Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1954, Blaðsíða 3

Frjáls verslun - 01.06.1954, Blaðsíða 3
búskapnum að sjá fyrir sem ódýrastri og hag- kvæmastri vörudreit'ingu, en eftir því sem vöru- dreifingin er ódýrari, eftir því getur verkaskipt- ingin og þau auknu framleiðsluafköst., sem hún hefur í för með sér, betur notið sín. Það ætti ekki að vera neitt álitamál, að hér er um mjög þýðingarmikið hlutverk að ræða, og engu þýðingarminna en hlutverk annarra höfuð- atvinnuvega, svo sem landbúnaðar, sjávarút- vegs og iðnaðar. í rauninni er það eitt af megin- skilyrðum framfara í þessum atvinnugreinum, hverri fyrir sig, að verzlunin sé hlutverlci sínu sem bezt vaxin. Góð verzlunarskilyrði eru, sam- lcvæmt áður sögðu, undirstaða sérhæfingar og verkaskiptingar, sem aftur eru undirstaða tækni- legrar þróunar og framfara. Það ætti því að vera ljóst af því sem hér hef- ur verið sagt, að milliliðatarfsemi er óhjákvæmi- lega óháð því hvaða þjóoskipulag er ríkjandi. Þannig væri t. d. ekki hægt að komast af án milliliða í sósíalisku þjóðfélagi, ef framleiðslu- afköstin ættu ekki að dragast stórkostlega sam- an. Milliliðastarfseinin myndi aðeins taka þar á sig aðrar myndir, þannig að hún væri innt af höndum af hálfu opinberra embættismanna, í stað þess að vera í höndum einkafyrirtækja. — Það er einnig á fullkomnum misskilningi byggt, ef því er haklið fram, að verzlun með samvinnu- sniði sé verzlun án milliliða. Þeir, sem að sam- vinnuverzlun starfa, eru auðvitað milliliðir milli framleiðenda og neytenda á sama hátt og þeir, sem reka einkaverzlun. En þó að nauðsyn milliliðastarfseminnar ætti þannig að vera óumdeilanleg, má anðvitað deila um hitt, hvaða fyrirkomulag hennar sé neytend- um hagkvæmast, hvort hún t. d. eigi fyrst og fremst að vera í höndum opinberra aðila, sam- vinnufélaga eða einkafyrirtækja. Það mál skal ekki rætt hér til neinnar hlítar, heldur skal látið nægja að benda á eitt atriði í því sambandi, sem varla ætti að vera ágreiningur um, hvaða skoð- anir, sem menn annars kunna að hafa á því, hvaða fyrirkomulag sé hentugast í verzluninni. Það hlýtur að eiga við í verzluninni, eins og öllum öðrum starfsgreinum, að sérþekking og sérhæfing er nauðsynlegt skilyrði þess, að sú þjónusta, sem veitt er, sé innt af hendi á viðun- andi hátt. Með sérþekkingu er hér fyrst og fremst átt við vöruþekkingu og þekkingu á þörfum og smekk viðskiptavinanna. Þó að elcki ætti um þetta að vera ágreiningur, sézt að jafnaði mjög yfir þetta í opinberum umræðum um verzlunar- mál. Sú skoðun virðist meira að segja eiga mjög almennu fylgi að fagna á vettvangi stjórmnál- anna, að málefnum verzlunarinnar verði þannig bezt skipuð frá hagsmunasjónarmiði almennings, að um þau sé sem mest fjallað af pólitískum aðilum en ekki af þeim, sem vaiið hafa sér verzl- unarstarf að ævistarfi. Sainkvæmt þessari skoðun á verzlunarmálun- um að vera bezt skipað þannig, að stjórnskip- aðir, pólitískir aðilar annist vöruinnkaup frá út- löndum, ákveði álagningu o. s. frv. Menn þeir, sem þannig er falin forstaða opin- berra innkaupastofnana, ákvörðun álagningar o. s. frv. geta verið hinir ágætustu menn, en verð- leikar þeirra eru venjulega á öðrum sviðum en sviði verzlunarþekkingar. Ef um aðra atvinnugrein væri að ræða en verzlunina, myndu sennilega allir vera um það sammála, að það væri firra, að hugsa sér að for- sjá málefna hennar væri falin mönnum, sem enga þekkingu hefði á högum hennar Engum myndi sjálfsagt detta í hug að fela ólæknisfróð- um manni að verðleggja læknisaðgerðir. Skýringarinnar á þessu fyrirbrigði er án efa að leita í því, að mönnum er ekki jafn ljóst hlut- verk verzlunarinnar og annarra starfsgreina. Landbúnaður, sjávarútvegur og iðnaður fram- leiða sýnilegar nytsemdir, þannig að öllum verð- ur augljós nauðsyn sérþekkingar og sérhæfingar á þeim sviðum. Til þess að skilja hlutverk verzlunarinnar þurfa menn hins vegar að gera sér grein fyrir þýðingu þeirra atriða, sem að framan greinir, svo sem hagkvæmni verkaskiptingarinnar, en þessi atriði eru ekki eins augljós og t. d. það, að til þess að geta framleitt nothæf úr, þarf að læra úrsmíði. Af þessu leiðir svo, að sú í sjálfu sér heimsku- lega skoðun, að enga þekkingu þurfi til þess að stunda verzlunarstörf og fjalla um verzlunar- mál. Jafnframt mun í þessu að leita skýringar á því, hversu auðvelt það virðist oft fyrir póli- tíska lýðskrumara að afla sér fylgis með árásum á verzlimarstéttina og störf hennar. Fyrir vöxt og viðgang heilbrigðra verzlunar- hátta skiptir það því miklu máli, að unnið sé að því að fletta ofan af þeim óheilbrigða hugs- unarhætti og blekkingum, sem áróður af þessu tagi byggist á. FRJÁLS VEHZLUN 55

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.