Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1958, Page 6

Frjáls verslun - 01.06.1958, Page 6
bygging hinnar nýju kirkju í Skálholti og hin gamla rifin, kom þar fram í gömlum viðum, planki, merktur norsku vörumerki framleiðand- ans, eða viðsemjanda Brynjólfs biskups um við- arkaupin. Er þetta sennilega elzta vörumerki, er fram kemur í verzlunarsögu Islands, sem vitað er um. Leifar þessarar tegundar eða notkunar vöru- merkja höfum við þó enn þann dag í dag á meðal okkar, er sennilega hafa verið í notkun hér, allt frá upphafi Islandsbyggðar, en það eru sauðfjármörkin, sem vitanlega eru eingöngu notuð til þess að sanna eignarrétt manna á fénu, en ekki í nokkrum öðrum tilgangi. Það er fyrst á 17. öld, sem farið er að líta öðrum augum á vörumerkin og nota þau á allt annan hátt, en áður hafði tíðkazt. Af þessu leiddi aftur, að mönnum varð Ijóst, að hér gat verið um verðmæta eign að ræða, sem vernda varð að lögum, alveg á sama hátt og aðrar eign- ir manna. Talið er að þessi þróun og breytta viðhorf til vörumerkja hafi fyrst orðið í Eng- landi, en þar tóku brezkir hnífa-framleiðendur að skrásetja nöfn sín eða merki á sjálfa vöruna, þ. e. hnífana, sem þeir framleiddu. Þeir, sem framleiddu góða hnífa og merktu þá á þennan hátt, gerðu þá hina stórmerku uppgötvun, að sala á hnífunum jókst eftir því, sem merki þeirra varð þekktara manna á meðal og tóku þá brátt framleiðendur annarra vara upp sama siðinn, í því skyni að auka söluna á framleiðslu sinni. Nú var vörumerkið sem sé ekki lengur notað til þess að sanna eignarrétt manna, heldur fyrst og fremst til þess, að auka sölu vörunnar, en í öðru lagi, sem tryggmg fyrir gæðum vörunnar gagn- vart kaupanda eða neytenda hennar. Eru þessi tvö sjónarmið nú grundvöllur allrar notkunar vörumerkisins í viðskiptalífinu. Hvemig á vörumerkið að vera? Sé framanritað haft í huga, er ljóst, að við val á nýju vörumerki er ýmislegt, sem þarf að taka tillit til, þegar merkið er ákveðið. í því sambandi er fyrst og fremst rétt að gera sér nokkra grein fyrir því, hvað frekar felst í notkun vörumerkisins í viðskiptalífinu. t fáum orðum má segja, að vörumerkið sé „tákn, sem kaup- menn eða framleiðendur nota til þess að að- greina (identificera) vörur sínar frá vörum ann- arra Þetta er afar þýðingarmikið atriði, því mjög áríðandi er, að merkið líkist ekki svo mjög öðru vörumerki, sem þegar er notað á sömu eða svipaða vörutegund, að hætta sé á, að ahnenn- ingur villist á merkjunum. Er þá í fyrsta lagi ljóst, að merkið þjónar alls ekki þeim megin- tilgangi sínum að aðgreina vöruna frá sams konar vörum keppinautarins. Sé þessi hætta fyrir hendi, sem sé, að villzt verði á þínum vör- um og vörum keppinautarins, eða annars fram- leiðanda á sama sviði, þá er Ijóst, að allir þeir peningar, sem þú kannt að hafa eytt í það, að auglýsa þína vöru kunna alveg eins að verða til þess að auka söluna á sams konar vörum keppinautar þíns. Standi nú svo á, að þessi keppinautur þinn framleiði lakari vöru en þú, þá kann svo einnig að fara, að almenningur hætti að kaupa þína vöru, verandi í þeirri trú, að þessi lakari vara sé framleidd af þér. Þá má einnig búast við því, að þessi keppi- nautur þinn kunni að fá dómstólana til þess, að banna þér að nota svo líkt merki. Munu þá allir þeir fjármunir, sem þú kannt að hafa eytt í að auglýsa merkið, svo og annar kostnaður koma keppinaut þínum einum til góða. Áður en nýtt vörumerki er valið, er og rétt að athuga það, að ekki er hægt að fá skrásett og verndað hvaða merki sem er og þó að eitt- hvert merki sé notað óskrásett, þá er sú hætta alltaf fyrir hendi, að einhver fari í mál og fái mann dæmdan til þess að hætta að nota það á þeim grundvelli, að merkið sé ólöglegt af einhverjum ástæðum. Geta menn á þann hátt, einnig orðið fyrir miklu tjóni. Ég mun hér á eftir ræða lítillega, hvaða gerð vörumerkja sé einna heppilegust, m. a. til þess að auka sölu viðkomandi vöru, en ég get ekki stillt mig um að nefna hér tvö dæmi íslenzkra vörumerkja, sem sýna greinilega hvernig vörumerki eiga ekki að vera. Á Akranesi eru framleiddar fiskbollur undir vörumerkinu „Akranes-bollur“ og austur í Flóa er framleiddur ostur undir vörumerkinu „Flóa- ostar“. — Hvorugt þessara vörumerkja er skrá- sett hjá Vörumerkjaskrásetjaranum í Reykja- vík, enda munu þau sennilega ekki fást skrá- sett hér á landi, að svo komnu máli. Er það vegna þess, að óheimilt er að skrásetja vöru- merki, er gefur til kynna upprunastað vörunnar. Enginn getur öðlazt einkarétt til staðarnafna, enda þótt undantekningar séu frá þessari reglu, sem ekki skal farið nánar út í hér. Auk þess upp- 6 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.