Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1954, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.06.1954, Blaðsíða 9
Ingólfur Jónsson, viðskiptamálaráSherra: Innlend einokun má ekki íesfa ræfur í neinu formi Hér á eftir fer ræða sú, er Ingólfur Jónsson, við- skiptamálaráðherra, flutti í Ríkisútvarpið á frídegi verzJ.unarmanna 2. ágúst s.l. Verzlunarmenn eiga sér almennan frídag einu sinni á ári. Er þá tækifærið notað til skemmtana, ferða- laga og ræðuhalda. Venjan mun vera. að' minn- ast starfa verzlunarmanna fyrr og nú, sigra þeirra og athafna. Saga íslenzkrar verzlunarstéttar er ekki löng. Aðeins fáir áratugir eru síðan Islend- ingar gerðust verzlunarmenn, tóku verzlunina úr höndum útlendinga og fluttu hana á innlend- ar hendur. Verzlun og siglingar voru á valdi erlendra manna., sem hirtu allan arðinn af við- skiptunum við landsxnenn og fluttu hann út úr landinu. Á þeim tímum var þjóðin mergsogin. Ekkert fjármagn skapaðist í landinu. til þess að byggja upp atvinnulífið eða auka þægindi fólks- ins. Verzlunin var óhagstæð í alla stað'i. Vöru- val lítið og verðlag innfluttrar vöru mjög liátt. Verð á framleiðslu landsmanna var bundið við duttlunga einokunarkaupmanna. Loks voru landsmenn orðnir svo aðþrengdir undir einok- unarskipul aginu, að kaupmenn töldu tæplega svara kostnaði að hafa viðskipti við landsmenn, þótt þeir mættu einir ráða verðlaginu. Urn þessar mundir ólst gáfaður drengur upp norður í landi, Skúli Magnússon, síðar landfó- geti. Á unglingsárum var hann búðarmaður hjá kaupmanni einum og kynntist þá gildandi verzl- unarháttum. Kaupmaður kallaði oft til Skúla: „Vigtaðu rétt, strákur“, en það þýddi, að hann átti að snuða viðskiptamennina, vigta laklega og hafa þannig ranglega af fátækum mönnum. Þá mun Skúla. hafa runnið í skap. Þá mun hann hafa strengt þess heit að verja kröftum sínum og lífi til þess að reka úr landi einokunar- kaupmenn og bæta verzlun landsmanna og lífs- kjör. Þetta heit var göfugt og Skúli var því trúr rneðan líf og heilsa entist. Það er nauðsyn- legt að vekja athygli á því, að þjóðin var fátæk, bjó við skort og hungur meðan verzlun og sigl- ingar voru í höndum erlendra manna. Það þarf þrek og karlmennsku til þess að brjótast undan oki í hverri mynd sem það er, en ekki sízt er- lendu valdi, sem hafði ráð alþjóðar í hendi sér. Þegar Skúli Magnússon hóf sitt brautryðjanda- starf var dirnrnt yfir þjóðlífi Islendinga. Ovenjulegur þrekmaður, liugsjónamaður, með sterka þrá til þess að bjarga þjóðinni, talaði máli íslendinga af meiri festu og einurð við er- lenda valdhafa en nokkur hafði vogað sér áður. Skúli Magnússon krafðist þess, að verzlunin væri gerð frjálsari og hagstæðari fyrír lands- menn. Hann sagði einokunarkaupmönnum stríð á hendur. Hann beitti sér fyrir nýjungum og fjölbreytni í atvinnulífinu. Hann var stórhuga fullhugi á undan samtíðinni. Hann mætti víða misskilningi og fékk ekki þann stuðning, sem nauðsynlegur var til þess að sigur mætti vinn- ast. Skúli Magnússon lifði því ekki að sjá hug- sjónir rætast eða fullan árangur af gifturíku brautryðjandastarfi. En þótt svo væri, munu fáir Islendingar 20. aldarinnar ekki skilja, að' starf Skúla Magnússonar var nauðsynlegur und- irbúningur undir það sem síðar hefur fengizt. Skúli Magnússon vísaði veginn á tímum inyrk- FRJÁLS VERZLUN 61

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.