Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1958, Side 1

Frjáls verslun - 01.10.1958, Side 1
FRÁ REYKJAVÍKURHÖFN: Gamlar veiðiaðferðir og nýtízku atvinnutæki Ljósm.: Gunnar Rúnar í ÞESSU HEFTI: GUÐLAUGUR ÞORVALDSSON: Heimsókn í þýzku hagstofuna ★ Samvinnufélögin í Svíþjóð ★ GUNNAR GUÐJÓNSSON: Við verðum að hefja nýsköpun á nýjan hátt ★ OSCAR CLAUSEN: Verzlunarminjasafn Islands ★ Kassagerð Reykjavíkur og umbúðaiðnaðurinn ★ Aðalfundur Verzlunarráðs íslands 1958 ★ Landssamband íslenzkra verzlunarmanna (L.I.V.) ★ o. m. fl. FRJÁLSVERZLUN Útg.: Frjáls Verzlun Útgáfufélag h/f Ritstjóri: Pétur Pétursson Ritnejnd: Birgir Kjaran, formaður, Gunnar Magnússon, Valdimar Kristinsson Stjóm útgáfufélagsins: Birgir Kjaran, formaður, Gunnar Magnússon, Pétur Sæmundsen, SigTjrliði Kristjánsson, Þorv. J. Júlíusson Skrifstofa: Skólavörðustíg 3, 3. hæð Sími 1-90-85 — Pósthólf 1193 VÍKINGSPRENT. FRJÁLS VERZLUN 18. ÁRGANGUR — 3. HEFTI — 1958 Erfiðleikar og úrrœði Það getur vart lengur verið deiluejni, að við erfiðleika er að etja í íslenzlcu efnahagslífi. Erfiðleikar þessir hafa alllengi verið fyrir hendi, en virðast nú á haustmánuðunum fara ört vaxandi. Menn hefur greint á um, hvort til væru „varanleg úrrœði“ í vandamálum þeim, er steðjað hafa að atvinnu- lífi þjóðarinnar, eða eklci. Þeim fer vafalítið fjölgandi, sem viðurkenna þau gamallcunnu sannindi, að engin varanleg lausn er til á þeim margháttuðu vandamálum, sem stöðugt leita á í þjóðarbúskap, sem ekki er staðnaður, Jieldur í lát- lausri framþróun. Hitt mun sanni nær, að menn geta nú orðið farið að tala um „varanlega erfiðleika“ í efnahagslífi þjóðarinnar. Þessir erfiðleiJcar eru á ytra borði tvíþættir: verðbólga og sJcortur á erlendum gjaldeyri. Frá því skömmu eftir síðari heimsstyrjöld hefur þjóðina árlega vantað nokkur Jiundruð milljónir ísl. króna. í erlendum gjaldeyri til þess að geta greitt með erlenda þjónustu og varning. Þetta bil milli gjaldeyris- öflunar og gjaldeyrisþarfa Jiefur verið brúað með lánum, gjöfum, aðstoð o. s. frv. A hinn bóginn hefur svo verðbólgan þrammað áfram sína braut með fullum þunga, en þó mismunandi stórum skref- um. Bœði eru þessi fyrirbæri greinar, sprottnar upp af sömu rót. Þjóðin Jiefur Jifað um efni fram: of miklu hefur verið eytt, of lítið Jiefur verið framleitt, of mikið fé hefur verið fest, of lítið hefur verið sparað. Eðli og orsakir erfiðleikanna eru augljósar. Úrræðin kunna að verða torfundnari. Þeir, sem teJcið hafa á sig þá ábyrgð að stjórna þjóðinni, atvinnumálum hennar, fjármálum og peningamálum, þurfa að hafa Jiugkvæmni til að bera við lausn vandamálanna og Jcjark til þess að standa við úrrœði sín, enda þótt þau kunni að verða misjafnlega vinsæl. En þess ættu úr- rœðasmiðirnir að vera minnugir, að frumskilyrði þess, að lausn Frh. á bls. 12

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.