Frjáls verslun - 01.06.1954, Blaðsíða 4
Vilhj. Þ. Gíslason:
Þjóðhátíðin 1874
Erindi þetta flutti Vilhjálmur Þ. Gíslason, út-
varpsstjóri, í Ríkisútvarpið 2. ágúst s. 1., en þá
voru 80 ár liðin frá því að þjóðhátíðin var haldin.
Hann ræddi nokkuð gildi og áhrif þjóðhátíðarinnar
og las upp úr samtíma frásögnum um hátíðina.
Hefur hann góðfúslega gefið FRJÁLSRI VERZLUN
leyfi til að birta erindið. Ritstj.
í dag eru liðin 80 ár síðan þjóðhátíðin var
haldin hér. Til skamms tíma hafa menn blátt
áfram sagt þjóðhátíðin, þegar átt var við há-
tíðarhöldin vegna þúsundára byggingar iandsins
1874. Engin svo mikilsverð og glæsileg hátíð
hafði verið' haldin í manna minnum og hún var
lengi síðan hátíð allra hátíða í hugum þeirra,
sem lifðu hana. Segja má að svo hafi verið, þang-
að til Alþingishátíðin og Lýðveldishátíðin voru
haldnar, þá fengu nýjar kynslóðir nýja reynslu
slíkra þjóðhátíð'a.
Þjóðhátíðin 1874 var sérstæð á margan hátt.
Hún var einstök reynsla mildls fjölda fólks, sem
lifað hafði í fábreyttu og fáskrúðugu umhverfi
og nokkurri einangrun, þar sem þjóðhátíðin blés
lífi og glæsibrag hins stóra heims í hversdag lítils
þjóðfélags, — konungur og margt framandi stór-
menni steig hér fyrsta sinn á land og innlendir
fyrirmenn í stjórnmálum og höfðingjar í andans
ríki efldust til nýrri átaka og heitstrenginga, —
andi þúsund ára sögu varð að lifandi afli í líð'-
andi stund og ungt þingræði og vaxandi þjóðar-
andi vakti í glaðri trú á frelsi og gildi þess fyrir
einstaklinga og þjóðfélag í atvinnulífi og andlegu
lífi.
I landinu var þá starfandi gott mannval, fyrst
og fremst í stjórnmálum og bókmenntum, gagn-
menntaðir og þrautseigir menn í röðum lærðra
manna og ágætir bændaskörungar, sem einnig
stóðu á gömlum merg menningar og höfðings-
skapar og almenningur í landinu fylgdist vel
með tímanum og tók lifandi þátt í því, sem l'ram
fór.
Þjóðhátíð'in var ekki einungis söguhátíð, hald-
in í minningu um þúsund ára landnám, þótt það
væri upphaflegt tilefni hennar. Hún var einnig
stjórnmálahátíð samtímans til þess að fagna
nýjum áfanga í sjálfstæðisbaráttunni — nýrri
stjórnarskrá. Að vísu tor því fjarri að sú stjórn-
arskrá fullnægði vonum eða kröfum margra
manna, en hún var samt til ákveðinna framfara
og kölluð frelsisskrá úr föðurhendi konungs, sem
sjálfur kom með hanatil landsins og mælti margt
íagurlega til lands og þjóð'ar og Islendingar til
hans.
Mannfundir þeir, sem haldnir voru um land
allt um sumarið 1874, voru sannkölluð þjóðhátíð.
Eg ætla nú, á þessum 80 ára minningardegi,
að rifja upp frumdrætti þessarar sögu, lýsingar
hátíðahaldanna, eftir samtíma frásögn sr. Valdi-
mars Briem, sem þá var prestur að Hrepphól-
um og skrifaði „Fréttir frá íslandi.“
Konungsskipin komci.
Að áliðnum júlímánuði lagði Kristján kon-
ungur hinn níundi af stað áleið'is ■ til íslands;
56
FRJÁLS VERZLUN