Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1954, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.04.1954, Blaðsíða 21
Var nefnd kosin til þess að annast undirbúning allan og boðaði hún síðan til stofnfundar 11. apríl. A þeim fundi voru samþykkt lög fyrir fé- lagið og stjórn kosin. Aðalhvatamaður félagsstofnunarinnar var Þór- leifur Grönfeldt, og hefir hann unnið ötullega að þessu hugðarefni sínu ásamt öðrum áhuga- mönnum. Um % hlutar starfandi verzlunarfólks á staðn- um gerðust stofnendur að félaginu, og fólu þeir stjórn félagsins að semja við atvinnurekendur um kaup og kjör. í fyrstu stjórn félagsins voru kjörnir þeir: Þór- leifur Grönfeldt, formaður, Þorsteinn Bjarnason og Gestur Kristjánsson. FRJÁLS VERZLUN óskar verzlunarfólki í Borgarnesi til hamingju með hið nýstofnaða fé- lag sitt með von um, að það eigi eftir að' vinna ötullega að hagsmunamálum stéttarinnar. Verzlunarmannafélag Árnessýslu Hinn 25. maí síðastl. var haldinn að Selfossi stofnfundur Verzlunar- mannafélags Arnessýslu. Hugmyndin um fé- lagsstofnun fyrir verzl- unar- og skrifstofufólk í Arnessýslu kom fyrst til umræðu fyrir nokkrum árum, en málið hefur síðan legið niðri þar til nú í vor, að nokkrir áhugamenn hófu undir- búning að því að hrinda þessu í framkvæmd, og boðuðu þeir til framan- greinds fundar. Stofnendur félagsins voru 57. Fyrstu stjórn þessa nýja félags slcipa eftir- taldir menn: Helgi Vigfússon, formaður, Sigfús Sigurðsson, varaformaður, Páll Sigurðsson, rit- ari, Ólafur Ólafsson, gjaldkeri, og Hörður Guð- laugsson, meðstjórnandi. I varastjórn voru kjömir þeir Árni Einarsson og Garðar Sveinsson. Endurskoðendur: Gunnar Vigfússon og Valdi- mar Pálsson. Á fundinum var samþykkt einróma að fela stjórninni að' sækja um upptöku fyrir félagsins hönd í Alþýðusamband íslands. Frh. á nœstti síðu. ^**11 **' ^ * h>* **' ^ * *1 ■ **r ~ vi*1 Hreggviður Magnús- son framkvæmdastjóri andaðist 22. júní s.l., að- eins 31 árs að aldri. Hann var fæddur 16. ágúst 1922 að Hvamms- vík í Kjós, sonur hjón- anna Sigrúnar Árna- dóttur og Magnúsar Magnússonar. Tíu ára að aldri fluttist hann með foreldrum sínum hingað til Reykjavíkur. — Strax eftir fermingu, vorið 1936, gekk Hreggviður í þjónustu Slátur- félags Suð'urlands, fyrst sem sendisveinn, síðan sem afgreiðslumaður, og aðeins 17 ára gamall var hann orðinn verzlunarstjóri fyrir einu úti- búi félagsins, Kjötbúð Austurbæjar. Veitti hann þeirri verzlun forstöðu í 5 ár, unz hún lenti í húsnæðishraki og var lögð niður. Næstu tvö ár starfaði hann í verzluninni Síld & Fisk, eða þar til hann stofnsetti ásamt öðrum hlutafélagið Ivjöt & Grænmeti, en sú verzlun tók til starfa í apríl 1947. Hreggviður stjórnaði rekstri verzlunarinnar frá upphafi og jók starfsemina jafnt og þétt. Kom hann á fót tveimur útibúum í Vesturbæn- um frá aðalverzluninni við Snorrabraut. Auk þess keypti hann í áföngum eignarhluta helztu meðstofnenda sinna, og var nær einn um rekst- ur fyrirtækisins hin síðari ár. Hreggviður var frábær kaupsýslumaður. Hann var áræðinn og úrræðagóðnr, og hafði aflað sér mikillar sérþekkingar á öllu því er að starfinu laut. Lipurð og ljúfmennska einkenndu öll hans daglegu störf. Hreggvið'ur var vinsæll maður í starfi, vinmargur og trygglyndur. Kvæntur var hann Sesselju Magnúsdóttur úr Borgarnesi, er lifir mann sinn, ásamt þremur ungum börnum þeirra. ~ • r*i *)!*■ ‘i*iir*ii~mrimj FR.TÁI.S VERZUUN 49

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.