Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1954, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.06.1954, Blaðsíða 22
Félagsmái Afhjúpun standmyndar Skúla Magnússonar fógeta Fyrir fjórum árum ákvað stjóm V. R. að beita sér fyrir fjársöfnun og lá'ta gera standmynd af Skúla Magnússyni landfógeta og færa Reykja- víkurbæ að gjöf. Kosin var nefnd innan félags- ins til að vinna að framgangi mólsins og skipuðu hana Egill Guttormsson, er var formaður nefnd- arinnar, Vilhjálmur Þ. Gíslason, Erlendur O. Pétursson, Oddur Helgason, Oskar Clausen, Frðþjófur 0. Johnson og Guðjón Einarsson. Nefndin leitaði til Einars Jónssonar mynd- höggvara um, hvort hann gæti tekið að sér að gera minnismerki um Skúla Magnússon, en lista- maðurinn sá sér ekki fært að verða við þeirri beiðni. Sneri nefndin sér þá til Guðmundar Ein- arssonar, myndhöggvara, frá Miðdal. Gerði hann frumdrög að standmynd af Skúla, sem nefndin síðan samþykkti einróma. Nefndin hóf því næst undirbúning að fjár- söfnun til að standa straum af kostnaðinum við gerð standmyndarinnar. Réði nefndin Hjört Hansson framkvæmdastjóra söfnunarinnar, og hefur skrifstofa V. R. verið honum til aðstoðar við dagleg störf. Undirtektir verzlunarstéttar- innar hafa. yfirleitt verið góðar og söfnunin geng- ið vel. Afhjúpun standmyndarinnar fór fram mið- vikudaginn 18. ágúst s.l., á afmælisdegi höfuð- borgarinnar, við hátíðlega athöfn í Bæjarfógeta- garðinum við Aðalstræti, skammt frá þar sem „Innréttingar“ Skúla stóðu. Athöfnin hófst klukkan tvö síðdegis að viðstöddum miklum mannfjölda. Var afmarkað svæði í garðinum fyr- ir boðsgesti, hljómsveit og söngkór. Verzlunum og skrifstofum bæjarins var lokað milli kl. 1 og 4 um daginn í tilefni af afhjúpun standmynd- arinnar. Ljósm.: P. Thomsen. Standmynd Skúla Magnússonar í tíœjarfógetayarðinnm viS Aðalstrœti. 74 FRJÁLS VEUZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.