Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1958, Side 22

Frjáls verslun - 01.06.1958, Side 22
18 km um sléttlendi. Gætu þeir orðið eins konar efnahagsleg heild og myndu tengjast Eyrar- bakka og Stokkseyri, ef byggð yrði brú yfir Ölfusárós. Ef vegur yrði svo lagður til Þorláks- hafnar í framhaldi af veginum um Þrengslin, yrði leiðin milli Eeykjavíkur og Þorlákshafnar um 50 km. Seljoss er líklegur til að vaxa töluvert enn um skeið, fyrst og fremst með aukningu þeirra atvinnugreina, sem þar eru nú. Erlent fjármagn Til þess að stuðla að þeirri þróun, sem rætt hefur verið um hér að framan, þarf að veita fjármagni kerfisbundið á ákveðna staði, en að- eins fyrst í stað, því að ef t. d. val Akureyrar, Egilsstaða og Reyðarfjarðar og Þorlákshafnar, sem framtíðarborga, er rétt, þá munu venjuleg efnahagslögmál sjá fyrir viðgangi þeirra. I sam- bandi við þá þrjá staði, sem hér er minnzt á hefur verið talað um nauðsyn þess að fá erlent fjármagn til þess að uppbyggingin leiði til borg- armyndana áður en mjög langt um líður, en þetta atriði þarf þó að athuga nánar. Það er útbreiddur misskilningur, að Islend- ingar þurfi ekki annað en láta það boð út ganga, að þeir vilji hleypa erlendu fjármagni inn í land sitt, þá muni fjöldi fyrirtœkja bjóða fram fé og þekkingu til framlcvœmda. Islenzku fossarnir eru góðir, en þó er þess ekki að vænta, að um orku þeirra verði barizt af mikilli hörku. Sér- staklega yrði erfitt að fá fyrsta fyrirtækið til að hefja framkvœmdir, þar sem engin reynsla er af viðskiptum við Islendinga á þessu sviði. En mœti sá, er ísinn brýtur, sanngirni og velvilja, má búast við, að fleiri komi á eftir. A fleiri stöðum á landinu en hér hafa verið nefndir, þurfa að blómgast kauptún og bæir, og verður þeim mun auðveldara að stuðla að því, sem fólkinu fjölgar meira. En aðalatriðið er, að menn geri sér ljóst, að það er fyrst og fremst þéttbýlið sem veldur „jafnvægi“ eða „jafnvægis- leysi“ í byggðinni, og ef það skipast vel munu hinar dreifðu byggðir njóta góðs af. Að lokum mun nú sýnd, til gamans, tafla með hugsanleg- um íbúafjölda í bæjum og borgum landsins árið 2000. Innan sviga eru tölur frá manntalinu 1. des. 1956. Auðvitað er þetta hugarflug, sem erfitt er að rökstyðja, en það ætti þó að geta orðið mönnum til umhugsunar um hver þróunin muni verða. Árið 2000 1. des. '56 Reykjavík, Hafnarfj. og nágr. 165 (77.777) Keflavík og Njarðvíkur.......... 7 (4.974) Akranes ........................... 6 (3.472) llif, Hellissandur og Ólafsvík .. 3 (974) ísafjörður ........................ 4 (2.671) Sauðárkrókur ...................... 2 (1.075) Siglufjörður................... 3 (2.756) Ólafsfjörður ...................... 1 (896) Akureyri ......................... 33 (8.158) Húsavík........................ 3 (1.364) Seyðisfjörður.................. 1 (708) Búðareyri, Egilsstaðir og Eskifj. 11 (1.325) Neskaupstaður ..................... 2 (1.340) Vestmannaeyjar................. 6 (4.224) Selfoss ........................... 3 (1.411) Þorlákshöfn, Hveragerði Eyrarbakki og Stokkseyri .... 22 (1.526) Samtals 272 (114.651) Kauptún yfir 300 íbúa .............. 23 (12.948) Sveitir og kauptún undir 300 íb. 55 (35.101) Mannfjöldi alls 350 (162.700) Mörgum mun sjálfsagt finnast, að ef byggð- in á eftir að skipast eitthvað í samræmi við þetta hugarflug, þá yrði um lítið eða ekkert meira „jafnvægi“ í byggðinni að ræða en nú er. Það er sennilega rétt, en ef menn ætla með lagasetningu eða valdboði að þvinga mikið af atvinnutækjum á þá staði, þar sem þau geta ekki þróazt eðlilega, þá mun þjóðin verða fyrir stórfelldu tjóni og lífskjör almennings verða mun rýrari, en ella hefði orðið. Og er nokkur sá valda- maður til, að hann treysti sér til að bera ábyrgð á slíku? Á hinn bóginn virðist augljóst, að tak- ist ekki að stuðla að myndun borga í landinu, annarra en Reykjavíkur, þá muni meginhluti þjóðarinnar búa í höfuðborginni, áður en mjög langur tími er liðinn. Efnahagslega séð gæti slíkt sjálfsagt gengið, en það myndi án efa hafa ýmis mjög óæskileg áhrif á þjóðlífið og gæti haft hinar alvarlegustu afleiðingar fyrir fram- tíð íslenzku þjóðarinnar, ef til stórstyrjaldar kæmi eða borgin yrði fyrir áföllum af völdum náttúruhamfara. 22 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.