram í fram- komu og gefur af sér góðan þokka. Þær Sölk- urnar sitja saman við borð, og verður okkur nú starsýnt á þá, sem leikur að'alhlutverkið, Gunnel Broström. Hún er nokkuð hávaxin, stuttklippt og með dreymandi augu. Brosið er hlýlegt og viðmótið aðlaðandi. Ekkert er sjálfsagðara en að fá að taka mynd af þeim Sölkunum, þegar farið er fram á það. Þær eru báðar klæddar eins og þær eiga að' vera á morgun, þegar síðasta atriðið verður kvikmyndað í Grindavík, en það — MUNIÐ ÞIÐ EFTIR „FJ ALL A-E Y VINDI", SEM KVIKMYNDAÐUR VAR 1917? Fyrsta sænska kvikmyndin, sem byggð var á íslenzku efni, var tekin árið 1917. Var það „Fjalla-Eyvindur" Jóhanns Sigurjónssonar, og nefndu Svíar kvikmyndina „Berg-Eyvind och hans hustru". Aðalhlutverkin léku þau Victor Sjöström og Edith Erastoff, en Svenska Bio- grafteatern gerði myndina. Oll útiatriði kvik- myndarinnar voru tekin í sænsku Lapplands- fjöllunum. ----------------------^ er írá kirkjugarðinum. Það er auðheyrt á þeim, að þær hlakka til að flytja til Reykjavíkur, enda þótt margar skemmtilegar endurminningar séu l'rá dvölinni í Grindavík. Gunnel Broström segir, að Salka Valka sé fyrsta sænska kvikmyndin, sem hún leikur í síðan hún kom frá Hollywood, en þar dvaldi hún um nokkurt skeið. Hún gerir sér miklar vonir um þessa kvikmynd, sem mikil vinna og háar fjárfúJgur hafa verið' lagðar í. All- ir Svíarnir virðast á einu máli um, að Salka Valka eigi ef'tir að fara sigurför, ekki einungs um Norðurlönd, heldur víðar. Við tökum undir bjartsýni Svíanna, þökkum þeim fyrir gestrisnina og kveðjum þá síðan. Enn rignir í Grindavík, þegar við ökum burtu, og grá þokan teygir sig yfir umhverfið. Kannske að það hafi rofað eitthvað' til, þegar Salka Valka verður frumsýnd samtímis í Stokkhólmi og Ileykjavík í nóvember eða desember á vetri kom- anda? „Philxps fréttir" — nýtt tímarit Til tíðinda má það teljast, þegar íslenzkir kaupsýslumenn ráðast í útgáfu tímarits, sem eingöngu er helgað ákveðnu erlendu umboði. Nýlega sendi Snorri P. B. Arnar, sem er um- boðsmaður hinna víðkunnu hollenzku Philips- verksmiðja, frá sér nýtt blað, og nefnist það „Philips fréttir". Eins og nafnið ber með sér, flytur blaðið ýmsar fréttir um starfsemi Philips svo og helztu nýjungar, sem markverð'ar mega teljast. I formálsorðum fyrir fyrsta tölublaði „Philips frétta“ segir m. a.: „Philips fréttir eru aðallega ætlaðar kaup- mönnum þeim, sem selja Philips vörur. Birtar verða ujjplýsingar um vörurnar svo og tilkynn- ingar um nýjungar, þegar þær koma, eða eru vætanlegar á markaðinn.“ Ráðgert er, að „Philips fréttir“ komi út 3 til 4 sinnum á ári. Telja verður það mikla fram- takssemi lijá Snorra P. B. Arnar að ráð'ast í slíka útgáfu sem þessa, enda er þetta einsdæmi hér á landi. Hefur blaðið farið vel af stað, því jxrentun og frágangur allur er með ágætum. Borgarprent hefur annazt prentun, en útgefandi og ábyrgarmaður er Snorri P. B. Arnar. 36 FKJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.