Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1954, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.06.1954, Blaðsíða 20
Carl Finsen forstjóri varð' sjötíu og fimm ára 10. júlí s.l. Hann er bor- inn og barnfæddur Reykvíkingur. Foreldr- ar hans voru þau hjónin Ole Peter Finsen, póst- meistari, og kona hans, María Kristín Þórðar- dóttir. Carl fæddist í gamla Pósthúsinu, þar sem nú stendur Hótel Borg, og vann hann á sínum unglingsárum við póstafgreiðslustörf til aðstoðar föður sínum. Carl Finsen gekk í Latínuskólann, en varð að hætta námi eftir að hafa iokið við 4. bekk, þegar faðir hans lézt. Fór Carl þá strax að vinna fvrir sér. Snemma hefur hugurinn beinzt að viðskiptalíf- inu, því laust eftir síðustu aldamót hóf hann í félagi við Ólaf Johnson stórkaupmann útgáfu á póstkortum með myndum frá Islandi. Voru þeir félagarnir brautryðjendur í kortaútgáfu í Reykjavík, en kortin létu þeir prenta í Þýzka- landi, og voru þau síðan seld í bókabúðum bæj- arins. Gekk kortafyrirtækið vel í allmörg ár. Carl Finsen sneri sér síðan að stærri viðfangs- efnum og tók að kynna sér vátryggingastarfsemi, sem verið hefur ævistarf hans. Var hann einn aðalstofnandi og hluthafi í tryggingarfélaginu Trolle & Rothe h.f., en Carl hefur verið forstjóri þess frá uppha.fi. Hefur hann og fyrirtæki hans haft á hendi í fjölmörg ár umboð á íslandi fyrir IJoyd’s í London, en það starf krefst geysimik- illar vinnu og kunnáttu á mörgum hlutum. Þá hefur Carl verið einn af máttarstólpum Sain- ábyrgðar Islands allt frá stofnun hennar, og hef- ur m. a. gegnt þar störfum forstjóra og trygg- ingarráðunauts. Hann var sömuleiðis einn af að- alstofnendum og hluthöfum í Vátryggingafélag- inu h.f., en Ólafur sonur hans veitir því fyrir- tæki forstöðu. Carl Finsen er hið mesta prúð- menni í allri framkomu og drengur góður í orðs- ins fyllstu merkingu. Hann er síungur í anda enda jafnan léttur í skapi. Samvizkusamur er hann í viðskiptum, og hefur fyrirtæki hans mót- azt af kostgæfni hans og háttvísi. FRJÁLS VERZLUN árnar Carli Finsen allra heilla á þessum tímamótum og væntir þess, að hans megi sem lengst njóta í íslenzku viðskipta- lífi. Þorsteinn B jamason, bókfœrslukennari Verzl- unarskólans, varð sex- tugur 3. ágúst s.l. Fædd- ur er hann í Keflavík árið 1894, sonur Nico- laj Bjarnasonar, kaup- manns, og Önnu Þor- steinsdóttur, konu hans. Ungur að aldri fluttist hann með foreldrum sínum hingað til Reykja- víkur, en faðir hans stundaði kaupsýslustörf um margra ára skeið hér í bæ. Snemma byrjaði Þor- steinn að stunda verzlunarstörf, og árið 1908 72 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.