Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1954, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.06.1954, Blaðsíða 8
myndaður, prýddur blómsveigum og íslenzkum skjaldarmerkjum. Báðum megin við þetta aðal- tjald voru reistar upp 2 tjaldbúðir, er voru áfast- ar við það; þar út frá voru reist nokkur stór tjöld í röð, stærst þeirra var tjald Reykvíkinga, þá tjald stúdenta, þá tjald iðnaðarmanna o. fl. Fyrir aftan þessi tjöld var ætlað svið öðrum tjöldum handa landsmönnum, er þeir kæmu til hátíðarinnar. Ræðustóll var reistur úr tré á hól einum skammt frá aðaltjaldinu, var hann prýdd- ur veifum og lyngfléttingum, en þar út frá til beggja handa voru sett á háum stöngum merki ýmsra þjóða. Bændur fagna konungi. Þá er hér var komið ræðum manna koniu þau tíðindi, að konungur væri þegar kominn í nánd, hættu menn þá um hríð ræðunum og tóku að búa sig undir að fagna honum. Fundarmenn vissu áður hvað ferðum konungs leið, og að hans væri von að Þingvöllum um kvöldið, höfðu þeir sent á móti honum 12 gilda og röskva bændur til að flytja honum kveðju fundarins og bjóða honum til hátíðarinnar. Bændur þessir hittu konung og föruneyti hans nálægt Skógar- koti, skammt fyrir vestan Hrafnagjá, Kvöddu þeir konung virðulega og báru honum erindi fundarins, en Tryggvi alþingismaður Gunnars- son hafði orð fyrri bændum. Konungur tók vel kveðju þeirra og lcvaðst þakksamlega mundu þiggja boðið. Sneru þá bændur við og riðu und- an til Þingvalla, en konungur og sveit hans á eftir. Það var nær miðaftni, að konungur kom á Þingvöll. Allir karlmenn höfðu fylkt sér í tvær raðir langar, báðurn megin vegarins, en kvenna- fylking stóð sér þeim megin, er vissi að Al- mannagjá. Sendiboðar fundarins stigu nú af baki hestum sínum, og héldu hestunum í röð til hlið- ar, þar sem mannþröngin byrjaði. Reið nú kon- ungur fram og menn hans eftir. Þá gekk fundar- stjórinn, Halldór Friðriksson, fram úr mann- fjöldanum, og ávarpaði konung með nokkrmn orðum, flutti hann konungi fagnaðarkveðju frá öllum þingheimi og bað hann velkominn til landsins og sérstaklega. til þessa staðar, hins forna aðseturs frelsis og drengskapar. Ávarj) Gríms Tliomsen. Daginn eftir, hinn 7, ágúst, skyldi hæst standa hátíðin. Voru flestir snemma á fótum, og tóku menn nú að' búa sig til að fagna konungi. Klukk- an 10 kom konungur á hátíðarstaðinn með sveit sinni, og var allur mannfjöldinn þar fyrir, fremst- ir stóðu menn þeir, er færa skyldu konungi ávarp fundarins, þeir doktor Grímur Thomsen frá Bessastöðum, síra Stefán Thorarensen frá Kálf'a- tjörn, og bændurnir Tryggvi Gunnarsson, Jón Sigurðsson og Torfi Einarsson. Gengu þeir fyrir konung, og las Grímur honum ávarpið í heyr- anda hljóði. I ávarpi þessu buðu fundannenn í nafni allrar þjóðarinnar konung velkominn á þenna fræga, fornhelga stað, á þessari þúsund ára afmælishátíð hennar, hinn fyrsta konung, er heimsótt hefði Island þau þúsund ár, er landið' hefði verið byggt. Þá var nokkuð minnzt á þrautir þær, er þjóðin hefði orðið að ])ola á liðn- um öldum, en jafnframt lýst yfir því, að nú renndu landsmenn vonaraugum fram á skeið ókominn tíma og biðu þess að geta notið frels- is síns, er konungur þetta ár hefði veitt þeim með því að veita alþingi löggjafarvald og að miklu leyti fjárforráð, var þar enn farið nokkr- um orðum um stjórnarskrána, og þess getið, að hún hefði í sér geymdan góðan vísi til eflingar framfara landi og lýð, og þó að' landsmenn ósk- uðu bóta og breytinga í nokkrum greinum henn- ar, þá bæru þeir það fullt traust til konungs, að hann mundi láta þá verða aðnjótandi þeirra gæða, er tími og reynsla sýndi að væri þeim til hags og heilla. Konungur svaraði ávarpinu með nokkrum mildilegum orðum, en þingheimur heilsaði honum með fagnaðarópum. . . . Þannig leið hin eftirminnilega þjóðhátíð og skildi eftir sólskin og glaðar minningar í hugum þeirra, sem tóku þátt í henni. Þá hófst einnig nýtt tímabil í íslenzkri sögu, tímabil, sem orðið hefur þjóðinni til hagsældar og hamingju. ---- iw-é.i -------- Sinn er siður í landi hverju. í Nýja. Sjálandi er verzlunum lokað ld. 17,30 frá mánudegi til fimmtudags og kl. 21 á föstudög- um, en á laugardögum er lokað allan daginn. Verzlunarfólk þar í landi fær því tvo frídaga í viku. Almenningur, sem notfærir sér föstudags- kvöldin til innkaupa í ríkum mæli, er sagður vera, ánægður með þetta fyrirkomulag. 60 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.