Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1954, Side 5

Frjáls verslun - 01.08.1954, Side 5
Ljosasktiti Regnhf'fabúSarínnar var ciff af fyrstu viSfangsefminum. Ný tslenzk framleiðslugrein: N E O N -1 j ósaskilti Utanhússkreyting verzlanna hér í Reykjavík hefur til skamms tíma verið æði fábrotin. Ein- staka fyrirtæki hafa lagt í þann kostnað að kaupa erlendis frá ljósaskilti með nafni fyrir- tækisins, en allflest hafa lítið skeytt um iitlit verzlunarhúsanna eftir að dimma tekur.Þó erþað staðreynd, að gott ljósaskilti dregur athygli veg- farandans að nafni fvrirtækisins eða þeim vör- um, sem það hefur upp á að bjóða. Erlendu Ijósa- skiltunum fylgdi sá böggull skammrifi, að þau biluðu oft í hamhleypum íslenzku veðráttunnar, og reyndist tíðum erfitt að afla nauðsynlegra varahluta til þeirra. Var svo komið, að þau voru í minna eða meira ólagi, þegar þeirra var mest þörf. Haustið 1952 hóf ungur maður, Karl Karlsson, rafmagnsfræðingur, sonur Karls Guðmundsson- ar, fvrrv. skipstjóra, að framleiða NEON-ljósa- skilti, eftir að hafa kynnt sér þessháttar fram- leiðslu erlendis. Er hér um að ræða nýja innlenda atvinnugrein. Fyrirtæki sitt nefnir Karl NEON og hefur það aðsetur að Oldugötu 4 hér í bæ. Karl lauk prófi í rafvélavirkjun liér heima og gerðist meðeigandi í H. f. Segul, en árið 1947 fór hann utan til Danmerkur til náms í raf- magnsfræði. Samhliða námi sínu þar í landi lærði Karl framleiðslu Neon-Ijósaskilta, og kynnti sér þessa. framleiðslu einnig í Þýzkalandi og Austur- ríki. Að loknu fjögurra ára námi kom Karl heim aftur, starfaði sem verkstjóri hjá Rafmagns- veitum ríkisins um skeið, en fékkst við að búa til Neon-Ijósaskilti í frístundum sínum. Bjó Karl sjálfur til allflest tæki og áhöld, er þurfti að nota við framleiðsluna, en þau eru marg- brotin og flókin í augum leikmannsins. Utheimtir smíði þeirra mikla nákvæmni. Er þar m. a. há- spennubreytir fvrir 10 þúsund volta rafstraum, en hann er notaður til að' dæla lofti úr gler- pípunum, áður en þær eru fylltar með Neon- gasi. Aður en það er gert, eru glerpípurnar hit- aðar og beygðar eftir þar til gerðum teikningum af ljósaskiltinu. Þegar búið er að fylla stafina með Neon-gasi og ganga frá rafskautum, er þeim komið fyrir á þar til gerðum bakstykkjum FRJÁLS VERZLUN 81

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.