Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1954, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.04.1954, Blaðsíða 9
Pétur Sæmundsen: Þátftaka Islands í iðnsýningunni í Bruxelles Islenzka sýningardeildin í Bruxelles vakti mikla eftirtekt. Á síðasta aðalfundi Félags íslenzkra iðnrek- enda var kosin nefnd manna til þess að athuga möguleik á þátttöku íslenzkra iðnrekenda í er- lendri vörusýningu. Varð að ráði, að útvegað var sýningarrými á iðnsýningunni í Bruxelles, sem haldin er á hverju vori, og er ein stærsta og fjölsóttasta sýning á meginlandi Evrópu. Sýn- ingin var opnuð' 24. apríl og stóð til 9. maí. Er þctta í fyrsta sinn, sem Islendingar taka þátt í alþjóða iðnsýningu erlendis. Sýningarsvæðið, sem byggt var fyrir heims- sýninguna 1935, er hið glæsilegasta, i fögru um- hverfi í úthverfi Bruxelles. Eru þar 9 stórir sýn- ingarskálar og allstórt opið svæði fyrir þungar vinnuvélar og tæki, alls 107.000 fermetrar að flatarmáli. Til samanburðar má geta þess, að iðnsýningin í Reykjavík 1952 hafði til umráð'a rúmlega 5000 fennetra gólfflöt. Sýnendur voru 4111 frá 28 þjóðlöndum og var hvergi nærri liægt að fullnægja allri eftirspurn eftir sýningar- sými. Ríkisstjórnir níu landa, þ. á m. Kanada, Bret- lands, Frakklands, Ítalíu og Austurríkis létu setja upp sýningardeildir, þar sem gefið var yfir- lit yfir hvaða framleiðsluvörur iðnaður viðkom- andi lands hafði upp á að bjóð'a. íslenzka sýn- ingardeildin var á 36 m2 gólffleti í sama sýn- ingarskála, Palais des Nations, ásamt sýningum flugfélaga, ferðaskrifstofa, verzlunarráða og ým- issa annarra heildarsamtaka. Tólf iðnaðarfyrirtæki sýndu framleiðslu sína á sýningunni. Þar var ammoníum-nitrat áburður frá Áburðarverksmiðjunni, hreinsað lýsi til ým- issa nota frá Lýsi h.f., fiskimjöl, karfamjöl, soð- kjarni og lýsi frá Lýsi og Mjöl h.f., niðursoðnar rækjur frá Niðursuðuverksmiðjunni á Bíldudal, gólfteppaband frá Klæðaverksmiðjunni Álafoss, gólfte]jpi frá Vefaranum, karlmannaskór frá Nýju skóverksmiðjunni, í-afmagnseldavél frá Raftækjaverksmiðjunni, kuldaúlpur frá Skjól- fatagerðinni og Vinnufatagerð íslands, ýmsar tegundir af súkkulaði frá Lindu og vikurhol- steinar og plötur frá Vikurfélaginu. Auk þessara iðnaðarfyrirtækja tóku þótt í sýningunni Ferð’a- skrifstofa ríkisins, Orlof, Flugfélag íslands, Loft- leiðir og Eimskipafélag fslands, er kynntu ís- land sem ferðamannaland og möguleika á því að komast til landsins. Við hverja vöru voru áletranir á frönsku og ensku, er gáfu iil kynna heiti vörunnar og fram- leiðanda, en auk þess höfðu mörg fyrirtækjanna látið prenta smeklclega auglýsingamiða með ýt- arlegri upplýsingum um vörurnar og notkunar- möguleika þeirra. Var þeim komið fyrir hjá við- komandi vöru eða afhentir við afgreiðsluborð sýningardeildarinnar. Félag íslenzkra iðnrekenda lét einnig prenta bækling með yfirlitsgrein Um íslenzkan iðnað, á frönsku og ensku, og nokkr- um myndum úr íslenzku atvinnulífi. Aftan á hon- um var mynd af gufustrók úr borholu hjá Krísu- vík, sem vakti mikla eftii-tekt og furðu sýning- argesta. Einnig lágu frammi ýmsar tegundir af FIÍ.TALS VERZLUN 37

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.