Frjáls verslun - 01.06.1954, Blaðsíða 7
flestir bæjarbúar af öllum stéttum, karlar, kon-
ur og börn, allir í hátíðabúningi, þar var og
fjöldi manna úr grenndinni og nokkrir úr fjar-
lægum héruðum, ennfremur voru þar erlendir
menn margir frá ýmsum þjóðum: Danir, Norð-
menn, Svíar, Þjóðverjar, Englendingar, Frakk-
ar, Ameríkumenn, og enn nokkrir iir öðrum lönd-
um. Þá er allt fólkið var saman komið', var því
fylkt til hátíðagöngu, og voru sex menn skip-
aðir í hverja röð. Síðan gengu menn þaðan, upp
úr bænum, og til Oskjuhlíðar fyrir austan bæ-
inn. Þar var fyrirbúinn þjóðhátíðarstaður Reyk-
víkinga. Hafði þar verið rudd slétta mikil og
prýdd eftir föngum. Tjöld voru þar reist og svo
sölubyrgi til veitinga. Ræðustóll var þar og reist-
ur, og stengur í kring með dönskum veifum á.
Bæjarfógetinn, Lárus Sveinbjörnsson, sté fyrst-
ur í ræðustólinn, og lýsti víir því, að hátíðahald
þetta væri sett og eftir það mælti hann fyrir
minni konungs. Þá mælti yfirkennari latínuskól-
ans, Hahdór Friðriksson, fyrir minni Islands, og
þá yfirkennari barnaskólans, Iíelgi Helgesen,
fyrir minni Danmerkur, og síðan liver af öðrum
fyrir ýmsum minnum, en kvæði voru jafnan
sungin á milli, eftir þjóðskáldin Matthías Joch-
umsson og Steingrím Thorsteinsson. Það var kl.
4 að hátíðahald þetta var byrjað'. Konungur
hafði jafnframt boð mikið um daginn, og voru
í boði hans flestir hinir tignari höfðingjar, inn-
lendir og útlendir. Borðsalur konungs var salur
einn langur í skólahúsinu, höfðu konungsmenn
tjaldað hann allan dýrum tjöldum, og búið fán-
um ög skjaldarmerkjum. Konungur sat á stóli
fyrir miðju borð'i, og þar út í frá prinsinn og
aðrir höfðingjar á báðar hendur: gegnt konungi
sat stallarinn, og hafði, svo sem títt er, umsjón
alla. Borðbúnaður allur var úr gulli og silfri, og
að öllu var veizlan hin dýrlegasta. Voru þar ýms
minni drukkin, og þá er konungur mælti fyrir
minni Islands, dundu 101 skot frá herskipunum
á lúifninni. Að lokinni veizlu þessari gekk kon-
ungur, og með honum margt tiginna manna, til
hátíðarstaðarins á Öskjuhlíð. Skömmu eftir að
hátíðin hafði verið sett þar á hlíðinni, tók veð-
ur mjög að hvessa og gjörði norðanrok, en þar
með fylgdi moldryk svo mikið, að lítt þótti við
vært, og hörfuðu margir aftur niður í bæinn.
En um það leyti, er konungur kom til hátíðar-
staðarins fór veðrið að kvrra, og gjörði gott veð-
ur, var þá fagurt að' sjá þaðan af hæðinni út
yfir nesin og vogana og skipin öll, er lágu á höfn-
inni, prúðbúin sem mest mátti verða með marg-
litum fánum og öðru skipaskrauti, en hins vegar
blöstu fjöllin fagurlega við í kveldsólinni. Kon-
ungi var fagnað með skothríð stórri og marg-
földu fagnaðarópi. Landfógeti Arni Thorsteins-
son mælti þá til hans nokkrum orðum og bað
hann velkominn, og eftir það var honum flutt
kvæði eftir Matthías Jochumsson. Þá er hljóð
fékkst, tók konungur til máls og þakkaði fyrir
viðtökur þær, er honum væru veittar, lýsti hann
og gleði sinni yíir landi og þjóð, og kvað sér
næsta kært, að geta sjálfur tekið þátt í þúsund
ára hátíð þjóðarinnar, enn fremur minntist hann
á hina íslenzku stjórnarskrá, og lét. í Ijós þá von
sína, að lnin mundi verða til blessunar og heilla,
og síðan mælti hann: „Lifi Island! Lii'i hin ís-
lenzka þjóð“. Ivváðu þá að nýju við fagnaðaróp.
Eftir það tókust ræður fjörugar.
Þjóðliátíð á Þingvöllum.
Aðal þjóðhátíð íslendinga í minningu þúsund
ára byggingar landsins, var haldin á hinum
fræga þingstað forfeðranna, Þingvöllum við Öx-
ará, frá 5. til 7. dags ágústmánaðar. Var það
flestra manna mál, að enginn stað'ur á Islandi
væri jafn vel fallinn til slíkrar samkomu sökum
legu sinnar, náttúrufegurðar og fornrar frægðar.
Staður þessi er þó nú eigi að öllu jafn veglegur
sem fvrrum. Mannvirki höfðu þar raunar aldrei
mikil verið, en þó nú minni en fyrr, og sjást að-
eins tóptir eftir og litlar rústir nokkurra fornra
búða, en tign náttúrunnar og svipmikill forn-
aldarblær hvílir enn yfir héraðinu. Þenna stað
höfðu landsmenn nú prýtt til hátíðahaldsins eft-
ir sinnar aldar sið, með föngum þeim, er fyrir
liendi voru. Breið brú var gjör sunnan frá túni
því, er húsabær prestsins og kirkjan stendur á,
og norður á vellina, en þar voru áður klungur
og' gjár, og mjög ógreitt yfirferðar, ennfremur
voru brýr gjörvar yfir sumar kvíslarnar í Öxará,
og borðviðir voru lagðir vfir meginána, svo að
ganga mátti þurrum fótum yfir ána austan frá
Lögbergi og völlunum og vestur í gjánni. Aðal-
hátíðarstaðurinn var fyrirbúinn norður á völl-
unurn, þar sem áin steyptist úr gjánni. Þar voru
reist tjöld mörg. Eitt var þeirra stærst, og var
það ætlað til fundarhalda og til að veita þar í
viðtökur konungi. Það tjald tók hátt á annað
hundrað manna. Yfir því miðju gnæfði blátt
merki, og voru þar á mörkuð orðin: „Þjóð'hátíð
íslendinga 1874“. Miðhluti tjaldsins var keilu-
FUJÁLS VERZLUN
59