Frjáls verslun - 01.10.1958, Page 10
Oscar Clausen:
Verzlunarminjasaln
íslands
Á síðasta írídegi verzlunarmanna ílutti Oscar Clausen
rithöfundur athyglisvert erindi í útvarpið um verzl-
unarminjasafn. Er það birt hér með leyfi höfundar.
Á síðustu áratugum, eða síðan laust eftir alda-
mótin síðustu, hefur, sem kunnugt er, orðið gagn-
gjörð bylting í öllu atvinnulífi íslenzku þjóðar-
innar. — Það gamla var orðið úrelt, og nýr tími
hefur tekið völdin. — Þrátt fyrir það, að svona er
komið, er mikils um vert, að þær minjar, sem til
eru frá fyrri öldum hér á landi viðvíkjandi forn-
um atvinnuháttum, og þá sérstaklega íslenzkri
verzlun, séu varðveittar og ekki látnar fara for-
görðum, heldur sé þeim safnað saman á einn stað á
verzlunarminjasafni. Og væri þá eðlilegast að verzl-
unarstéttin gangist fyrir þessu nauðsynjamáli.
Frá því að ég var fyrst við afgreiðslu í búð árið
1Q03, hafa breytingar orðið ótrúlega örar. — Hinar
stóru, gömlu kaupmannaverzlanir víðs vegar um
land eru liðnar undir lok, — verzlanirnar, sem höfðu
allar tegundir varnings, — allt frá grænsápu í silki-
kjóla, — á boðstólum og tóku jafnhliða allar íslenzk-
ar afurðir sem gjaldeyri. — Nú koma bændurnir
ekki lengur með skinnskjóður undir kaffibaunir og
kandíssykur, — og þegar ég man fyrst eftir, var
enginn bréfpoki notaður í verzluninni, sem ég vann
við, og var hún þó allstór. — Þá voru líka einungis
notaðar gamlar skálavigtir og lóð, en rafmagnsvigt-
ir þekktust ekki. — Svona mætti margt telja. —
Peningar voru litlir í umferð, en daglega komu
þó inn jafnt gull- sem silfurpeningar. — Mest af
viðskiptunum var skrifað í frumbók og síðan inn-
fært í höfuðbækur. Ritvélar þekktust ekki, og urðu
allir verzlunarmenn á þeim árum að vera vel
skrifandi, — aðrir þóttu óhæfir. Þá urðu líka flestir
verzlunarmenn svo miklir listaskrifarar, að hand-
bragð þeirra mátti telja listaverk. — Nú er þetta
mest orðin vélavinna og oft mjög misjafnlega fram-
kvæmd. — Af starfi sínu við þessar gömlu, stóru
verzlanir öðluðust margir menn víðtæka verzlun-
arþekkingu, sem varla fæst við skólagöngu. Þar
urðu menn að vera jafnvígir á afgreiðslu í búð,
bókfærslu í skrifstofu, þekkingu á gæðum útlendr-
ar vöru og innlendra afurða, samningagerð við
viðskiptamenn o. s. frv., en nú, eftir að sérverzl-
anir hafa tekið við, er hætt við að kunnátta verzl-
unarmanna verði cinhliða, þó að skóla- og bóklær-
dórnur sé meiri.
Verzlunarminjasöfnum hefur fyrir löngu verið
komið á fót í nágrannalöndum okkar. Frændur
okkar, Norðmenn, eiga sitt prýðilega safn í
Björgvin, þar sem eru merkileg verzlunaráhöld
frá miðöldum (frá Hansastaða-tímabilinu). Minja-
safn Dana er í Kronborgarkastala við Eyrarsund,
en Svíar eiga mörg slík söfn og merkileg, ýmist
helguð verzlunar- eða sjóferðaminjum sínum. —
Þessi mörgu söfn væru okkur áreiðanlega mikils
virði til fyrirmyndar, þegar til kemur. —
Skipulag saínsins
Tvær leiðir eru viðvíkjandi húsnæði fyrir verzl-
unarminjasafn. Onnur er sú, að flytja mörg gömul
verzlunarhús á cinn stað og endurbyggja þau þar
óbreytt. — Þessa aðferð höfðu Norðmenn. — Að
sjálfsögðu yrði þessi staður að vera í nágrcnni
Reykjavíkur. — Norðmcnn fluttu mörg hús, sum
allstór, þ. á. m. verzlunarhús, heil prestssetur og
kirkjur, nyrzt norðan úr Noregi og endurbyggðu
á Bygdö, sem er í Oslofirðinum. Þar eru þessar
byggingar nú alþjóð til sýnis, með öllum áhöldum
og innanstokksmunum, eins og þeir voru notaðir
fyrir hundruðum ára. — Þetta yrði að vísu nokkuð
kostnaðarsamt, en vel framkvæmanlegt, og óneit-
anlega væri ánægjulegt að geta gert þetta. — Á
ýmsum verzlunarstöðum, víðs vegar um landið,
standa enn forn verzlunarhús frá tímum einokun-
arverzlunar Dana, og eru því allt að 200 ára gömul.
10
FRJÁLS VERZLUN