Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1958, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.10.1958, Blaðsíða 18
reksturinn og þar með framleiðslugetu þjóðarinnar. Sérstalclega vill fundurinn benda á nauðsyn þess, að álagningu veltuútsvara xierði breytt þannig, að þau verði frádráttarhœf, og leggist á allan atvinnu- rekstur án tillits til rekstrarforms. I núverandi mynd eru þau þess valdandi, að fjölmörg jyrir- tœki greiða meira en hreinar tekjur sínar í saman- lagða skatta og útsvör. Ennfremur krefst fundurinn þess, að allur at- vinnurelcstur sé látinn búa við sömu reglur um slcatt- og útsvarsgreiðslur, í hvaða formi, sem hann er rekinn og hverjir, sem eru eigendur lians. Verðlagsmál Aðalfundur V. í. 1958 telur verðlagsákvœði þau, sem auglýst voru 17. þ. m. algjörlega ófullnœgj- andi til þess að standa undir ltostnaði við inn- flutning og dreifingu á vörum og nauðsynlegri verzlunarþjónustu. Fundurinn átelur misrétti það, sem fram kemur í meðferð hinna ýmsu greina verzlunarinnar og krefst þess, að samkeppnin í verzluninni verði lát- in ráða vöruverði. Að öðrum lcosti telur fundurinn nauðsynlegt að endurskoða verðlagsákvœðin hið bráðasta. Fríverzlun Evrópu Aðalfundur V. f. 1958 beinir þeirri áskorun til ríkisstjórnarinnar, að liún gcri sem fyrst nauðsyn- legar rannsólcnir og ráðstafanir á sviði efnaliags- mála, svo að öllum undirbúningi verði lokið, þegar taka þarf álcvörðun um aðild að friverzlunarsvœði Evrópu. Jafnfrarnt mœlist fundurínn til þess, að rílcis- stjórnin hafi samráð við stjórn V. f. um þessi mál. Gjaldeyris- og lánamál Hin gifurlcga fjárfesting hefir orðið þess vald- andi, að verzluninni hefur eklci verið séð fyrír því relcstrarfé sem nauðsynlegt cr. Hafa vörubirgðir i landinu því minnkað stórlega, sem teljast verð- ur mjög alvarlegt, eins og ástandið er nú í alþjóða- málum,. Aðalfundur V. f 1958 beinir því þeirn tilmœlum til stjórnar V. f., að hún gæti sem bezt hagsmuna verzlu.narínnar gagnvart bönkunum og innflutn- ingsyfirvöldunum, að því er snertir útlán og gjald- eyrisúthlutun. Landhelgi smál Aðalfundur V. f. 1958 lýsir áruegju sinni yfir útfærslu fiskveiði lögsögu íslands í 12 sjómílur og harmar aðgerðir fíreta i þessu máli. Jafnframt skorar fundurinn á íslenzka verzlunar- stétt að lcynna sem bezt málstað fslands á erlend- um vettvangi. Heimsókn í þýzku hagstofuna Frh. af bls. 4 Werner, forstöðumaður iðnaðarskýrsludeildar- innar, fullyrtu báðir, að tregða skýrslugjafa við að gefa upplýsingar væri ekkert sérstakt vanda- mál í Þýzkalandi. Aðrir tóku í sama streng. Það er vissulega um annað viðhorf að ræða á Norðurlöndum, og þá ekki sízt hjá okkur. Til þess liggja ýmsar ástæður, sem of langt yrði að rekja hér og er el'ni í sjálfstæða grein. Ilitt er ljóst, að engin statistík verður traust og áreiðanleg, ef gagnasöfnunin er ófull- komin, fremur en hús, sem af vanefnum er gert, verður vandað. Hér á landi hefir fengizt allgóður efniviður í ýmsar skýrslur, svo sem mannfjöldaskýrslur og verzlunarskýrslur og jafnvel búnaðar- og íiski- skýrslur, o. fl., en mikið skortir á góðar upplýs- ingar á öðrum sviðum, svo sem í iðnaði og innan- ríkisverzhminni. Mun vera sterkur vilji fyrir hendi hjá ráðandi mönnum um að bæta úr þessu til hagsbóta bæði fyrir þá sem gefa skýrslur, safna þeim og vinna úr þeim og nota þær. Er þess að vænta, að samræmt átak verði gert þar að lútandi, áður en langt um líður. Ileildarmynd af íslenzku efnahagslífi fæst ekki, meðan allur efniviður er ekki fáanlegur. Deildaskiptingin. Forseti (Prásident) þýzku hagstofunnar er dr. Fiirst. Hann er jafnframt kosningastjóri þýzka sambandslýðveldisins. Við æðstu stjórn stofn- unarinnar helir hann við hlið sér nefnd aðstoðar- manna (Beirat), sem flestir eru háttsettir menn í ráðuneytunum eða þýðingarmiklum stofnun- um. A fundum þessarar stjórnarnefndar eru æðstu ákvarðanir um starfshætti stofnunarinn- ar teknar. Statistisches Bundesamt er í 9 deildum. Ein deildin hefir með stjórn stofnunarinnar að gera (reikningshald, mannahald, lögfræðileg atriði, bókasafn, almenn skipulagning o. fl.). Önnur deild fjallar um almenna skipulagningu statist- ískra málefna. Það er deildin, sem hefir yfir- umsjón með samningu eyðublaða og tilhögun skýrslnanna. Undirbúningur að véltöku skýrslna og upplýsingasöfnun frá útlöndum heyrir einnig undir þessa deild. Það er í raun og veru þar sem húsameistarar hinnar statistísku heildarmyndar 18 FRJÁLS VEBZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.