Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1954, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.04.1954, Blaðsíða 19
FÉLAGSMÁL Almennur launþegafundur var haldinn í fund- arsal félagsins miðvikudaginn 28. apríl s.l. Nefnd sú, er kosin var til þess að semja til- lögur til reglugerðar um lífeyrissjóð fyrir verzl- unarfólk, skilaði þar af sér, en það mál verður ekki rakið hér, þar sem tillögur nefndarinnar eru birtar á öðrum stað hér í blaðinu. Á fundi þessum var samþykkt samhljóða að segja upp gildandi launakjarasamningi frá og með 1. júní, aðallega með það fyrir augum að fá •samningstímann styttan úr sex mánuðum í einn mánuð. Þá skyldu og athugaðir möguleikar á öð'rum breytingum á samningnum. Var frá- farandi launakjaranefnd falið að starfa áfram að þessum málum. Arangur þeirra viðræðna, er fram fóru við atvinnurekendur, varð sá, að 31. maí s.l. undir- rituðu samninganefndirnar, með fyrirvara þó, samkomulag, er þær urðu sammála um að leggja fyrir fundi umbjóð'enda sinna. Samkvæmt því fær hver sá launþegi, er unnið hefur hjá sama fyrirtælci í 10 ár, þrjá virka daga í sumarfrí auk hinna 15 almennu sumarfrísdaga. Áður var starfsaldurinn í þessu tilfelli miðaður við 12 ár, og þá þurfti að talca aukadagana að vetri til. Að undantekinni þessari breytingu er lagt til, að samningurinn gildi til 1. september n.k. og framlengist sjálfkrafa í þrjá mánuði i senn, verði honum ekki sagt upp með eins mánaðar fyrir- vara. Jafnframt þessu var gert aukasamkomulag, er hljóðar svo: „Samninganefndir launþega V. R. og atvinnu- rekenda koma sér saman um að athuga nánar möguleikana fyrir því að breyta lokunartíma sölubúða og skrifstofa á laugardögum yfir vetr- armánuðina. Samninganefndir atvinnurekenda lofa að leggja til við umbjóðendur sína, að þeir láti fara fram athugun og taki afstöðu til tillagna V. R. um lífeyrissjóð verzlunarmanna.“ Þegar þetta er ritað, munu flestir ef ekki allir aðilar hafa samþykkt að fella niður fyrrgreindan fyrirvara. Viðræðum mun verða haldið áfram milli nefndanna á grundvelli aukasamkomulagsins og standa vonir til, að þeim verði lokið í haust. Verzlunarfólk bindur miklar vonir við' þessar við- ræður, þar sem hér er um mikil áhugamál þeirra að ræða, þ. e. breytingu á lokunartíma á laugar- dögum yfir vetrarmánuðina og stofnun lífeyris- sjóðs. Samninganefnd V. R. skipa þau Ingvar N. Pálsson, formaður, Björgúlfur Sigurðsson, Einar Elíasson, Guðmundur Jónsson, Gunnlaugur J. Briein, Gyða Halldórsdóttir og Jónas Gunnars- son. Fulltrúar atvinnurekenda eru: Lárus Pét- ursson og Þorbjörn Jóhannesson frá Sambandi smásöluverzlana, Isleifur Jónsson og Bjarni Bj örnsson frá Verzlunarráði íslands og Hall- grímur Sigtryggsson og Ragnar Olafsson frá Ivaupfélagi Reykjavíkur og nágrennis. ★ A fyrsta fundi liinnar nýkjörnu stjórnar Verzl- unarráðs Islands, sem haldinn var 21. júní, fór fram kosning formanns og varaformanns. Eggert Kristjánsson, stórkaupmaður, var end- urkjörinn formaður ráðsins, en hann hefur verið formaður þess frá því á árinu 1950. Sigurður Ágústsson, kaupmaður, Stykkis- hólmi, var endurkjörinn varaformaður í annað sinn. Á fundinum var tilkynnt, hverjir fimm menn tækju sæti í framkvæmdastjórn V. í. auk for- manns, en tilnefning í framkvæmdastjórnina fer eftir sérstökum reglum í lögum ráðsins. I framkvæmdastjórninni eiga því sæti, auk FHJÁLS VERZLUN 47

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.