Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1958, Side 9

Frjáls verslun - 01.06.1958, Side 9
á dúkum úr silki og gerviefnum, sem ég álít, að við Tslendingar ættum sérstaklega að gefa gaum. Er ekki þéttbýlið mikið þarna? Jú, svo mikið, að erfitt er að gera sér fulla grein fyrir því. Japan er alls ca. 368.000 fer- kílómetrar, en af því eru aðeins 14% ræktan- legt land. Jbúarnir eru hins vegar yfir 90 millj., eða um 1747 per km2 af ræktanlegu landi. Það liggur því í augum uppi, að íbúarnir hafa orðið að finna sér annað til lífsviðurværis en land— búnað. Hafa þeir einkum lagt áherzlu á alls konar iðnað og fiskveiðar. Þess má geta hér, að Japanir eru langmesta fiskveiðiþjóð í heiminum. Veiztu hvaða jisktegundir þeir veiða helzt? Já, aðal-fiskstofnarnir eru þorskur, lax, silung- ur svo og ýmsir krabbar við Norður-Japan, en sardínur, túnfiskur og fleiri tegundir við Suður- Japan. Auk þess veiða Japanir mikið af hval í hafinu kringum Suðurheimskautslandið. Þeir flytja töluvert út af fiskafurðum, t. d. niður- soðinn túnfisk, sem þeir selja í stórum stíl til Bandaríkjanna. Ilvað gætir þú sagt okkur um landið og íbúana? Eg hafði því miður allt of lítinn tíma til þess að kynnast landinu eða íbúunum. En það, sem ég sá af Japan, þótti mér mjög tilkomumikið. Japan er hálent og landslagið og gróðrarfarið Hér sjáum við hið helgasta íjall Japans, Fuji fjallið, sem er ekki allfjarri Tokíó. Sýnishorn af nýtízku sjónvarps- og útvarpstækjum o. fl. sem Japanir framleiða í stórum stíl. er mjög fjölskrúðugt. Ég varð svo frægur að komast til hins helga fjalls þeirra, Fuji, og er ekki ofsögum sagt af fegurð þess. Af íbúunum hef ég ekki nema gott eitt að segja. Japanir eru mjög alúðlegir, og kurteisin er þar í há- vegum höfð. Fljótt á litið virðist hagur al- mennings sæmilegur, en þó á engan hátt sam- bærilegur við lífskjör okkar hér, enda erfitt saman að jafna, þar sem fólk þar eystra er ótrú- lega nægjusamt og virðist ánægt með sinn hlut, þótt lítill sé. Það var að sjá, að nóg væri af vörum í verzlunum, bæði innlendum og útlend- um, en ekki veit ég, að hve miklu leyti al- menningur getur notað sér það úrval. Ilvað leið jórstu lieim? Eg fór frá Tokyo til San Francisco, en á þeirri leið er ýmist farið um Anchorage, Alaska og Seattle, eða flogið beint með viðkomu í Hawaii. Eg valdi nyrðri leiðina, því að ég á kunningja í Seattle, sem ég vildi heimsækja. Þess má geta til gamans, að á þessari leið er flogið yfir „alþjóðatímalínuna“ og græddist mér við það einn sólarhringur. Við lögðum af stað að kvöldi 5. maí, en komum til Seattle um 20 tímum seinna. Þá var enn 5. maí samkvæmt almanakinu, en eftir þeim útreikningi hafði ég verið mínus 4 tíma á leiðinni! En þetta var þó ekki „hreinn gróði“, því að ég hafði tapað jafn- miklu á fluginu austur um frá íslandi. FRJÁLS VERZLUN 9

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.