Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1958, Síða 6

Frjáls verslun - 01.10.1958, Síða 6
anna. Til meðlima tel ég einnig starfsmenn og forystumenn félaganna. Af tillitssemi til velferð- ar neytendanna, erum við komnir á þá braut, að kaupfélög hafa tekið að selja öðrum að ein- hverju leyti og geta þannig, að því leyti, grætt á öðrum. Þennan blett verðum við að reyna að má brott. Okkur mun takast það“. Albin Johansson var mótmælt af „raunsærri“ samvinnumönnum, en hann svaraði nokkru síðar í sama tímariti: „Það verður að tryggja, að framfylgt verði þeirri grundvallarreglu samvinnustefnunnar, að ekki skuli grætt á öðrum. Ef farið verður eftir þessari kröfu, mun samvinnustefnan komast á hærra stig siðferðilega en annað rekstrarform.“ Nú, átta árum síðar, virðast aðvörunarorð hins aldraða forystumanns ekki hafa haft nein veruleg áhrif á þróun Sambands samvinnufélag- anna. Bletturinn, sem hann ræddi um, er ennþá á sínum stað. Sem dæmi þess má nefna, að ein af stærstu trjákvoðuverksmiðjum landsins, Fiskeby Fabriks AB, sem er í eigu Sambands samvinnufélaganna, seldi einungis 8,4 af hundr- aði pappírsvöruframleiðslu sinnar til samvinnu- fyrirtækjanna í landinu. Heildarsala Sambands samvinnufélaganna skiptist þannig, samkvæmt ársskýrslu 1957: Sala til kaupfélaga var 950 milljónir, til annarra kaup- enda innanlands 561 milljón og útflutningur 160 milljónir. Eigenda ekki getið. Hvað smásöluverzlanirnar snertir ætti reglan um að græða ekki á öðrum að vera auðveld í framkvæmd. En hvað segir svo reynslan? Hver sem vill á að geta gengið í kaupfélag og notið góðs af arðsendurgreiðslu. Samkvæmt gömlum lögmálum samvinnustefnunnar ætti markmiðið að vera það, að allir, sem verzluðu við kaup- félagsbúðir, yrðu meðlimir samvinnuhreyfingar- innar. Vel er hægt að hugsa sér húsmóður í Stokk- hólmi, sem keypti allt það, er hún og heimilið þarfnaðist, í fjölda verzlana með hinum ólíkustu nöfnum, án þess að hafa hugmynd um, hverjir möguleikar standi henni til boða um endur- greiðslu arðs, því að þess er aldrei látið getið, að verzlanir þessar séu kaupfélagseign. Það má telja eðlilegt, að kaupfélag, sem kaup- ir verzlun úr einkaeign, vilji halda gömulu og traustu nafni fyrirtækisins. En þar eð hér er ekki einungis um venjuleg eigendaskipti að ræða, heldur einnig breytingu á rekstrarformi, væri sú krafa ekki fjarri lagi, að kaupfélagseinkennið væri látið fylgja heiti fyrirtækisins í merki þess. Þegar samvinnufélögin stofna auk þess ný fyrir- tæki undir ýmsum nöfnum, án þess að láta þess getið, hver eigandinn sé, kemur það mjög spanskt fyrir. Vilja samvinnufélögin í raun og veru auka tölu meðlima sinna? Vilja þau í raun og veru ekki hagnast á öðrum? Samband samvinnufélaganna hefur til taks skýringu á notkun nýrra nafna: kaupfélagsbúð merkir í eyrum sænsks almennings það sama og matvörubúð. Við viljum skíra ný vöruhús nýj- um nöfnum til að sýna, að hér sé um annars konar verzlanir að ræða. Málsvarar kaupmanna líta öðru vísi á þetta. Þeir telja, að forystumenn samvinnuhreyíingar- innar viti, að kaupfélagsmerkið hafi takmarkað aðdráttarafl. Því dulbúist Samband samvinnu- félaganna og kaupfélögin og noti gömul og vel þekkt nöfn, eða ný, hlutlaus og glæsileg nöfn. Þetta mætti sem sé nefna leynikaupfélög. Rannsókn, sem nýlega fór fram í Gautaborg, gaf athyglisvert svar við spurningunni um, hvert sé aðdrúttarafl kaupfélagsmerkisins. Bæjaryfir- völdin þar fara venjulega eftir þeirri reglu, þegar þau úthluta verzlunarstöðum í nýjum bæjar- hverfum, að láta kaupmenn fá helming á móti kaupfélögum. Þetta felur í sér þá staðreynd, að verzlunin er raunverulega tekin með valdi úr höndum kaupmanna, þar eð þeir reka um 75 af hundraði matvöruverzlana í Svíþjóð, en kaup- félögin um 25 af hundraði. Hörð samkeppni. I þrem nýjum úthverfum Gautaborgar hafði helmingaskiptareglunni verið beitt. Báðir aðilar höfðu sams konar viðskiptamenn, söniu verzl- anastærð og vöruval. Þegar rekstur fyrirtækja þessara var rannsakaður árið 1956, kom í ljós, að velta í verzlunum kaupmanna var um helm- ingi meiri en kaupfélaganna. Þótt kaupfélögunum sé hossað af bæjaryfir- völdunum í sambandi við nýbyggingu bæjar- hverfa, þá vegur þar upp á móti, að margar kaupfélagsverzlanir í sveitum hafa orðið að hætta störfum vegna fækkunar viðskiptamanna. Aður jókst hlutur kaupfélaganna af verzlun- inni jafnt og þétt, en sú þróun hefur staðnað, Frh. á bls. 26 6 FHJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.