Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1954, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.06.1954, Blaðsíða 13
Hinn lati eignast aldrei málungi matar, hinn iðni ávinnur sér og þjóð sinni líf og frelsi. Hugmyndin um alsælt framfærsluríki undir stjórn launaðra embættismanna er krafa, sem leiðir beint til kommúnistaeinræðis, sem ekk- ert á skvlt við ábyrgðarkennd og freisi einstak- lingsins. Þegar fyrstu Bretarnir komu til Amer- íku, voru þar engin hús til eða akrar, engir vegir né áveituskurðir, engin sjúkrahús eða íþrótta- svæði. Allt þetta urðu þeir að skapa sjálfir og af eigin rammleik. Ur þessum ónumdu lands- svæðum tókst þeim og aflcomendum þeirra að byggja upp voldugasta land heimsins, og það án þess að' geta treyst á framfærslunefndir, heil- brigðisyfirvöld eða aðrar svipaðar stofnanir. Rík- ið er ekki til þess að skapa borgurunum ham- ingju, það verða þeir að gera sjálfir. Gjafir og góðverk eru slæm uppeldismeðul. Orðugleikar og neyð hvetja manninn til dáða. Að sjálfsögðu ber að vinna að því að koma járnbrautarkerfi landsins í samt horf og auka afköst þess eftir mætti. En yfirstjórn samgöngu- málanna ætti ekki að hugsa til aukningar sjálfs járnbrautarkerfisins, heldur ætti hún að leggja allt kapp á að byggja upp aðalvegakerfi ]ands- ins. Síðan hinar öru framfarir bifreiðanna á sviði mannflutninga og ekki síður til vöruflutninga hófust má heita, að tímabil járnbrautanna sé lið- ið. Lönd, þar sem efnahagsþróun er skammt á veg komin, standa að því leyti betur að vígi en grónar iðnaðarþjóðir, að þau geta, ef svo má að' orði komast, hlaupið yfir hið kostnaðarsama og margbrotna járnbrautarkerfi. I stað þess geta þau byggt upp vegakerfi, sem er miklu ódýrara, bæði að stofnkostnaði og rekstri. Burtséð frá inniiutningi nokkurra tiltölulega ódýrra vega- gerðarvéla, er hægt að framkvæma. vegalagningu með innlendu vinnuafli og efni. Aftur á móti verður að flytja inn hvern hlut, sem þarf til járnbrautarkerfisins, allt frá teinum og vögnum til eimvagna og margbrotinna merkjakerfa, fyrir dýrmætan erlendan gjaldeyri. Um öi'lun farar- tækja á vegakerfi landsins þarf ríkisstjómin ekki að hugsa. Utvegun flutningabifreiða og almenn- ingsvagna geta einkafyrirtæki annazt að öllu leyti. Þessa nýju starfsmöguleika munu þau gjarnan vilja notfæra sér. Loks ber þess að gæta, að' auk þessa felur uppbygging vegakerfisins í sér einstakt tækifæri, til þess að leggja grund- völlinn að landnámi á svæðum, sem til þessa hafa ekki verið aðgengileg. Ungu ríki, þar sem skortur er á fjármagni og þar sem stöðugar hættur verðbólgu eru á hverju leiti, sökum þess að grípa verður til lána seðla- bankans, er skylt að gæta ftrustu sparsemi í útgjöldum sínum. Það má aðeins ráðast í hinar brýnustu framkvæmdir á hverjum tíma og verður að láta allt annað sitja á hakanum meðan nauðsynlegar tekjulindir eru ekki fyrir hendi. En andspænis slíkri nauðsyn sparnaðar standa þarfir þjóðþingsins, sem af skiljanlegum ástæðum reynir að uppfylla sem flestar óskir kjósenda sinna, þótt þeim fylgi oftast mikil út- gjöld. Þegar tekjurnar nægja ekki til þess, að fjármálaráðherrann geti sinnt slíkum óskum verður hann oftast fyrir óverðskulduðu aðkasti, sem í rauninni hefði átt að lenda á hinum þjóð- kjörnu fulltrúum, sem bera fram kröfur, er með engu móti verður fullnægt af fjárhagsástæð- um. Þess vegna getur verulega duglegur fjár- málaráð'herra sjaldnast orðið vinsæll. Slíkur maður mun naumast metinn að verðleikum, fyrr en að nokkrum tíma. liðnum. Ríkisstjórnin ætti aldrei að ljá máls á því að ræða við þjóðþingið um ríkisútgjöld nema jafnframt sé tekið fram, hvað'an tekjurnar eigi að koma. Lhn alla-n heim er nú mjög rætt um svonefnda „deficit spend- ing“, eyðslu umfram tekjur, og þann hátt að ráða fram úr efnahagsörðugleikum með greiðsl- um umfram fjárlög. En öll útgjöld verða að greiðast, hvort sem gert er ráð fvrir þeim á fjár- lögum eða ekki. Hins vegar er peningamarkað- ur, þar sem ríkið' getur boðið út ríkistrvggða víxla til skannns tíma, ekki til í Indónesíu og að nota seðlabankann í þessu skyni stofnar jafn- vægi gjaldmiðilsins í hættu. Þess vegna verður fjármálastefna landsins undir öllum kringum- stæðum að miðast við það, að halda tekjum og gjöldum ríkisins í jafnvægi. I þessu sambandi er vert að hafa í huga, að' vel borguð fámenn embættismannastétt er hagkvæmari en illa laun- aður, of fjölmennur hópur opinberra starfs- manna. Einkum ætt.i að gæta þess vel, að laun æðstu embættismanna séu þannig, að þeir séu lausir við fjárhagsáhyggjur og geti helgað sig óskipta yfirstjórn ríkisins. Laun annarra em- bættismanna eiga að vera þannig, að ekki sé hætta á, að þeir freistist til þess að taka við óviðurkvæmlegum gjöfum eða hlunnindum. Embættismaðurinn verður að gera sér Ijóst, að á herðum hans hvílir heiður ríkisins. Indónesíumenn eru gáfuð þjóð og velviljuð og FRJÁLS VEUZLUN 65

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.