Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1958, Side 24

Frjáls verslun - 01.06.1958, Side 24
ara vara teljast einkum matvörur, snyrtivör- ur, þvottaefni, lyf, ymis kemisk efni, fatnað- arvörur, svo og alls konar vélar og tæki, svo sem landbúnaðarvörur, heimilistæki, bílar, mótorhjól og útvarpstæki. Þér haíið sjálfsagt tekið eftir því, að þegar [)ér þurfið á einhverj- um þessara vara að halda, þá er það venjulega það fyrsta, sem þér athugið áður en þér festið kaup á vörunni, hvaða vörumerki um sé að ræða. Eftir því sem um dýrari vöru er að ræða, því varkárari verðið þér í valinu, hvað vöru- merkið snertir. Ef þér t. d. ætlið að kaupa raksápu, þá er ekki víst, að þér athugið merkið gaumgæfilega, en ef um einhverja dýrari vöru er að ræða, svo sem píanó, útvarpstæki, ísskáp eða bifreið, þá er alveg gefið, að þið veljið ekki nema gott merki — ef þá aðrar ástæður að öðru leyti leyfa. Þá er það og næst- um alveg víst, að yður myndi ekki detta í hug að kaupa þessar dýrari vörur, ef ekkert vöru- merki væri á þeim. Engin trygging væri þá fyrir gæðum vörunnar. I raun réttri er það svo um margar vörutegundir, að nær ógerningur er að selja þær, ef ekki er sett á þær vörumerki, sem vitanlega þarf þá að auglýsa til þess að gera merkið þekkt á meðal neytenda varanna. Astæðurnar fyrir hinni auknu framleiðslu og sölu þessara svokölluðu „merkjavara“ eru vitan- lega margar. I fyrsta lagi má segja, að undir- staða þeirra miklu breytinga, sem orðið hafa á síðustu áratugum, sé hin vélræna fjölda- framleiðsla þessara vara. Með fjöldaframleiðsl- unni skapast skilyrði fyrir betri vöru og lægra vöruverði, en skilyrði þess, að svo sé aftur hægt að selja alla þessa miklu fjöldaframleiðslu er það, að varan sé auglýst rækilega og áhrifa- ríkt undir ákveðnu vörumerki, þannig að merkið verði vel þekkt á meðal kaupenda og neytenda vörunnar. Segja má einnig, að auglýsingatæknin hafi haldizt í hendur við hina öru og stórstígu þróun á sviði fjöldaframleiðslu og nýtízku verzl- unarhátta. Vil ég sérstaklega vekja athygli á því, að það er einmitt á sviði „merkjavaranna“, sem auglýsingarnar hafa svo mikla þýðingu, þar sem allur almenningur kýs heldur að kaupa þekkt merki, heldur en eitthvert algerlega óþekkt merki, jafnvel þótt varan kunni að vera jafngóð. Þannig má segja, að vörumerkið sé nauðsynleg- ur liður í nútíma fjárhagskerfi fjöldaframleiðsl- unnar og dreifingarkerfinu. I þeim þjóðfélögum, sem byggja á hinni frjálsu samkeppni, má í raun réttri segja, að vörumerk- ið sé ómissandi og má hiklaust gera ráð fyrir, að notkun þess og þýðing eigi eftir að aukast að mikhun mun. Má t. d. fullyrða, að hið svo- nefnda „kjörbúðafyrirkomulag“ myndi alls ekki fá staðizt, ef vörumerkið væri ekki fyrir hendi. í kjörbúðunum velja menn, sem kunnugt er vörurnar sjálfir, — án aðstoðar afgreiðslu- mannanna. Þar er það, sem þekking almenn- ings á vörumerkinu leiðbeinir honum við að velja hina réttu vöru. I kjörbúðunum úir og grúir af alls konar „merkjavörum“. Er þá að sjálfsögðu þýðingarmikið, að vörumerkið sé ein- falt og áberandi og merkið, eða pökkun vör- unnar skeri sig vel úr öðrum vörum, eins og áður er rætt um. Svokölluð „þjónustumerki" eða „Service Marks". Eins og nafnið bendir til hefur notkun vöru- merkja í langan aldur einskorðazt við merk- ingu vara. A síðari tímum hefur þó notkun vöru- merkja einnig teygt sig inn á svið ýmissar þjónustu í atvinnulífinu. Þér hafið e. t. v. tekið eftir því, að ýmis fyrirtæki hér á landi, sem alls ekki fást við vörusölu, heldur t. d. flutninga, eða aðra almenna þjónustu við borgarana, hafa tekið upp notkun nokkurs konar „vörumerkja“, eða merkja, sem annars staðar eru kölluð „Service Marks“, eða þjónustumerki. Þessi merki eru not- uð alveg á sama hátt og venjuleg vörumerki, þ. e. a. s. til þess, að auka viðskiptin og kynna fyrirtækin á meðal almennings. Sem dæmi vil ég nefna Eimskipafélag íslands h.f., Flugfélag ís- lands h.f. og Bifreiðastöðina Hreyfil. Þessi félög hafa öll auglýst sín „vörumerki“, eða „þjónustu- merki“, sem flestir kannast við: „Allt með FÁm- skip“, „Fljúgið með Föxunum“, „Opið allan sólarhrínginn“. — En það er eins með þessi „þjónustumerki“ og vörumerkin, þau verða að vera stutt og laggóð — og það verður að auglýsa þau rækilega til þess, að kynna þau almenningi, — ella hafa þau engin áhrif, eins og gefur að skilja. Að lokum vil ég svo segja það, að ég tel, að íslenzkir framleiðendur og iðnrekendur hafi gert sér allt of lítil not af sölumœtti góðra og vel valdra vörumerkja. Við það bætist, að mörg íslenzk vörumerki, virðast alls ekki uppfylla þær kröfur, sein gera verður til vörumerkja, ef vel á að takast, en það yrði of langt mál, að fara nánar út í þá sálma hér. 24 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.