Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1954, Page 2

Frjáls verslun - 01.06.1954, Page 2
Ólafur Björnsson, prófessor: Eru milliliðir nauðsynlegir? Eins og flestir þeir, sem fást við verzlun og viðskipti, munu hafa orðið varir við, er sú skoð- un allútbreidd á vettvangi stjórnmálanna, að verzlunarstéttin sé í rauninni óþörf stétt. í þjóð- félaginu. Kaupsýslu- og verzlunarmenn séu „milliliðir“, sem í rauninni séu óþarfir og lifi að- eins á arði þeim, sem framleiðslustéttirnar skapi en til þeirra munu venjulega fyrst og fremst vera taldir bændur, sjómenn og iðnaðarmenn. Verzlunarstéttin sé því, þegar öllu sé á botninn hvolft, sníkjudýr á þjóðarlíkamanum, sem helzt þyrfti að uppræta. Nú munu þeir að vísu fáir, jafnvel meðal þeirra, er hafa í frammi áróður af því tagi, sem hér hefur verið lýst, sem halda því fram, að við- skipti séu óþörf. Þeir, sem slíku héldu fram, yrðu, til þess að vera sjálfum sér samkvæmir, um leið að afneita hagkvæmni verkaskiptingar milli einstaklinga og þjóðfélagsstétta, En hag- kvæmni þess að menn sérhæfi sig og skipti með sér verkum liggur svo í augum uppi, að enginn mun treystast til að véfengja það. En verkaskipting og viðskipti er svo nátengt hvað öðru, að í rauninni er hér um að ræða tvær hliðar á því sama. An möguleika fyrir viðskipt- um gæti verkaskipting ekki komið til greina. Það er t. d. undirstaða þess, að menn nerni lækn- isfræði, að þeir geti selt öðrum læknisaðgerðir. Ef sá möguleiki væri ekki fyrir hendi, gæti auð- vitað enginn lifað á því, að helga sig lækning- unr, þannig að hver yrði að vera sinn eiginn læknir, svo sem var, áður en læknavísindin komu til sögunnar. Sama máli gegnir auðvitað um allt annað sérnám og sérhæfingu. Enginn gæti t. d. lifað af úrsmíði, nema með því að selja öðrum úr eða úrviðgerðir. Um nauðsvn viðskipta geta þv! eigi verið skiptar skoðanir. An þeirra gæti ekki verið um verkaskiptingu að ræða, en ef ekki ætti sér stað verkaskipting, hlyti framleiðslan að dragast mjög saman. Þótt allir hljóti þannig að viðurkenna nauð- syn viöskipla, má enn spyrja, hvort ekki sé liægt að hugsa sér viðskipti án milliliða? Slík viðskipti eru vissulega hugsanleg. Þeir, sem framleiða vöi'ur og þjónustu, gætu auðvitað selt beint til neytendanna. En við nánari athug- un ætti það að vera augljóst, að slíkt fyrirkomu- lag myndi bæði fraamleiðendum og neytendum mjög óhagkvæmt. Ef framleiðendur ættu sjálf- ir að annast vörudreifingu til neytenda eða neytendur að sækja vörurnar beint til framleið- enda, myndi kostnaður og fyrirhöfn við vöru- dreifinguna verða margfalt meiri en þegar milli- liðir annast hana. Þetta kemur t. d. í ljós, þegar verkföll hindra eðlileg viðskipti. I desemberverk- fallinu 1952 neyddust t. d. margir Reykvíkingar til þess að sækja mjólk sína sjálfir lil bænda í nágrenninu, með langtum mciri kostnaði og fyr- irhöfn en það hefur í för með sér að verzla í mjólkurbúðum. Sams konar ástand getur einnig myndazt, þegar verðlagsákvæði eru svo ströng, að ekki borgar sig fyrir verzlunina að dreifa vörunni. Neytendur verða þá annað hvort að vera án vörunnar eða sækja hana sjálfir til fram- leiðendanna, Sem dæmi um slíkt rná nefna það, að á stjórnarárum verkamannaflokksins brezka, eftir seinni heimsstyrjöldina, voru um skeið svo ströng verðlagsákvæði á berjum og sumum teg- undum ávaxta, að verzlunin sá sér ekki fært að annast dreifingu þeirra, Afleiðingin varð sú, að borgarbúar, er samt sem áður vildu veita sér þessa vöru, urðu að gera sér ferð el'tir henni upp í sveit. Það er því síður en svo, að starfsemi milliliða auki dreifingarkostnaðinn, heldur verður hún þvert á móti til þess að lækka hann. Ef ekki vau-i svo, gætu milliliðir ekki þrifizt. Neytand- anum stendur sú leið alltaf opin, að verzla beint við framleiðandann. En ástæðan til ])ess að hann gerir það ekki, heldur verzlar við milliliði í þess stað, er sú, að honum er það ódýrara og hag- kvæmara. Verzlunin á því hlutverki að gegna I þjóðar- 54 FRJÁLS VEUZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.