Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1954, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.06.1954, Blaðsíða 19
um, sem það' hefur gengizt fyrir á ýmsum tím- um. Félagið hefur reynt að bæta kjör verzlunar- manna bæði fyrr og síðar, og hefur það raunar verið helzta viðfangsefni félagsins alla tið. Bein hagsbótamál fyrir félagsmenn virðast fyrst hafa komið til umræðu á fundi 2. okt. 1931. Var þá rætt um að fá breytingar á lokunartíma sölubúða og þá einkum mjólkur- og brauðsölu- búða. Hafði félagið oft síðan þau mál til með- ferðar. I byrjun var kaupmönnum heimilt að vera í félaginu, enda voru einhverjir þeirra meðal stofnendanna. En í félagslögunum frá 1931 var það tekið fram, að „hætti með'limur að vera vinnuþiggjandi eða hætti að fást við verzlunar- störf — þó eigi vegna skorts á atvinnu —, getur hann eigi talizt meðlimur félagsins lengur“. Með þessu ákvæði voru kaupmenn útilokaðir frá að vera í félaginu, en þá hafði félagið legið' niðri um liríð og verið endurvakið þetta sama haust. og munu kaupmenn engan þátt hafa átt í því, enda áttu þeir félag fyrir sig, þegar þar var kom- ið sögu. Eklci verður þess vart í fundabók félagsins, að það hafi komið frem sam aðili við kaup- samninga fyrr en haustið 1937, er það samdi við KRON fyrir hönd þeirra félagsmanna, er hjá því fyrirtæki unnu. Samningar við kaupmanna- félagið eru hins vegar ekki nefndir fyrr en haust- ið 1942, og hefur félagið verið viðurkennt sem samningsaðili fyrir verzlunarfólk í Hafnarfirði síðan. Svo sem vænta má og venjulegt er um félög, hefur ]jað verið mjög misjafnt, hve mikið fjör hefur verið' í Verzlunarmannafélagi Hafnarfjarð- ar. Segja má, að stundum hafi lítið Hfsmark sézt með félaginu, en oft hefur það starfað af miklu kappi. Venjulega hafa það verið einhver aðkall- andi hagsmunamál, sem hlevpt hafa fjöri í fé- lagið. I>að hefur að sjálfsögðu tafið nokkuð' fvrir að festa myndaðist í félasinu og starfsemi þess, hve verzlunarstéttin í Hafnarfirði hefur löngum verið breytileg, þannig, að þar hafa menn jafn- an verið að koma og fara. E1 eiri eða færri af verzlunarmönnum í bænum liafa líka löngum ekki haft meiri skilning á þýðingu stéttarfélas'a en svo, að þeir hafa staðið utan félagsins. Félags- menn voru lengi heldur fáir, en 1943 voru þeir orðnir um eða yfir 40 og hefur farið fjölgandi síðan. Þannig gengu 34 menn í félagið á aðal- fundi 10. nóv. 1952, og eru nú um 80 menn í félaginu, og mun það vera allur þorri þeirra manna, sem réttindi hafa til að vera í því. Það verður ekki rakið hér, hvaða menn hafa verið í stjórn félagsins á hverjum tíma. Tvær fyrst.u stjórnirnar bafa verið nefndar. Arið 1953, þegar félagið varð 25 ára, var Haraldur Guð- mundsson formaður, og í stjórn með honum voru: Sævar Magnússon, Hrefna Árnadóttir, Pálmi Ágústsson og Helgi Sigurðsson. Stjórn félagsins er nú þannig skipuð: Haraldur Guðmundsson, formaður, Kjartan Olafsson, Hrefna Árnadóttir, Páhni Ágústsson og Ilelgi Sigurðsson. Einn mann verður þó að nefna sérstaklega í þessu sambandi, því að hann var miklu lengur í stjórn félagsins en nokkur annar maður. Það er Eyjólfur heitinn Kristjánsson. Hann var einn af stofnendum félagsins og í fyrstu stjórn þess. Að ári liðnu var hann kosinn formaður, og for- maður félagsins var hann til 1944 eða í 15 ár samflevtt. Þá skoraðist hann undan endurkosn- ingu sem formaður, en var kosinn endurskoð- andi. Er óhætt að fullyrða, að enn sem komið er hefur enginn maður unnið lengur eða meira fyrir félagið en Eyjólfur Kristiánsson, og mun varla ofsagt þótt sagt sé, að stundum var hann líftaugin, sem hélt því lifandi. Á þeim aldarfjórðungi, sem liðinn er síðan Verzlunarmannafélag Hafnarfjarðar var stofnað, hefur það unnið að ýmsum málum, sem til hags- bóta og menningar hafa horft fvrir félagsmenn. þótt mest hafi borið á launamálum og öðrum kjarabótamálum, einkum hin síðustu ár. Félaaið hefur að vísu aldrei stigið spor, sem eftirtekt hafi vakið um allt land, enda ekki til Itess stofn- að. En það hefur hvað eftir annað stigið snor, sem félagsmönnum var gagn að. sem bættu hag þeirra og juku þroska þeirra. Slík starfsemi fé- laga er heillavænleg fvrir þjóðina í heild. Því fleiiá sem slík félög eru, því betur sem ]rau starfa í sínum litla verkahring, því meira allsheriar- gagn gera þau. Þetta vill oft glevmast. En bað má ekki gleymast. Allt. sem horfir einstakling- um til þroska. er til heilla fyrir þjóðarheildina. Þess vegna hefur starf lítils félags eins og Verzl- nnarmannafélags Hafnarfiarðar meiri þýðingu en beinum hagsbótum félagsmanna einum nem- nr. og er þó engan veginn rétt að gera lítið úr því starfi. fk.tals VERZI.UN 71

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.