Frjáls verslun - 01.06.1958, Side 25
Ludwig Erhard . . .rramh. ai bis. 12
dagur gerbyltingu í lífi mínu. Þá áræddi ég að
reyna að gera kenningar mínar að veruleika.“
Og það skeði með þeim hætti, að Ludwig Erhard
gekk þenna sunnudag að hljóðnemanum og
tilkynnti þýzku þjóðinni, að hann hefði gei'ið út
tilskipun um afnám skömmtunar, verðlagseftir-
lits og fleiri viðskiptahafta. Hann lýsti því vfir,
að frá þessum tíma væri D-markið eini skömmt-
unarseðillinn í landinu. Þessi yfirlýsing kom
mjög á óvart bæði innanlands og utan, því að
þetta var á þeim tíma, er Þjóðverjar áttu að fá
skammtaða eina skó á tveggja ára fresti, og ann-
að eftir því, og sjálfir sigurvegararnir, Bretar og
Frakkar, bjuggu enn við stranga skömmtun og
verðlagshöft. Sagan segir, að Clay hershöfðingi,
yfirmaður hernámsliðsins í Þýzkalandi, hafi
kvatt Erhard á sinn fund, er liann frétti þetta,
og sagt við hann: „Dirfizt þér að breyta fyrir-
mælum herstjórnarinnar í efnahagsmálunum?“
Þá á Erhard að hafa svarað: „Ég hef ekki breytt
þeim, ég hef afnumið þau.“ Clay á þá að hafa
bætt við: „Efnahagsmálaráðunautar mínir telja
þetta óráð,“ og Erhard á að hafa svarað: „Mínir
efnahagsmálaráðunautar telja það líka.“ Hvað
sem hæft er í þessu, lét herstjórnin málið kyrrt
liggja, og Erhard fór sínu fram.
Nú reyndi á „skyggnigáfu“ Erhards, framsýni
hans og hæfileika til þess að geta sér til um
framvindu efnahagslífsins. Hann reiknaði með,
að duldar vörubirgðir myndu korna á markað-
inn við afnám skömmtunar og verðlagseftir-
lits og brúa bilið, sem framleiðslan ykist af
völdum hinnar frjálsu verðmyndunar. Þetta
rættist, og þar með var fyrstu hættunni bægt
frá. Síðan rak hver atburðurinn annan. Þegar
dýrtíðin var sem mest 1948, boðaði Erhard, að
verðlag inyndi lækka á næstu árum. Arið 1951
kom Kóreustyrjöldin, og verðlag hækkaði enn,
en Erhard fullyrti, að verðbólgan myndi senn
hjaðna, og vorið 1952 var hún yíirunnin. Árið
1949 voru tvær milljónir atvinnuleysingja í
Þýzkalandi, en Erhard lofaði, að atvinnuleysið
skyldi minnka. Árið 1950 voru engir atvinnu-
leysingjar skráðir. Árið 1951 var iðnaðarfram-
leiðslan minnkandi, en Erhard fullyrti, að hún
myndi senn vaxa, og það skeði þegar seinni
hluta sama árs. Árið 1949 var Erhard mjög
gagnrýndur af andstæðingum sínum fyrir liall-
ann á utanríkisverzluninni. Erliard taldi vonir
standa til, að hallinn myndi hverfa, og 1952 var
verzlunarjöfnuðurinn orðinn hagstæður.
Ymsar fleiri staðreyndir í töluformi gefa til
kynna hina margslungnu þætti „þýzka krafta-
verksins“, og skulu hér aðeins fáeinar nefndar:
Árið 1948 var tala starfandi verkamanna í
Þýzkalandi 13,5 milljónir, en 1952 var tala þeirra
orðin 15,0 milljónir. Árið 1949 nam mánaðar-
legur meðalútflutningur Þýzkalands 345
milljónum DM„ en 1952 var hann kominn
upp í 1400 milljónir DM. íbúðabyggingar
voru árið 1949 215 þús., en 1952 440 þús. Vísi-
tala iðnaðarframleiðslu óx frá 1950 úr 100 í
199 árið 1956. Á sama tíma óx iðnaðarfram-
leiðsla Bretlands aðeins úr 100 í 123 vísitölustig
og Bandaríkjanna úr 100 í 130. Nettótekjur
launþega voru í Þýzkalandi árið 1950 34,0 mill-
jarðar DM, en 1955 60,9 milljarðar DM. Þannig
mætti lengi halda áfrarn að rekja einstaka þætti
„kraftaverksins”, sem að áliti Erhards var þó
hreint ekkert kraftaverk. Hann kemst þannig
að orði: „Það, sem skeð hefur í Þýzkalandi
síðustu níu árin, var víðs fjarri því að vera
kraftaverk. Það var aðeins árangur lieiðarlegs
átaks heillar þjóðar, sem hlotið hefur aftur
frelsi til þess að hagnýta mannlegt framtak og
atorku. Ef þetta átak á að þéna öðrum þjóðum,
sem fyrirmynd, þá getur það aðeins gert það
með því að vera öllum heiminum ábending um
blessun persónulegs og efnahagslegs frelsis.“
En kraftaverkið skeði ekki af sjálfu sér, og
Ludwig Erhard var heldur ekki einn höfundur
þess ævintýris.
Það þurfti fyrst og fremst að skapa nýtt
andrúmsloft í þjóðfélaginu, eða eins og Erhard
orðaði það: „Það stafar ekki af léttúðugri bjart-
sýni, heldur öruggum vilja, þegar maður skap-
ar í stjórnmálunum það andrúmsloft, sem leiðir
til efnahagslegs árangurs.“ Þetta andrúmsloft
lýðræðislegrar þjóðfélagsskipunar og pólitískrar
ábyrgðar skapaði Konrad Adenauer kanslari.
Erhard og félagar hans voru hins vegar hugsjóna-
smiðir og aflgjafar „kraftaverksins“. Tveir aðal-
gerendur í kraftaverkasögunni auk Erhards voru
þeir Fritz Scháffer fjármálaráðherra, sem tókst
að koma á hallalausum ríkisbúskap, og dr.
Wilhelm Vocke aðalbankastjóri „Bank der
deutschen Lánder“, en hann hefur átt livað
drýgstan þátt í að tryggja stöðugt verðgikli
D-marksins og afla því þess trausts, er það
nýtur á alþjóðamarkaðnum.
FRJÁLS VERZLUN
25