Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1954, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.04.1954, Blaðsíða 14
Námssjóður Péfurs F. Jónssonar Eins og frá var skýrt í síðasta tbl. FRJÁLSR- AR VERZLIJNAR ánafnaði Pétur F. Jónsson Yerzliraarmannafélagi Reykjavíkur kr. 10.000.00 eftir sinn dag til stofnunar sjóðs, er bæri nafn- ið' „Námssjóður hjónanna Péturs Jónssonar og Ragnheiðar Árnadóttur frá Krísuvík og sonar þerra, Árna Péturssonar“. Nú hefir skipulags- skrá fyrir sjóðinn verið staðfest aí forseta Is- iands og sjóðsstjórn skipuð, en í henni eiga sæti: Erlendur O. Pétursson, Carl Hemming Sveins, Gunnlaugur J. Briem, Guðmunda Kristinsdótt- ir og Sveinbjörn Árnason, og til vara: Sigurlaug- ur Þorkeisson, Axel L. Sveins, Guðjón Einars- son, Daníel Gíslason og Ingvar N. Pálsson. Skipulagsskrá sjóðsins er svohljóðandi: 1. grein. . Sjóðurinn heitir Námssjóður hjónarina Péturs Jónssonar og Ragnheiðar Árnadóttur frá Krísu- vík og sonar þeirra, Árna Péturssonar. 2. grein. Sjóðurinn er eign Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, ög er sjóðurinn afhentur félaginu samkvæmt arfleiðsluskrá Péturs F. Jónssonar, eins af stofnendum og heiðursfélögum V. R., dags. 21. sept. lhlfi, með breytingum og við- auka dags. 18. marz 1947, og er að upphæð kr. 9.000.00. Sjóðurinn tekur nú þegar til starfa. S. grein. Tilgangur sjóðsins er að styrkja efnilegt verzl- unarfólk, menn eða konur, til náms í verzlunar- fræðum erlendis. Félagar í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur hafa forgangsrétt til styrks. 4. grein. Sjóðnum skal stjórnað af fimm manna stjórn- arnefnd, er stjórn Verzhraarmannafélags Reykja- víkur skipar, og skiptir hún sjálf með sér verk- um. Jafnframt skipar stjórn V. R. fimm menn til vara, og skal tiltekið hver sé varamaður hvers. Aðal- og varamenn stjórnarnefndar sjóðs- ins skulu vera fullgildir félagar í V. R. Þegar aðalmaður fer úr stjórn sjóðsins, tekur varamaður hans sæti í stjórninni og verður þá aðalmaður, en stjórn V. R. skal þá þegar skipa veramann hans. Engan má skipa í stjórn sjóðs- ins, hvorki sem aðal- eða varamann, nema sam- þykki hans liggi fyrir um, að hann vilji taka starfið að sér. Á þennan hátt skal jafnan farið, þegar autt verður sæti aðalmanns eða vara- manns í stjórninni, svo að hún sé jafnan skipuð 5 aðalmönnum og 5 varamönnum. 1 forföllum aðalmanns um stundarsakir tekur varamaður þess eða þeirra, sem forföll hafa, sæti í stjórn- inni, enda sé ekki ágreiningur um, að forföll hamli. I stjórn sjóðsins ræður afl atkvæða, nema öðruvísi sé ákveðið í skipulagsskrá þessari. 5. grein. Gjörðabók fyrir sjóðinn skal stjórn hans lög- gilda. I gjörðabókina skal færa allt um sjóðinn, sem máli þykir skipta, þar á meðal fundargjörð- ir sjóðsstjórnarinnar og sérstaklega allar ákvarð- anir hennar um málefni sjóðsins. 6. grein. Sjóðinn skal ávaxta á tryggilegan hátt, t. d. í Að'aldeild Söfnunarsjóðs Islands. Peningar, sem kunna að liggja fyrir, skulu ávaxtaðir á tryggum stað, enda samþykki allir stjórnendur, hvernig fénu skidi komið á vöxtu. 7. grein. Ilöfuðstól sjóðsins má aldrei skerða og árlega skal leggja % — einn fimmta — af vöxtum við höfuðstól. Að öðru leyti skal vöxtunum varið samkvæmt tilgangi sjóðsins. Sjóð'sstjórnin ræð- ur þó, að hve miklu leyti vöxtunum er varið í þessum tilgangi ár hvert,, eða hvort þeir verði lagðir við höfuðstól, frekar en gert er ráð í'yrir hér að frarnan, eða geymdii' til síðari ára til út- hlutunar þá, 8. grein. Stjórn sjóð'sins skal auglýsa með hæfilegum fyrirvara eftir umsóknum um styrk úr sjóðnum, þegar hún ákveður úthlutun, og úthluta síðan þeirri styrkupphæð, sem hún vill úthluta hverju 42 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.